Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1941, Page 10

Freyr - 01.08.1941, Page 10
120 FRE YR Fleira en eitt þarf að atlmga Páll Zophoníasson ráðunautur er fyrir löngu þjóð- kunnur maður. Og enginn efast um áhuga hans fyrir málefnum bændanna. Marga greinina hefir hann skxifað til leiðbeiningar og hvatningar. Hinn 22. okt. s. 1. birtir Tíminn grein um naut- griparæktina. Bendir Páll á, hve mikill gæðamunur sé á einstaklingum og ættum. Og hve fljótlegt sé með nógu kyngóðum nautum að bæta kúakynin. Þetta viðurkenna flestir í orðum, en framkvæmdir verða oft á annan veg. Einhver naut notuð til und- aneldis, fitumælingar allt of sjaldan o. s. frv. En þótt þetta sé allt í lagi og skýrslur rétt færðar, þá sér skrifstofumaðurinn ekki nema hálfan sannleik- ann um hverja kú. Hygginn bóndi sagði eitt sinn við mig: „Það eru aðallega tvö kyn af kúm, sem ég á. Annað er nokkuð nythærra. En það er mikill munur að fóðra þessar kýr. Kýrnar af þessu svokallaða lakara kyni éta hvað sem ég ber fyrir þær. En kýrnar af hinu kyn- inu éta ekki nema það bezta úr heyjunum. Þetta legst í ættir. Ég veit ekki nema lakara kynið gæti mjólkað eins mikið, ef það fengi eins gott fóður. Þar að auki er það á ýmsan hátt hraustara.“ Húsmóðirin sagði mér, að það væri alveg sérstak- lega gott að mjólka þessar lakari kýr. Þær hefðu mjög heilbrigt júgur og væru lausmjólka. í um- gengni og hirðingu voru þessar lakari kýr í meiri metum. En þegar kúabókin var skoðuð, þá var út- koman önnur. Og ráðunauturinn, sem skoðar kúa- bókina, segir: „Þessu kyni átt þú að útrýma, það er mikið lakara." En bóndinn, sem veit hve heyin eru oft misjöfn, kann að meta þá kosti, sem ekki koma í Ijós í kúabókinni. Hann heldur í lakara kynið og heldur jafnvel meira upp á það en hitt. Og mjaltafólkið, sem oft eru smábörn, finnur þann mun, sem er að mjólka kýrnar. Oft heyrir maður sagt: „Ég vil heldur mjólka þrjár kýr en þennan beljuskratta.“ Eins og nú er, þá er skýrslugerð nautgripafélag- anna miðuð við sjónarmið skrifstofumannsins. En sjónarmið fjósamannsins og mjaltakonunnar geta verið önnur. í jafn mikilsverðu máli og nautgripa- ræktin er, þarf að taka margt fleira til greina en nythæð og mjólkurgæði. Þó markmiðið eigi auðvitað að vera: mikil ársmjólk með góðri fitu, þá má ekki um of fórna öðrum góðum eiginleikum, það þarf einmitt að fá þá í kynið jafnframt. Og þeir eru svo mikils virði, að það verður að fórna nokkru af nyt- hæð og fitugæðum í svip, til áð fá þessa eiginleika fram. í viðbót við þá skýrslugerð, sem nú er í nautgripa- félögum eða hjá einstaklingum, þarf að koma lýs- ing á hverri kú. Þar sé tekið fram stærð, brjóstum- mál, vaxtarlýsing. Þar séu taldir allir kostir og gallar á gripnum og á hvað háu stigi þeir eru. Það má gera með tölum eða orðum. T. d. hvernig er að mjólka kúna. Mjög gott, fremur gott, í meðal lagi, fremur vont, mjög vont. Þarna eru 5 stig. Sérstök lýsing sé á júgri. Þar sé tekið fram, hvort gripur fái júgurbólgu. Hvort kýr mjólki á öllum spenum, sé það ekki, af hvaða ástæðu hún hafi misst spenann. Hvernig er að fóðra gripinn, 5 stig. Slén um burð o. fl. T. d. ef kýr færa á sér, af hvaða ástæðu. Þetta er ekki lengi fært, en þarf að athugast árlega. Undir þetta mun þurfa sérstaka bók. Á þennan hátt verður hægast að sameina kostina og kynfesta þá. Jón Konráðsson. Ritstjóri Freys hefir sýnt mér grein Jóns Kon- ráðssonar um nauðsyn þess, að taka tillit til fleira en nythœðar og fitumagns, þegar dæmt er um samanburð á gæðum kúnna. Þetta er rétt og ég er höfundi þakklátur fyrir að minna á þetta. Ég hefi oft, bæði í ræðu og riti, bent á þetta sama, en af því það er þægilegast og gleggst að gera saman- burð með tölum, og af því að mestu skiptir fyrir afkomuna, hver arðsemi gripanna er, þá verður það venjulega svo, að annar samanburður en gæða- samanburður hverfur í skuggann, og menn taka varla eftir honum þótt hann sé gerður. Höfundur stingur upp á því, að bætt sé ýmsum upplýsingum við þær skýrslur, sem nautgriparæktarfélögin senda Búnaðarfélagi íslands, svo fyllri upplýsingar fáist um hverja einstaka kú. Þetta er sjálfsagt að taka til athugunar. Þó ber þess að geta, að fimmta hvert ár eru sýningar á nautgripum innan allra félaganna. Þar sér ráðunauturinn þær kýr, sem þangað koma. Þar sér hann júgurlagið, hvort júgrið er skemmt, hvernig er að mjólka kúna o. s. frv. og er vafasamt, hvort nokkur nauðsyn er að láta lýsa þessu sama árlega í skýrslunum. Menn telja oft kost á kúnni að gott sé að mjólka hana, en oft eru þær kýr, sem menn telja bezt að mjólka, svo lausmjólka, að mjólkin lekur úr þeim milli mála, og þá er það orðinn veru- legur galli, að „gott er að mjólka kúna“. Hins vegar eru aðrar kýr svo nýmjólka, að stór bagi er að. Allt þetta sér ráðunauturinn á sýningunum, og þarf ekki annarra dóm um. En það hvort kýrin er lek, laus- mjólka eða nýmjólka, er arfgengt (víkjandi eigin-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.