Freyr - 01.08.1941, Síða 11
FRE YR
121
Um blárefi
Blárefurinn tilheyrir annarri dýraætt en silfur-
refurinn, og hefir líka öðruvísi kroppsbyggingu. —
Hann er minni að stærð og vöxturinn er klumps-
legri. Feldurinn er fíngerðari, þéttari og oft styttri
en á silfurrefum.
Aðal heimkynni blárefsins eru norður-heim-
skautalöndin, Síbiría, Grænland, Jan Mayen, Spits-
bergen, Alaska og ísland. í öllum þessum löndum
finnst meira og minna of honum.
Með tilliti til litarins má skipta blárefum í 4 aðal
litarflokka:
1. bláan (eða grábláan)
2. ljósan með silfurhárum
3. dökkbrúnan (eða mórauðan)
4. hvítan.
Talið er, að upphaflega hafi aðeins blái eða
dökki refurinn verið til, en síðar hafi sá hvíti ef
til vill komið fram sem stökkbreytni (Mutasjon) af
þeim dökka, hliðstætt eins og platínurefurinn kom
fram af venjulegum silfurrefum (í Noregi).
Venjulega er talið að tveir fyrstu flokkarnir hafi
verðmætasta feldi, og ganga þeir í Noregi undir
nafninu Grænlandsblárefir, enda er mest um þá
á Grænlandi. Einnig finnast hér á landi refir með
leiki) og þarf því að gæta þess við val lífkálfanna,
og sérstaklega þó nautanna. Sama gildir um júgur-
lag o. fl.
Aftur er enn óvíst hvort vandætni, vangæfi með
að halda o. fl. erfist og hvernig það erfist ef það
gerir það, og því ekki hægt að segja að hve miklu
leyti ástæða er til að taka tillit til þess við val líf-
kálfanna. En allur er varinn góður og að öðru jöfnu
ber vitanlega að ala undan gallalausum kúm. Og
sumar sveitir eru komnar það langt, að þó þær kasti
úr lífkálfamæðrunum öllum gölluðum kúm, hafa
þær samt nógu margar kýr sem eru gallalausar og
mjólka yfir 3000 kg. um árið, til að ala lífkálfana
undan.
Um leið og ég þakka Jóni Konráðssyni aðstoð
hans til að hjálpa til að koma kúaeigendum til rétts
skilnings á gildi þess að vanda vel val lífkálfanna,
þá vil ég undirstrika, að mestu skiptir fyrir afkom-
una að kýrnar verði sem arðmestar, og það verða
þær ekki nema því aðeins að þær hafi eðli til að
umsetja mikið fóður í góða mjólk, og geti notað
sem mest af heimaöfluðu fóðri, en til þess þurfa
þær að geta haldið nytinni vel á sér.
P. Z.
sömu einkennum, enda mun mest af íslenzka refn-
um vera þaðan komið.
(
Blárefirnir tímgast aðeins einu sinni á ári, og eru
karldýrin oftast fleirkvæn (polygam). Oft er erfitt
að fá dýr, sem tekin eru úr villtu ástandi til að
tímgast, og það jafnvel þó að reynt sé við þau svo
árum skiptir. Þess vegna verður að ráðleggja þeim
mönnum, sem ætla sér að koma sér upp blárefa-
búum, að fá sér dýr frá þeim búum, sem búin eru
að starfa í nokkur ár, og reynsla fengin fyrir að
dýrin tímgist eðlilega, og séu að öðru leyti verðmæt.
Hirðing blárefa er að mestu leyti hin sama og
silfurrefa, en þó eru blárefirnir venjulega meiri
sóðar og krefjast þar af leiðandi meiri umhirðu, ef
hirðingin á að fara vel úr hendi. Því er bezt að
láta öll dýr ganga á upphækkuðu netgólfi, til þess
að auðveldara sé að halda þeim hreinum og forða
þeim frá smitun af ormum, sem blárefurinn virðist
vera mjög næmur fyrir. Rétt er samt sem áður að
hafa það fyrir fasta reglu, að gefa fullorðnum dýr-
um inn ormalyf a. m. k. einu sinni á ári, t. d. að
vetrinum, skömmu fyrir fengitímann.
Fóðrun blárefa er svipuð og silfurrefa. Þó þurfa
þeir e. t. v. meira fóður á vissum tímum árs. Þetta
á sérstaklega við með læðurnar síðari hluta með-
göngutímans og eftir að hvolparnir eru nýfæddir.
Því eins og kunnugt er, eiga blárefir venjulega mun
fleiri hvolpa en silfurrefir, ekki ósjaldan þetta
5—14. Það er því augljóst, að til þess að læðan geti
fætt svo marga hvolpa, þarf hún að fá meir en lítið
fóður. Þess 'vegna þarf að gefa henni aukabita af
þeim bezta mat sem völ er á, t. d. egg, nýtt kjöt og
nýmjólk, sem reynzt hefir sérstaklega gott fóður
fyrir læðurnar um þennan tíma. Ef gefin er meiri
mjólk en heppilegt er að hafa í fóðurblöndunni,
er gott að gefa hana í drykkjarílátið, en þess verður
þó að gæta, að láta ekki standa í ílátinu frá degi
til dags, þar sem þá er hætt við að hún súrni, en
blásúr mjólk er stórhættuleg fyrir refi.
Læðurnar ganga með í 51—53 daga. Þær annast
venjulega mjög vel um afkvæmi sín. Það kemur
t. d. mjög sjaldan fyrir, að þær séu „nervösar" eða
drepi unga sína, eins og algengt er um silfurrefi.
Þess vegna er venjulega engin hætta að gá í kass-
ana hjá þeim fljótlega eftir að þær eru gotnar, en
það getur verið nauðsynlegt, t. d. ef eitthvað af
hvolpunum kemst ekki á spena eða verða á einhvern
hátt útundan.
Eftir að læðan er gotin, verður að hafa daglegt
eftirlit með henni og fylgjast vel með vexti og
þrifum hvolpanna — hreinsa burtu allar matar-