Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1941, Page 15

Freyr - 01.08.1941, Page 15
FREYR 125 A tli u ga se 111 di r um aflífun sauðfjnr (Grein þessi átti að birtast í Dýravernd- aranum, en varð of síðbúin til þess að birt- ast þar fyrir haustið.) í septemberblaði Dýraverndarans (5. tbl. 1940), birtist bréf frá ónafngreindum manni til ritstjórans, um aflifun sauðfjár, er hefst með þessum orðum: „Ég las einhvers staðar fyrir nokkru grein um það, að Sláturfélag Suðurlands hefði nú tekið upp þá aðferð, að nota helgrímu við aflífun sauðkinda." Svo heldur hann áfram og segir: „Greinarhöf- undur var þeirrar skoðunar, að réttara væri að skjóta kindurnar." Af því að fáir menn skrifa um þessi mál, þykist ég vita, að bréfritarinn hafi lesið grein eftir mig í Vísi í fyrra, með fyrirsögninni: „Aukin dýravernd- unarstarfsemi og eftirlit er nauðsynlegt.“ Ég gat þar um tvær ágætar greinar: verðlaunaritgerð Guð- mundar skálds á Sandi, og grein Njáls Priðbjörns- sonar um aflífun og meðferð loðdýra. Vill Njáll láta skjóta loðdýrin og hefir reynslu fyrir því, að skinnið þurfi ekki að skemmast, ef hafður sé þykkur leppur á höfði dýrsins, þar sem skotið er. Þegar feldurinn er þurr orðinn, sést ekkert fyrir gatinu eftir kúluna, nema aðeins örlítið holdrosu- megin. Nú set ég hér nokkur orð úr Vísisgrein minni: „Með skoti, en ekki helgrímu, ætti að aflífa allar skepnur. Það er ótrúlegt, að kjötið af kindinni sé svo miklu betra, ef hún er aflífuð með helgrímu, að bætt geti markaðinn. En ráðamenn halda þessu fram, og þá verður velferð dýranna að víkja. Ég leyfi mér að halda eindregið fram þeirri af- lífunaraðferð, að skjóta allar skepnur, í stað þess að rota þær með helgrímu. En það ætti að fyrirbyggja, að skothvellirnir í aflífunarklefanum heyrist inn til kindanna, sem bíða dauðans í réttinni, enda hafa þær vafalaust orðið margsinnis hræddar, áður en síðasta kindin er leidd á blóðvöllinn. Fátt er undar- legra en það, að þetta skuli ekki vera athugað, var sætsúrara hafði ágæta lykt og kýrnar átu það prýðilega vel. Það má segja að það bæti heldur að láta mysu í vothey, en þurfi að kaupa hana dýru verði, eða borga mikinn flutningskostnað á henni, er ekki það mikið gagn í mysunni að það borgi sig að nota hana. Pétur Gunnarsson. þegar byggð eru sláturhús. Það mundi þó vera auðvelt að einangra hljóð frá klefanum, ef gjört væri um leið og húsið er byggt.“ Bréfritarinn í Dýraverndaranum, sem minnzt var á í upphafi þessa máls, skrifar neðan undir bréf sitt „Dýravinur". Segist hann vera hræddur um, að enn sé í einstaka stað sauðfé aflífað með háls- skurði. Talar hann um, að raunar sé ekki auðvelt að vita um þetta fyrir víst, en leggur til að stjórn Dýraverndunarfélags íslands hafi tvo trúnaðarmenn í hverri sýslu, til þess að komast eftir þessu og ýmsu fleiru um meðferð dýra, sem ekki má líðast. Mér finnst þessi uppástunga góð, enda hefi ég sjálf dálitla reynslu í þessu efni, því að ég hefi haft eftirlitsmann í einni sýslu og reynzt vel. En þeir, sem taka að sér slíkt eftirlit, þurfa að vera svo djarfir og ósmeykir, að þeir þori að tala og segja frá þessum óhæfuverkum, því að ekki er annað hægt að kalla það en óhæfuverk, að ráðast þannig á málleysingjana. Hálsskurðurinn ætti nú að vera úr sögunni, úr því að hann er fyrir löngu aftekinn með lögum. Það er dýrmætt, ef einhver maður vill veita at- hygli, hvernig farið er með dýrin, og stuðla að bættri meðferð þeirra. Góð meðferð er sjálfsögð á öllum dýrum, og á ekki að þegja um það. Þá þarf nú ekki síður að segja frá slæmri eða vítaverðri meðferð á skepnum, enda finnst mér það hafa verið gjört. Þó fórust Jón Pálssyni, fyrrverandi ríkisféhirði, sem þá sá um útgáfu Dýraverndarans (sjá 4. tbl. 1937) orð á þessa leið: „Hefir fjöldi frásagna verið árlega birtur í málgagni þessu um góða meðferð dýranna, en minna hirt um hitt, hversu tJfinningasljóir og jafnvel harðúðugir menn eru enn þann dag í dag með miskunnarlausri og illri meðferð sinni á þeim.“ En hér er ekki rétt með farið, því að víða er sagt frá verri meðferðinni. T. d. má í 4. tbl. Dýravernd- arans 1933 lesa greinaflokk með fyrirsögninni „Van- fóðrun sauðfjár". Og mörg fleiri dæmi mætti nefna um frásögn á illri meðferð dýra, er birtist í Dýra- verndaranum á þeim árum. Það hefir því ekki verið hlífzt við að segja frá því verra, þ. e. illri meðferð dýra, enda væri það synd, því að þá mundi verða lítið úr umbótum, en með góðu eftirliti er stundum hægt að koma í veg fyrir, að lögin séu brotin, bæði hvað snertir aflífun dýra, geldingu, vanfóðrun og yfirleitt hraksmánarlega meðferð á skepnunum. Eiga þeir allir, sem að því stuðla, skilið heiður og þökk fyrir. Það er mér sönn ánægja að geta vitnað, að þeir forráðamenn Dýraverndunarfélags íslands, sem ég hefi haft saman við að sælda, hafa brugðizt fljótt og vel við, er kærur hafa borizt til þeirra.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.