Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1941, Page 16

Freyr - 01.08.1941, Page 16
126 FREYR En hafi rannsóknin leitt í ljós, að kærurnar voru á rökum reistar, þarf að senda þær lengra, og tekur það oft langan tíma að knýja fram einhver mála- lok. Það er sjaldgæft, að yfirvöldin hraði slíkum málufn, þegar kært er til þeirra, en þó er það í áttina, að máliö komist einhvern tíma til fram- kvæmda. Ég hefi, frá því ég komst til vits og ára, kynnt mér fleira en eitt viðvíkjandi aflífun á skepnum, og með hryllingi hefi ég hugsað um sumt, eins og t. d. þegar nautgripir voru svæfðir með þessum mjóu, slitnu járnum, sem stungið var ofan í svæf- ingarholuna á höfði skepnunnar, sem við það hné máttlaus niður, en renndi svo á eftir manni aug- unum, á meðan gripið var til hnífanna og þeim brugðið á hálsinn. Þessa aflífunaraðferð sá ég aldrei heima, því að foreldrar mínir hötuðu svæfingar, töldu áreið- anlegt, að skepnan vissi af sér, þrátt fyrir svæfing- una. En ég var eitt sinn stödd á ókunnugum bæ og sá þar svæíða kú, og fór það fram, sem að ofan getur. Vafalaust reyndu menn að framkvæma svæfing- una eins vel og hægt var, en margir menn voru svo skapi farnir, að þeir tóku sér mjög nærri að þurfa að beita slikri aflífun stórgripa. Ég man alltaf eftir öldruðum manni, sem eitt sinn var að tala við föður minn og fórust orð eitthvað á þessa leið: „Aldrei gleymi ég því, Páll minn, er ég eitt sinn á bæ, sem hann nefndi, átti að svæfa naut. Mér líkaði ekki svæfingarjárnið og kveið fyrir verkinu, eins og raunar oftar, því að ég áleit þetta vondan dauðdaga. En sama morgunin og ég átti að svæfa nautið, sendir þú mann til að skjóta það, og mikið þótti mér vænt um það, og var ég þó álitinn á þeim dögum fullgildur maður við hvers konar slátrun og önnur verk. Og þótt þú, Páll minn, haf- ir allt gert vel fyrir þitt sveitarfélag yfirleitt, þá held ég þó, að telja megi með því þarfasta, hvað ykkur hjónunum tókst að útrýma þessum viðbjóðs- legu svæfingum, enda hlutuð þið miklar vinsældir að maklegleikum". Væri nú ekki reynandi að stjórn Dýraverndunar- félags íslands, og beini ég þar sérstaklega orðum mínum til formanns félagsins, herra hafnarstjóra Þórarins Kristjánssonar, að hann skrifaði öllum hreppstjórum á landinu og bæði þá liðsinnis, að þeir stofnuðu dýraverndunarfélag, hver í sínum hreppi. Félögin yrðu máske afar fámenn, kannske ekki nema tveir og þrír menn að hreppstjóranum meðtöldum, en samt yrði það félagskapur, sem gæti komið í veg fyrir, að óhæfuverk yrðu framin á skepnunum. Kostnaðurinn við þettta yrði ekki mikill, enda er ekki hægt að horfa í það, hjálpin verður að koma. Hjálpin, sejn getur útrýmt ó- leyfileg aflífunaraðferðir á skepnum, og yfir- leitt vítaverðri meðferð á þeim. Ingunn Pálsdóttir frá Akri. Spuniingar og svör Er heppilegt að láta hitna það í heyj- inu að ormalirfur drepist, sem í því kunna að vera úr sauðataði. Vestfirðingur. Mikill og langvarandi hiti í heyi hefir drepandi áhrif á ormalirfurnar, sem í því finnast, nema út við veggi, þar verður hit- inn ekki svo mikill að lirfurnar drepist. En mikill hiti í heyi hefir svo mikið fóðurefna- tap í för með sér, að það getur ekki komið til mála að verka heyin með tilliti til þess, að láta hitna svo mikið í þeim, að orma- lirfurnar drepist. Líka vegna þess, að nú eru þekkt svo góð meðul til að eyða orm- um úr sauðfé. í þessu sambandi má benda á, að það er ágæt regla að gefa hestum eða kúm töðuna af túninu kringum fjárhúsin og annars- staðar, þar sem sauðatað er borið á túnið. í töðu, sem sprettur upp af sauðataði, er mjög mikið af ormalirfum, sem ekki saka kýr eða hesta, en sauðfé getur orðið meint af. Það er því ekki rétt að hafa þann sið, sem þó er mjög algengur, að taðan af vell- inum næst fjárhúsunum er látin í fjárhús- hlöðuna. P. G. Alumíníumvír í hríiutinda er kominn Samb, ísl. samvinnuíélaga

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.