Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1941, Qupperneq 18

Freyr - 01.08.1941, Qupperneq 18
128 FREYR Túnasláttur hófst sumstaðar mjög snemma í sumar. Á búi Ræktunarfélags Norðurlands við Ak- ureyri var byrjað að slá 5. júní og hirt allmikið af töðu í þeim mánuði. Á Vífilstöðum hófst sláttur 13. júní. Viku af júlí var spretta á túnum víða orðin mjög góð, en óþurrkar hafa hamlað nýtingu og valdið því, að bændur hafa farið sér hægt með sláttinn. * Nýjar kartöflur, þær fyrstu, sem vitað er um að seldar hafi verið á þessu sumri, voru seldar 5. júlí í Reykjavík. Verðið var kr. 1,90 kg. * Til eru lýsingar á yfir 300 mismunandi tegund- um af kartöflusjúkdómum. Það er því að vonum, að fræðimönnum þyki það nokkuð ónákvæmt, þegar talað er um „kartöflusýki" án frekari skilgreiningar. Ekki er kunnugt, hversu margir kartöflusjúkdómar eru hér á landi landlægir, eða stinga sér niður í einstöku árum. * Innflutningur skinna af silfurrefum til U. S. A. desember 1939 til júní 1940: Land: Tala skinna: Meðalverð $: Noregur ................. 41628 20,83 Kanada .................. 56357 14,37 Svíþjóð .................. 1065 14,95 Frakkland ................. 636 15,61 Rússland .................. 380 13,78 Agúrkur, 1. fl., pr. ks. á 10 stk... 15,00 15,00 15,00 — 2. fl., pr. ks. á 10 stk........ 12,00 12,00 12,00 — 3. fl., pr. ks. á 10 stk........ 10,00 10,00 10,00 Blómkál, extra, pr. stk............. 2,00 2,00 2,00 — 1. fl., pr. stk. ....'.......... 1,50 1,50 1,50 — 2. fl„ pr. stk.................. 1,00 1,00 1,00 — 3. fl„ pr. stk.................. 0,50 0,50 0,50 Gulrætur, 1. fl„ pr. bt. á 10 stk... 1,20 1,25 1,25 — 2. fl„ pr. bt. á 10 stk.......... 0,75 0,75 0,75 Radísur, pr. bt. á 10 stk.......... 0,30 0,30 0,30 Persille, pr. bt. á 10 stk.......... 0,25 0,25 0,25 Rabarbari, pr. kg................... 0,65 0,65 0,65 Toppkál, 1. fl„ pr. stk............. 1,50 Salathöfuð, 1. fl„ pr. ks. á 18 stk. .. 6,00 6,00 6,00 Næpur, 1. fl„ pr. bt. á 5 stk. ...... 1,00 Land: Tala skinna: Meðalverð $: Nicaragua .................. 259 17,44 Bretland ................... 200 16,36 ísland ..................... 222 11,21 Finnland .................... 42 19,79 Samkvæmt þessu hefir verið greitt langlægst verð fyrir íslenzku skinnin. •i* „Ég bar í fyrra mold. á tún, sem ekki spratt vegna mosa, og mátti reyndar segja að væri óvinnandi, svo gamburslegur og laus var mosinn. Datt mér í hug að reyna að eyða honum með mold úr garði, sem ég þurfti einnig að losna við. Foraráburð hafði ég notað þarna árum saman. Mun moldarmagnið hafa verið vel helmingi meira en venja er til að bera á af búfjáráburði og væri þó vel á borið. Reynslan varð sú í sumar, að spretta varð þarna góð, eftir foraráburð sem var notaður, eins og áður, en mosi var allur horfinn. Var nú þarna hæfilega mjúk rót svo ekki gat betra verið." Þórarinn Helgason. * Fjórtán hundruð danskar tilraunir sýna og sanna, að það munar að meðaltali i/7 af uppskerunni, hvort kartöfluakrarnir eru úðaðir, til varnar gegn kartöflumyglunni, eða ekki. Það munar um minna. 4= / fyrra, 1940, var innvegið mjólkurmagn mjólkur- búanna í Noregi alls 625 millj. kg. Var það 20% minna en árið áður. Smjörframleiðslan drógst saman um 25% og framleiðsla osta um 20%. * HúsdýraáburSur er meinlegt orð og margdanskt, sem óðum er að verða bændum, hvað þá öðrum landslýð svo tungutamt að undrum sætir. Það er eins og mönnum finnist ógerlegt orðið að notast við hið góða og gilda orð búfjáraburður. Húsdýr er gott og gilt orð, sé það rétt notað, sem dýrafræðis- legt hugtak, en það er að rugla hugtakinu að nota það í stað orðanna búfé og búpeningur. Allar „hús- dýra“-orðasamsteypur í búfræðimáli eru óþarfar og alrangar. Ef svo verður haldið áfram sem nú stefnir með þetta orðabrengl, verður sennilega bráðum farið að tala um „húsdýrahús" í staðinn fyrir peningshús, húsdýraafurðir o. s. frv.! * Reykjavíkur-„dama“ að skoða dómkirkjuna á Hólum: „Aldrei hefði ég trúað því, að svona andsk... gömul kirkja gæti verið svona agalega sæt.“ * Ritstjórn blaðsins lokið 15. júlí.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.