Einherji - 01.04.1992, Qupperneq 2
2
EINHERJI
Apríl '92
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna í Norðurlandi vestra.
Upplag: 3600 eintök. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Gunnar Bragi Sveinsson.
Skrifstofa að Suðurgötu 3 Sauðárkróki. Sími 36757, heimasími 35805.
Aauglýsingar: Elva Björk Guðmundsdóttir.
Setning og prentun: SÁST sf. Sauðárkróki.
Einherji
Ágæti lesandi. Nú hafa þau tíðindi
gerst að nýr ritstjóri hefur verið
ráðinn að Einherja, Örn Þórarins-
son hefur ákveðið að láta af
störfum eftir mikið og gott verk.
Örn hefur stýrt blaðinu af miklum
myndugleik og hefur það verið í
senn pólitískt og fréttablað. Ekki
verða gerðar mjög miklar breyt-
ingar á útliti blaðsins en ætlun mín
er að gera blaðið pólitískara en það
hefur verið og verður leitast við að
fá sem flesta til að tjá sig á síðum
blaðsins. Svokölluð flokksblöð
hafa átt erfitt uppdráttar undan-
farin ár og er nú svo komið að þau
eru farin að týna tölunni. Skemmst
er að minnast þess að ekki alls fyrir
löngu lagði Þjóðviljinn upp
laupana. Ekki ætla ég að gráta það
mjög mikið en verra þykir mér ef
lífdagar Tímans verða ekki fleiri.
Hvað sem segja má um Tímann
þá hefur hann sinnt því hlutverki
ágætlega að vera málgagn síns
flokks, efnislega séð, hitt er þó
annað mál að útbreiðsla blaðsins
er í molum og lesendahópurinn
afar þröngur, jafnvel hinir hörð-
ustu flokksmenn hafa sagt upp
áskrift að blaðinu. En nú virðast
bjartari tímar framundan því
Tíminn er aftur farinn að batna,
nýtt útlit, markvissari fréttir og
vandaðri. Nú fyrir skemmstu varð
Tíminn 75 ára og vonandi verður
þetta afmælisár Tímanum til
framdráttar og vaxtar.
Sú ríkisstjórn sem nú er við
stjórnvölinn er þannig mönnuð að
hroll setur að landsbyggðarfólki
við hugsunina eina, enda hefur það
komið í ljós að hún er fjandsamleg
flestu því sem getur eflt byggð í
landinu. Aldraðir og barnafólk
munu varla minnast þessarar
ríkisstjórnar með miklum hlýhug
eftir þær árásir sem hún hefur gert
á velferðarkerfið með skatta- og
verðlagshækkunum auk niður-
skurðar. Það hlýtur að vera ósk
okkar allra að viljum lifa í sem
bestu þjóðfélagi þar sem jafnræði
ríkir og allir njóta sömu lífskjara.
Til að svo megi verða verðum við
að verja okkur sjálf með því að láta
skoðanir okkar í ljós og reyna
þannig að ná sem flestra eyrum.
Því eru blöð eins og Einherji
tilvalinn staður til skoðanaskipta
og kynningar á mikilvægum
málum sem snerta okkur öll.
Einherji hefur staðið vörð um
stefnu Framsóknarflokksins og
mun gera það áfram. Einherji er
blað frjálslynds félagshyggjufólks.
Það er von mín að sem flestir eigi
eftir að viðra hin ýmsu málefni á
síðum blaðsins.
Gunnar Bragi Sveinsson.
TILVALIÐ TIL
FERMINGARGJAFA!
SIEMENS
sterió útworpsklukka
aðeins kr. 3660
11 WDULUX
skrifborðslampi
aðeins kr. 3575
@ rafsjá hf
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
OPIÐ LAUGARDAGA 10-12
ör 0<9
FRAMSÓKNARMENN
Framsóknarmenn í sveitar-
stjórnum á Norðurlandi vestra og
í nefndum á vegum þeirra
Fundur verður haldinn í
Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3
Sauðárkróki miðvikudaginn
8. apríl kl. 20.30
Fundarefni:
Málefni sveitarfélaga og
samskipti ríkis- og sveitarfélaga
Á fundinn koma þingmennirnir
Guðmundur Bjarnason og Jón
Kristjánsson auk þingmanna
kjördæmisins
Þingflokkur
framsóknarmanna
STEINSÖGUN
TÖKUMAÐ OKKUR STEINSÖGUN
OG KJARNABORUN
GERUM TILBOÐ í VERK
HAFIÐ SAMBAND
VIÐ ERUM BESTIR
Aðalsteinn ísfjörð
Sími 96-41541
Stefán A. Steingrímsson
Sími 96-41951
Einherji
kemur næst út
28. apríl