Einherji


Einherji - 01.04.1992, Page 6

Einherji - 01.04.1992, Page 6
6 EINHERJI Apríl '92 Fundur á Sigluftrði um S.A.A. Verslun Á.T.V.R. á Sauöárkróki. Miðvikudaginn 11. mars 1992 var haldinn fundur á Hótpl Höfn á Siglufirði af SÁÁ þar sem Þórarinn Tyrfingsson læknir og Jóhann Örn Héðinsson sögðu frá starfsemi samtakanna og lýstu árangri af baráttu gegn áfengisdrykkju. Fundurinn var mjög fjölmennur og urðu nokkrar umræður auk þess sem frummælendur svöruðu ótal fyrirspurnum. Á sama degi stóðu útvarps- og sjónvarpsstöðvar landsins að svonefndum Heilbrigðisdegi Ijósvakamiðlana samkvæmt tilmælum Áfengisvarnaráðs, Landssambands gegn áfengis- bölinu, Vímulausrar æsku og foreldrasamtaka. Viðfangs- ejni dagsins í ár var nefnt, Áfengi og þjóðfélag. Á þessum degi voru ljósvaka- miðlarnir að upplýsa lands- menn um ýmsar hliðar áfengismála og áhrif áfengis- neyslu á íslenskt þjóðfélag og þegna þess. Á sama tíma kom út skýrsla sem Hagfræði- stofnun Háskólans hafðigert að frumkvæði Landssambands- ins gegn áfengisbölinu og var kynnt blaðamönnum. Þar kom fram að kostnaður þjóðfélagsins vegna áfengis- neyslu er um 6 milljarðar króna á ári að lágmarki á verðlagi ársins 1991. Til viðmiðunar kostar sömu upphæð að reka allar hitaveitur landsins. Tekjur rikissjóðs af áfengis- sölu þ.e. hagnaður Á.T.V.R. og skatttekjur ríkissjóðs hverfa þar með upp í kostnaðinn. Beinn kostnaður sem einstaklingar greiða sjálfir er þama ekki meðtalinn og fjölmargir opinberir kostn- aðarliðir eru vantaldir eða ótaldir með öllu. Skýrslan leiðir m.a. í ljós að þrátt fyrir minni áfengisneyslu Islend- inga en grannþjóðanna eru áfengismeðferðarrými hér samt tvisvar til þrisvar sinnum fleiri og alltaf fullsetin. Rekstur meðferðarstofnana (285 rúm) og sjúkrahús- kostnaður tengdur áfengis- drykkju erum 1200 milljónir kr. á ári. Það var Landssambandið gegn áfengisbölinu sem fékk því framgengt eftir langa baráttu að reynt vrði að gera úttekt á kostnaði samfélagsins vegna áfengisneyslunnar. Lands- sambandið og Hagfræði- stofnun lögðu frá upphafi þá línu að reynt yrði að fá sem raunsannasta mynd af kostnað- inum og fara með fullri gát varðandi allar áætlanir. Við vinnu skýrslunnar kom ótví- rætt í ljós að allt of víða vantaði tölulegar upplýsingar og kom á óvart í okkar tæknivædda þjóðfélagi talna- flóðsins hve örðugt reyndist að fá kostnaðartölur sem vörðuðu áfengið, ýmist sem beinan orsakavald eða sam- verkandi. Það kom m.a. í ljós að tilraunir Hagfræðistofnunar til að afla upplýsinga frá stórfyrirtækjum um áfengis- drykkju starfsmanna reyndust með öllu árangurslausar t.d. launagreiðslur á "veikinda- dögum” sökum drykkju og launagreiðslur starfsmanna vegna fjarveru á meðferðar- stofnunum. Fyrirtækin hafa annaðhvort ekki tekið þennan kostnað saman ellegar að þau vilja ekki láta þessar tölur af hendi. Þetta virðist vera feimnismál, en gott dæmi um kostnað sem ekki er með í kostnaðartölum skýrslunnar, þar sem áhersla var lögð á að taka einungis tillit til kostnaðar sem unnt var að sannreyna. Kostnaður vegna áfengis- mála unglinga og barna- verndarmála er annað dæmi. Enga huglæga þætti var heldur reynt að meta til fjár. Árið 1988 skráir Hagstofan 39 dauðsföll af völdum áfengisneyslu, sinni eigin eða annarra (33 karla og 6 kvenna). Helstu orsakir eru: drykkjusturlun, áfengissýki, áfengiseitrun, skorpulifur, slys, sjálfsvíg og manndráp. Af þessum 39 voru 4 undir tvítugsaldri og 8 á aldrinum 20-30 ára. En allir þessir 39 manns voru undir sjötugu. Könnunin náði til áranna 1985 1989. Tölurum kostnað og tekjur ár hvert voru reiknaðar til verðlags 1991 til að auðvelda samanburð milli ára. Þannig reiknað voru tekjurnar frá 5.3 til 6.9 milljarðar óbeinn kostnaður. Læknishjálp er stærsti liður beina kostnaðarins, um 1.2 milljarðar kr. þarafhefur rekstur meðferðarstofnana kostað sem svarar 510 til 540 milljónir kr. á ári en kostnaður vegna legu á almennum sjúkrahúsum er vægt áætlaður um 670 milljónir á ári. Félagsleg Sverrir Sveinsson frá Siglu- firði skrifar. aðstoð til drykkjumanna eða aðstandenda þeirra er um 410 milljónir kr. Kostnaður vegna löggæslu, réttargæslu og fangelsa er talinn í kringum 420 til 520 milljónir á ári. Þá er miðað við að aðeins 20% löggæslukostnaðar og 10% af kostnaði dómstóla og fangelsa tengist áfengis- neyslu. Hinn óbeini kostnaður, 3,9 milljarðar á ári, er reiknaður sem framleiðslu- tap vegna áfengisneyslu. Þar af er framleiðslutap vegna dauðsfalla áætlað um 960 milljónir, vegna ótímabærrar örorku um 715 milljónir og vegna meðferðar um 255 milljónir kr. á ári. Á fundinum á Siglufirði lögðu frummælendur áherslu á að ná betra samstarfi og auka fræðslu kennara og skólayfirvalda því niður- stöður athugana meðferðar- stofnana sýna, að áfengis- neysla svo og önnur vímu- efnaneysla færist neðar í aldri. Því væri brýnt að ná samstarfi við kennara og uppalendur barna. Einnig þurfi að ná betra samstarfi við heilsugæsluna á hverjum stað og sagðist Þórarinn myndi halda fund með starfsfólki heilsugæslunnar á Siglufirði næsta dag. Landsbyggðarþjónusta SÁÁ hélt námskeið 1. viku í mars á Siglufirði fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra um áfengisvandamál og stendur Jóhann Orn fyrir þeim. Er þetta liður í starfi samtakanna að fara um landið og auka þjónustu við landsbyggðar- fólk. Var þetta fjölmennt námskeið og á SÁÁ þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessari landsbyggðarþjónustu á þar sem víða hefur verið lélegt atvinnuástand og óöryggi hjá einstaklingum og fjöl- skyldum, en ljóst er að þá er fólki hættara við að leita huggunar hjá Bakkusi. Trúnaðarmenn SÁÁ á Siglufirði eru Guðrún Árna- dóttir Suðurgötu 59, sími: 96-71187 og Kjartan Einars- son Hólavegi 39, sími: 96- 71178. TIL FERMINGARGJAFA Loðfóðraðir gallar 3 litir - Verð frá kr. 9-800 Sjónaukar frá kr. 2273 Topplyklasett frá kr. 3228 - Margar gerðir FYRIR HEIMILIÐ OG VINNUSTAÐEVN Fjölnota álstigar - 3 stærðir Hárýstiþvottatæki - Loftpressur "Rafstöð" gefur 12 og 220 W Handryksugur Verkfæri í úrvali Gasgrillin komin aftur Verð aðeins kr. 14.990 ÁBÆR - ESSO

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.