Einherji


Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 2

Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 2
2 EINHERJI NÓVEMBER 1994 Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurl. vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag 3600 eintök. Skrifstofa: Giisbakki 2, Laugarbakka, Sími 95-12606. Fax - 95-12606. Setning og prentun: Húnaprent, Laugarbakka, Sími 95-12990. Fólk í fyrirrúmi Undir kjöroröinu „Fólk í fyrirrúmi” mun Framsóknarflokkurinn halda sitt 23. flokksþing í þessum mánuði. Verður þá gengið frá ályktunum og stefna flokksins endurmetin til næstu framtíðar og upp úr því hefst svo hin raunverulega kosningabarátta. Framsóknarflokkurinn starfaði ekki í ríkisstjórn s.l. kjörtímabil ogþess vegna hafa áhrif hans ekki verið sem skyldi á stjóm landsins, án þess að lítið sé gert úr því starfi sem felst í því að vinna í stjómarandstöðu, en þar finnst mér þingmenn flokksins hafa unnið gott starf. í sveitarstjómarkosningum í maí, hefði flokkurinn átt að koma sterkari út en raun bar vitni vegna þess að hann er í stjómarandstöðu. Ég tel nauðsynlegt að nýta flokksþingið til þess að setja fram skírar lausnir á þeim málum sem heitast brenna á fólki í dag, samtímis þess sem Qokkurinn skilgreinir betur stöðu sína í Ookkakerfi landsins. Á s.l. kjörtímabili hefur ríkisstjórnin velt vanda atvinnulífsins yfir á launafólk með því að létta aðstöðugjaldi og sköttum af fyrirtækjum og náð með því árangri í vissum atvinnugreinum. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið að aðlaga sig takmörkun framleiðslu með hagræðingu á mörgum sviðum. Hjá bændum verður ekki gengið lengra þar sem mörg býli hafa ekki nægjanlegt búmark til eðlilegrar framfærslu og viðurkennt er að bændur hafa tekið á sig mesta skerðingu í þeim samdrætti sem við höfum orðið aö þola. Fjölmörg fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot og hefur það bitnað á launafólki með atvinnuleysi, óöryggi og óvissu um framtíðina. Ríkisstjórnin hefur enga markvissa atvinnustefnu, en einstakir ráðherrar reifa hugmyndir um uppstokkun atvinnumála- ráðuneytanna, ekki er tekið á málunum heldur látið reka á reiðanum, frekar en að taka ákveðna stefnu, svo tekið sé upp sjómannamál. Á meðan formaður AlþýðuQokksins mænir til Brussel, reynir forsætisráðherra að fá samstarfsQokkinn til að líta inn á við til möguleika lands og þjóðar. Hvað á þetta Viðeyjarsamkomulag að endast þjóðinni lengi og eru engin takmörk hvað AlþýðuQokkurinn getur fjarlægst langt sínar fyrri áherslur í stjórnmálum? Til þess að tryggja aukinn kaupmátt er nauðsynlegt að við höfum vel rekin fyrirtæki, og nú er viðurkennt að það er hægt að auka kaupmátt launa þar sem afkoma fyrirtækja hefur farið batnandi. Það er komið að því að rétta verður hlut launafólks sem hefur orðið fyrir stórfelldri kjaraskerðingu með þátttöku í rekstri velferðarkerfis með greiðslu ýmissa þjónustugjalda. Með ráðstöfunum ríkisstjómarinnar hefur verið dregið úr opinberri þjónustu með markvissum hætti. Fjárfestingar hafa dregist saman og eru nú að mati okkar orðnar hættulega litlar. Framundan em erfiðir kjarasamningar og launafólk mun ekki una því lengur að þeirra kjör verði ekki bætt. Vandi hinna vinnandi stétta er að verkalýðsforystan er ósamstæð og hefur ekki náð að tala einni röddu og er nánast óstarfhæf. Margir óttast að framundan séu mikil átök á vinnumarkaði öllum til tjóns, vonandi tekst að afstýra því. Þess vegnaþurfum við nú á að halda sterkri ríkisstjórnsem ersamstæð og hefur tiltrú og traust almennings og gæti tekið á aðsteðjandi vandamálum með aðilum vinnumark- aðarins og rifið upp bjartsýni hjá fólki. Þessi rQcisstjórn er það ekki, því hefði hún átt að efna til kosninga í haust, áður en hún lagði fram það fjárlagafmmvarp sem liggur nú til afgreiðslu á Alþingi. FramsóknarQokkurinn mun í komandi kosningabaráttu leggja áherslu á að útrýma því atvinnuleysi em er algerlega óviðunandi og er að verða þjóðfélagsböl, og í því skini að setja fram nýja atvinnustefnu sem verður að tryggja a.m.k. 3000 ný störf á ári til aldamóta. Það gerist ekki nema með samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins og samstæðrar ríkisstjómar sem FramsóknarQokkurinn er tilbúinn til að veita forystu. Sverrir Sveinsson. * I Miðgarði - Skagfirskar meyjar kunnu vel að meta Lónlí blú bojs og Hljóma sem voru mættir til að „tæta og trylla” í Skagafirði 28. október sl. * A Vertanum - Bessastaðastelpurnar; Adda, Ásta, Stína, Lóa og Ingunn í miklu stuði 29. október sl. Dúett kveður sér hljóðs Hljómsveitin Dúett er skipuö þeim Skúla Einarssyni og Marinó Björnssyni. Þeir em gamalreyndir úr bransanum og bjóða upp á tónlist fyrir árshátíðir, einkasamkvæmi, jólafagnaði og þorrablót. Skúli Einarsson hefur leikið í ýmsum hljómsveitum í tvo áratugi t.d. Hljómsveit Stefáns P. og Hljómsveit Gissurar Geirs- sonar. Marinó Bjömsson hefur fengist við tónlistarflutning á þriðja áratug. Má nefna Hljómsveit Grettis Bjömssonar og hljómsveit- ina Lexíu sem starfaði um árabil. Fyrstaball hljómsveitarinnarvar8.október. Emþeirfélagarnir því komnir á fullt skrið og því tilbúnir aö fara vítt um sveitir fyrir sanngjarnt verð. Síminn hjá Marinó er 95 - 12966 og hjá Skúla 95 -10019.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.