Einherji


Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 3

Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 3
NÓVEMBER 1994 EINHERJI 3 Einar Svansson framkvæmdastjóri FISK í viðtali við Einherja Tætum og tryllum, hljóm- aöi í eyrum okkar þegar viö keyröum út Sæmundarhlíðina og stööugt færöumst viö nær og nær stemningunni sem ríkti á Sauðárkrók síðasta föstudag októbermánaöar. KS var troö- full af fólki og alls staöar var eitthvað um aö vera, tískusýn- ing í vefnaðarvörudeildinni, Sigga Beinteins var í snytri- vörudeildinni aö sína sig og sjá aöra því nú er hún No Name stúlkanáíslandi. Bylgjan haföi komiö sér fyrir í kaffikróknum og sendi út beint frá hinum ýmsum stööum. Viö höföum mælt okkur mót viö Einar Svansson fram- kvæmdarstjóra FISK á Sauö- árkrók, en dagurinn haföi ver- iö nokkuð erfiður fýrir hann eins og aöra aöalmenn bæjar- ins, Stöö 2 og Bylgjan haföi fengiö Einar í viötöl og beinar útsendingar og þaö tekur á taugar flestra. Heimilislegt viðmót heils- aöi okkur þegar viö komum inn á heimili Einars og Sigríö- ar á Ártúni 3, þar sem þau búa ásamt tveimur bömum sínum. „Upphaflega var þetta hl uta- félag,“ segir Einar „vom þaö Kaupfélagiö og Sauðárkróks- bær sem mynduöu þaö og vom menn þá hræddir um aö þetta myndi farailla. Þeirhöfðuekki trú á sj ávarútvegi í þá daga. En uppúr 1960 slitnaði uppúr því samstarfi og átti Kaupfélagið rúm 99% í FiskiÖj unni. KS var síöan einn af stofnendum Út- gerðarfélags Skagfiröinga sem stofnaö var 1968 ásamt hinum frystihúsunum sem voru Hraö- frystihúsið aö Hofsósi og Skjöldur. Stóö þetta samstarf til 1988. Var þetta samstarf til fyrirmyndar á landsvísu, því það þekktist ekki þá aö vera meö slíkt samstarf, en þaö þýddi aö menn vom meö nýrra hráefni og betri vöm þar sem því var skipt á milli húsann til vinnslu. En niöurstaðan var slit á Útgerðarfélagi Skagfirð- inga, Skjöldur tók togarann Drangey en Fiskiðjan, Kaup- félagiö, Hofsósingar og Sauöárkróksbær stofnuðu þá SkagfirÖing sem er okkar út- geröarfélag í dag.“ „Áriö 1989 var má segja kaflaskiptaár,“ segir Einar „þá voru Skagirðingur og Fiskiöj- an rekin undir sömu stjórn- inni, ég var ráöinn fram- kvæmdarstjóri Skagfiröings og nýtekinn við sem framkvæmd- arstjóri Fiskiðjunnar. Ingimar fjármálastjóri og ég emm þeir einu sem emm í vinnu beggja fyrirtækjanna, allir aðrir em hjá ööru hvom fyrirtækinu.“ „Þetta er dálítiö stórbrotin saga,“ heldur Einar áfram. „Reksturinn gekk ekki hjá Skildi, og það endaði með að þeir seldu meirihluta sinn til Sigluíjarðar, og við keyptum síöan þann hlut til baka í fyrra haust og sameinuöum síöan um síðustu áramót, Skjöld og Skagfiröing. Þá em allir tog- arar komnir í eitt púkk sem áöur var búiö aö splitta í sund- ur, alls fjórir ísfisktogarar og allir reknir af Skagfiröingi.“ „Var ekki nýr togari aö koma til ykkar núna í haust?“ „Jú, dótturfyrirtæki Skag- firðings sem heitir Djúphaf, keypti frystitogara frá Hafnar- firöi, Sjóla núna í október og er væntanlegur hingaö bráðlega. Hann fer á úthafskarfaveiðar. Auk hans eigum við Skagfirð- ing, Drangey, Skaptaog Hegra- nesiö.“ „Sýnist þér að fyrirtækið muni verða rekið svona í fram- tíðinni, meö þessu fýrirkomu- lagi?“ „Já, síöan emm viö líka stærsti hluthafinn í Hraðfyrsti- húsi Grundarfjaröareigum 34%, sem viö keyptum í árs- byrjun í fyrra. Þaö er fyrirtæki sem á tólf togara og stórt hraö- ffystihús. Sú samvinna hefur veriö aö aukast. Viö lögðum niöur fiskimjölsverksmiöjuna okkar hérna og höfum keyrt beinunum á Grundarfjörö og fáum þorskhausa á móti sem em hertir hérna og það skaffar vinnu.“ „Er mikil vinna viö herö- ingu þorskhausa og gengur vel aö selja þá afurö?“ „Já, viö emm stærsti r á land- inu í aö heröa hausana úti og allt er nýtt bæði héðan og frá Grundarfirði. Þaö vom fluttir út hausar fyrir um 50 milljónir Einar Svansson, framkvæmdastjóri á síöusta ári svo það sér hver maður aö verðmætin liggja víða.“ „Hver kaupir?“ „Nígería aöallega, þetta er njög góöur maturþar talið vera, hefur mikið prótein sem skort- ur er á þar. Þetta er þeirra haröfiskur. Síöan er hér saltfisksverk- un frá 1989 í húsi sem var lítið nýtt áöur. Þaö hefur veriö vax- andi starfsemi og höfum við aðallega selt til Portúgal. Þaö er ein besta deildin hjá okkur í dag. Fiskiðjan eru margar deildir, og vinnslan í landi er ein sú umfagnsmesta á land- inu í dag, þá eru togararnir þar fyrir utan.“ Einarsegir að Fiskiöj an hafi velt 1200 milljónum í fyrra og segir þaö sína sögu. Karfi er fluttur ferskur út beint á mark- aö, útflutningsverðmæti í Skagafirði hefur vaxið og var flutt út í fyrra fyrir rúma tvo milljaröa sem er tvöföld aukn- ing frá árinu 1987. Telur Ein- ar aö þaö sé vegna breyttra áherslna á togarana, þeir hafa farið meira á karfa og eitt litl- um kvóta. Bátarnir hafa síöan fiskaö upp í þorskkvótann fyr- ir frystihúsin og svo höfum viö keypt frosið hráefni erlendis frá t.d. Rússafisk og einnig af fiskmörkuðum um landið. Er allur fiskur af fiskmörkuöum keyröur noröur og unninn þar, t.d. keyröum við 6000 tonnum í fyrra. „Borgar sig aö flytja allan þennan fisk hingað noröur?“ „Já, bara hausinn af þorsk- i num borgar allan flutni ng þeg- ar búiö er að herða hann og selja og þá er hinn hlutinn eftir, svo það gerir það.“ „Hafiö þiö haldiö út vinnu hér allt áriö?“ „Viö höfum veriö meö til- raunir með vaktavinnu, þaö hefur veriö unnið meira og minnaá vöktum alvegfrá 1992. Var þá byijað til reynslu í tvo mánuöi þá tvær vaktir á dag, en nú í september geröum viö samning um tvær vaktir á dag 6 og 8 tíma og í viðbót kvöld- vakt 4 tíma ef þarf með viku fyrirvara.“ Einar hefur skólafólk úr Fjölbrautarskólanum í vinnu ef mikill afli berst á land, þar er vant fiskvinnslufólk úr út- geröarbæjum víöa um land. í dag eru um 200 manns í vinnu hjá Fiskiðjunni frá Króknum og Hofeósi. Á togurunum eru um 70 manns í áhöfnum. Síö- an veröa um 40 á nýja togaran- um meö skiptiáhöfn þannig aö verið er að tala um 110 sjó- menn á togurunum. „Er hreppapólitík notuö hér eins og tíðkast víða annars staö- ar um sjómenn, aö þeir veröi allir aö eiga lögheimili á staön- um?“ „Við höfum ekki sett þeim nein skilyröi ennþá. Viö höf- um þó mælst til þess aö menn ættu heima a.m.k. í Skaga- firöi. Hrepparnir eru hluthafar í fyrirtækjunum, og þetta er sama atvinnusvæöiö. Viö höf- um aldrei rekiö neinn út af lögheimili hans. Flestir hafa flutt norður sjálfvilj ugir," seg- ir Einar. „Finnst þér aö Smuguveið- in hafi gert gæfumuninn í af- komu fyrirtækisins?“ ,Já, hún hefurbjargaö miklu því viö höfum komið heim með 2000 tonn sem er eins og allur okkar þorskkvóti. Verömætiö er eins og afkoma eins togara yfir áriö. Ef viö höfðum þurft að t.d. aðleigjaþann kvóta, þá heföi þaðþýtt um 30 - 40 millj- óna útgjöld, og munar nú al- deilis um minna í fyrirtæki sem þessu.“ „Þú sagöir í sjónvarpinu í kvöld aö þú hefðir búist viö að ná í 800 tonn út úr Smuguveið- inni og af Svalbaröasvæðinu?" „Viö settum þaö á rekstrar- áætlun fyrir þetta ár og þótt- umst bjartsýnir. Viö fengum hins vegar 2000 tonn.“ “Hvað segja sjómenn með Smuguveiðar. Eruþeir ánægö- ir?‘ „Já, þegar vel gengur. Þeir eru hins vegar í um mánuö langt í burtu frá öllu og eru einangraöir, engin fjarskipti nema nú nýlega eru sendar fréttir til þeirra. Þaö er líka ömurlegtefekkertfiskast. Sjó- mennirnir vilja vinna mikiö.“ „Nú líður að jólum. Veröa allir torgararnir á veiðum þá?“ „Allavega þrír þeirra veröa úti, þaö er svo mikið í húfi og miklirpeningar. í Evrópuvant- ar fisk strax eftir áramótin svo verö er mjög hátt áþeim tíma. Hér heima verður aö fá fisk annars staðar frá til aö halda úti vinnu í frystihúsinu.“ .Jrívaöa augum lítur þú á framtíöina hjá fyrirtækinu?“ „Ég get ekki annað en veriö bjartsýnn," segir Einar aö lok- um. .Tyrirtækin Fiskiöjan og Skagfirðingurhf. komatil með aö skila meiri hagnaöi nú í ár en í fyrra og kemur þar margt til sem áöur er sagt. Já ég er bjartsýnn."

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.