Einherji


Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 4

Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 4
EINHERJI FEBRUAR 1997 Q LOÐSKINN Birgir Bjarnason framkvæmdarstjóri Loöskinns Loðskinn er einn stærsti atvinnurekandi á Sauðárkróki. Mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu en það hafði gengið í gegn um mikla erfiðleika og var á tímabili spurning um hvort það héldi velli. Árið 1993 tókust samningar við skuldunautana og þá var ákveðið að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Síðan hefur fyrirtækið skilað hagnaði sem hefur farið í að greiða niður skuldir. Að sögn Birgis Bjarnasonar framkvæmdarstjóra Loð- skinns, lenti fyrirtækið í að missa mikið innanlandshráefh- inu til Skinnaiðnaðar hf. Þá voru tekin þau ráð að flytja inn gærur í stórum stíl til að geta haldið úti framleiðslunni. Á SJÁVARLEÐUR Friðrik Jónsson f ramleiðslustjöri Sjávarleðurs Sjávarleður er rekið sem deild innan Loðskinns en er þó sérstakt hlutafélag, þar sem hluthafar eru einnig Sauðárkróksbær og íslenska umboðssalan. Sjávarleður hefur hefur sýnt mikla þraut- segju í að þróa sútun á roði, og er nú aðallega sútað roð af laxi, hlýra, þorski,og steinbít. Úr roðinu eru fram- leiddar ýmsar vörur s.s. vesti, jakkar, hanskar, skór og veski bæði peningaveski og kortaslíður. Að sögn Friðriks Jónssonar fram- leiðslustjóra Sjávarleðurs hefur gengið vel að selja vöruna. I sjárvarleðrinu vinna að jafnaði 4-6 menn og eru mörg handtök við hráefnisvinnsluna. „Það var um 1990 sem eitthvað fór að gerast í alvöru að nýta þetta hráefni sem nóg er til af, "segir Friðrik. „Þá fengum við styrk frá Rannsóknarráði ríkisins sem hafa stutt okkur alveg frá byrjun. Útflutn- ingsráð gerði markaðsstöðu fyrir okkur, þar sem niður- síðasti ári var veltuaukning um 50% en það gefur ótak- markaðan aðgang að hráefhi. Salan hefur gengið vel og er stöðugt verið að finna nýja kaupendur. Hvernig fenguð þið hráefhið. Fóruð þið sjálfir til Ástralíu ? „Það eru umboðsmenn í skinnaiðnaði um allan heim," segir Birgir. „Við höfum aðal- lega umboðsmenn í Evrópu og stundum kaupum við beint. Við höfum keypt frá Ástralíu milli 70-80 þúsund gærur á ári og ég geri ráð fyrir að það verði svipað núna, en við seld- um á síðasta ári um 200 þúsund gærur, fullunnið hráefni, þar af voru um helmingur ástralskar. Núna hugsum við aðallega að geta selt sem mest magn, og hafa kaupendurna sem dreifðasta um heiminn en áður fyrr þegar aðeins innanlandsmarkaður réði framboði var ekki spurn- ing hversu mikið þú gast selt heldur það var bara ákveðið magn til fyrir allt árið. Við rekum fyrirtækið á allt annan hátt í dag, þá meina ég hversu miklu magni við getum komið í geng um sútunina á sólarhring. Þetta eykur víðsýn- ina í rekstrinum." Hve margir vinna hér? „Um áramótin voru 80 að við hófum innflutninginn var bætt við fólki og getum við haft allt sútunarferlið í gangi í einu en áður flutrum við fólkið til eftir vinnsluferlinu. Þetta gefur mönnum þá sýn að það er hægt að gera meira. Gærur Að störfum í sútunarverksmiðju manns á launaskrá, og nú eru komnar vaktir á nokkrar af vélunum og á það eftir að aukast. Á tímabili voru hér starfsmenn 35 manns, en eftir eru seldar um allan heim og við eigum sútunarverksmiðju og það er okkar að nota hana" segir Birgir. TANNSMÍÐASTOFA HARÐAR Tannsmíðastofa Harðar er til húsa í kjallaranum í Birkihlíð 2. Þar ræður Hörður G. Ólafsson tannsmiður, lagasmiður og hljómlistamaður ríkjum. Hörð- ur setti upp tannsmíðastofu sína 1976 og hefur unnið við það fag síðan, auk þess að spila með ýmsum hljómsveitum. „Ég lærði tannsmíðarnar á árunum 1972 til 1975 en þá var skólinn til húsa í Landspítal- anum, " segir Hörður. „Ég var með gagnfræðipróf og fór beint inn í Tannsmíðaskóla íslands sem var sérdeild við tannlækna- deildina. Við unnum á sömu stofu og tannlæknar og vorum öll sumur í tannsmiðavinnu og námi. Það var ekki skrifaður stafur á prófí, þetta voru allt munnleg próf í fyrirlestrarformi, eins konar yfirheyrslur. Það var svo sem nóg að gera þessi ár, enda spilaði ég þá um hverja einustu helgi í þá daga." ,JÉg vinn í góðri samvinnu Hörður C. Ólafsson tannsmiður við tvo tannlækna hér á Króknum," segir Hörður.„Þetta er mikið föndur. Það er mjög mikil nákvæmnisvinna að smíða tennur. Það þarf allt að passa hundrað prósent og mótin verða að vera góð og vönduð. Nú stendur til hjá mér að endur- bæta aðstöðuna hér og koma upp betri vinnuaðstöðu og það verður verkefhi næstunnar ásamt að þjóna Skagfírðingum í tannsmíðum og ég er ekkert hættur í músikbransanum," bætir Hörður við. Nú síðustu rvö ár hefur Hörður starfað meira og minna einn sem tónlistarmaður og spil- að á hljómborð, en síðasta miss- eri hefur hann fengið til liðs við sig þau Ásdísi Guðmundsdóttur söngkonu og Hlyn Guðmunds- son gítarleikara, þegar um stærri samkvæmi er að ræða. staðan var gefa þróun sútun- arinnar góðan tíma til að vera tilbúin með góða vöru þegar markaðsetja ætti framleiðsluna. Þetta er sú meginlína sem við höfum fylgt, og fyrir ári síðan sett- um við vöruna á markað, og var veltan um 15 milljónir sem var í raun fyrsta starfsár Sjávarleðurs." Hvernig gengur að markaðs- setja? „Við erum að kynnast markaðnum, það er spurning hvaða vöru er best að fram- leiða fyrir mestu söluna. Við erum að framleiða vöru þar sem hráefnið er til staðar annars væri því hent, vistvæn framleiðsla í raun, sem líkist um margt slöngu- skinni sem er mjög vinsælt. Við höfum ekki sett mikla peninga í markaðssetningu ennþá því varan hefur selt sig mikið til af afspurn hing- að til. En síðasta ár kom ágætlega út að ég tel að við getum verið bjartsýn" segir Friðrik.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.