Einherji


Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 5

Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 5
FEBRUAR 1997 EINHERJI KÚNST-HANS & CRÉTA Sigrún Hrðnn Pálmadóttir i Kúnst Sigrún Hrönn Pálmadóttir hársnyrtimeistari, er mikil atorkukona. Hún rekur Hársnyrtistofuna Kúnst ásamt barnafataversluninni Hans og Grétu. Fyrir 6 árum keypti hún hús- næðið að Aðalgötu 9 og setti þar upp Hársnyrtistofuna Kúnst. Með Hrönn vinnur Hrefna Bjarnadóttir hársnyrti- meistari. Þær bjóða upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu ásamt Sebastían og SP hárvörum frá Wella. Hrönn setti upp barnafa- taverslunina Hans og Grétu í öðrum hluta hússins á Aðalgötunni haustið 1994. Kom fljótlega í ljós að hús- næðið var of lítið og hefur hún flutt verslunina að Kaup- vangstorgi 1, þar sem Verslunin Hegri var áður. I Hans og Grétu fást föt fyrir börn á aldrinum 0 -14 ára og flytur hún mestan hluta fata- aðarins inn sjálf frá Hollandi og Bretlandi, en þannig getur hún boðið upp á betra verð. Hrönn leggur mikið upp úr að vera með góðan fataað frá Amigo, Aribas og fleirum. EFNALAUC SAUÐÁRKROKS Cuðrún K. Kristófersdóttir I maí sl. urðu eigendaskipti að Efnalaug Sauðárkróks, þegar Guðrún K. Kristó- fersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson festu kaup á henni. Áður hafði Pétur Valde- marsson í Versluninni Hegra rekið Efnalaugina um árabil. Samhliða efhalauginni er rekið þvottahús. Þjónustusvæðið er fyrst og fremst Sauðárkrókur og nærsveitir einnig hefur talsvert borist af fatnaði frá Hvammstanga og Vestur- Húnavatassýslu. Á Hvamms- tanga annast Verslunin Mirra afgreiðsluna, en Vöruflutn- ingar Þóris á Blönduósi sjá um flutainginn. „Nokkrar endurbætur hafa átt sér stað á búnaði Efnalaug- arinnar að undanförnu," sagði Guðmundur þegar Einherji leit við í Efnalauginni á dögunum. „Fjármagnskostnaðurinn er mikill, en ég er þó bjartsýnn á reksturinn. Ég er í góðri stöðu sem „léttadrengur" hjá konu minni, hún sér um þvottinn og fatahreinsunina annars vinna þær tvær hérna og leggjum áherslu á góða vinnu og vand- aðan frágang. Ég sé hins vegar um bókhaldið, innkaup og annað smávegis í fritíma mínum. Yfir sumarmánuðina er talsvert meira að gera, þar sem Efnalaugin hefur séð um þvotta fyrir sumarhótelið Áningu." úr pallatima hjá Fríðu LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN HREYFINC Það er alltaf viss spenna sem hríslast um líkamann þegar maður kemur inn í líkamsrækt- arstöð og horfir yfir fullan salinn af fólki sem hamast í tækjum og tólum, þrammar á pöllunum eða stigur létt spor í fitubrennslutímum. Maður flýtir sér ósjálfrátt að fá að taka þátt, vera líka einn af þessum sem fer með betri lifssýn heim, mikla vellíðan og fullur af bjartsýni. Þetta á sannarlega við í Hreyfingu þar sem Elias Guð- mundsson og Lýður Skarp- héðinsson halda utan um rekst- urinn. Hreyfing hefur verið starfrækt síðan í september 1994 og kom fljótlega í ljós að húsnæðið var of lítið og eftir veturinn var það stækkað. Þeir félagar eru búnir að setja upp vel útbúinn tækjasal til styrktarþjálfunar og á efri hæðinni er eróbikk salur sem rúmar 30 manns, ljósabekkir og búningsaðstöður með heit- um pottum. Auk Lýðs sjá íþróttakennararnir Guðbjörg og Fríða um eróbikktímana. Mikil og góð aðsókn hefur verið í Hreyfingu í vetur og eru m.a. tvö fitubrennslunámskeið í gangi núna bæði hjá körlum og konum og er sérstaklega mikil aukning í karlatímana eftir áramót. Hreyfing er opin alla virka daga frá 10-22 og 16 á laugardögum og er boðið upp á barnapössun alla virka daga frá 17-20. Hreyfing rekur einnig ágætis verslun með íþróttafataað og skó í öllum helstu vöru- merkjunum einnig Moon- goose fjallahjól. í Hreyfingu er greinilegur metnaður í fyrirrúmi. Að sögn Lýðs og Elíasar eru fengnir gestakennarar, fyrirlesarar með fræðsluefhi auk all þess efnis sem þau gera sjálf til að fræða og innleiða betri lífsstíl Skagfirðinga, m.a. voru Lýður og Guðbjörg Finnsdóttir íþróttakennari við Stúdíó Ágústu og Hrafhs en hún hefur tvisvar verið kosin kennari ársins af fólkinu sem sækir stöðina, með fyrirlestur fyrir skömmu og var aðsókn góð. Þá hafa þau haldið sýningar og tvisvar hafa komið verðlaun á Krókinn eftir keppni í Freestile dönsum þar sem stelpurnar æfðu í Hreyfíngu. I m GM GÚMMÍMÓTUN Einherji náði tali af Sigur- jóni Jónssyni eiganda GM Gúmmímótunar en það fyrirtæki hefur að mottói sínu „Betri fætur - Betra h'f á mottum frá okkur." GM Gúmmímótun fram- leiðir mottur fyrir vinnustaði og einstaklinga s.s. útidyra- mottur, mottur í hesthús, í hestakerrur og gripaflutn- ingabíla, allskonar mottur í kerrur og pallbíla. Einnig framleiða þau aurhlífar á flestar gerðir bíla. Bryndís Kristmundsdóttir eiginkona Sigurjóns starfar í gúmmíinu flesta daga og Sigurjón í aukavinnu. „Vorið 1994 keyptum við þetta hús. Þá var farið að leita að einhverju til að starfrækja í því og þetta varð ofan á,"segir Sigurjón. Við keyptum þessi tæki úr Hveragerði haustið '94. Sigurjón Jónsson að störfum við gúmmimótun Hráefnið fáum við frá Hollandi, Þýskalandi og Danmörku þá er sett í vél sem mótar mottuna við hita og pressun. Framleiðslan hefur selst jafnóðum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna selur mottur frá okkur í sín frystihús. Bílanaust selur aurhlífar frá okkur ásamt fleiri fyrirtækjum. Sjálf höfum við selt mottur í hesthús eftir máli," segir Sigurjón að lokum.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.