Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 3

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 3
EINHERJI JUNI 1997 bardusa - verslunarminjasafn Gamla Pakkhús VSP á Hvammstanga hefur á síðustu tveimur árum gengist undir miklar endurbætur. Þar er nú rekið Verslunarminjasafn og einnig hefur þar aðset- ur Galleri Bardúsa sem sér um rekstur safnsins en húsið er í eigu Versl- unarminjasafnsins á Hvammstanga. I Safnað var stofnfé á meðal héraðsbúa og fyrir- tækja á svæðinu og einnig fengust styrkir úr opinberum sjóðum. Allt þetta fé hefur runnið í endurbætur á Pakkhúsinu sjálfu. Það hefur verið einangrað, sett í það rafmagn, hitaveita og annar nauðsynlegur bún- aður. Klæðning utan á hús- inu var líka endurnýju. Enn er þó ýmislegt óunnið eins og einangrun sökkuls, frágangur á lóð og betrum- bætur á lýsingu og efrihæð hússins og fl. I Gallerí Bardúsa er Hún- vetningum og fleirum að góðu kunn þar sem þetta félag handverksfólks í V- Hún. er elsta handverks- félagið á landinu, á sjöunda starfsári. Verslunin og mun- irnir sem þar eru á boð- stólum hafa að sögn um- sjónarmanna tekið miklum stakkaskiptum með árunum og auðsjáanlegt hversu mikilsvert það er að hafa verslun sem þessa á svæð- inu. Handverksfólki gefst þá kostur á að þróa sína vöru og finnur fljótlega hvort hún á upp á pall- borðið hjá viðskiptavin- unum eða ekki. Gallerí Bardúsa hefur ekki farið þá leið að leggja vömmar fyrir gæðanefnd og þannig boðið vömtegundir þar sem barns- legir eiginleikar handverks- fólksins fá að njóta sín. Telja aðstandendur verslunarin- nar að það hafi gefið góða raun og gefið fóki meiri möguleika á að þróa sig áfram. Gallerí Bardúsa býður upp á hefðbundnar ullar- vömr, glæsilega leirmuni, steinakarla, endumnninn pappír og margt fleira. Hvérslunarminjasafnið á Hvammstanga spratt upp úr 100 ára verslunarafmæli Hvammstanga og átti upp- haflega einungis að vera sumarsýning í fáeina mán- uði. Það kom þó fljótlega í ljós þvílíkur fjársjóður lag- erinn hans Sigurðar Davíðs- sonar er þar sem ótrúlegustu vömtegundir finnast. Rósol briiljantín, Lillu matarlimr, Gmno tóbak, ásamt bold- angi og svuntusirsi, bolla- stellum og Hvammtanga- kristal. Allt þetta má sjá í endurgerð Verslunar Sig- urðar Davíðssonar í Pakk- húsinu. Einnig em á safninu munir frá Verslun Sigurðar Pálmasonar og frá Kaup- félagi Vesmr- Húnvetninga og fl. Smiðjan hans Guð- mundar brúarsmiðs, safn gamalla muna frá Agli Ólafi Guðmundssyni á Hvamms- tanga, gamlar myndir úr héraðinu og margt fleira. Atvinnulífssýning í vestur Húnavatnssýslu Kolbeinn Þór Bragason Nú stendur yfír undlr- búningur Atvinnulífssýn- ingar sem fram fer á Hvammstanga dagana 28. og 29. júní næstkom- andi. Atvinnulífssýning- in er stærsta verkefnið á Björtum Nóttum segir Kolbeinn Þór Bragason framkvíemdastjóri Hagfél- ags Vestur Húnvetninga. „Hagfélagið kom inn í þennan einstaka lið Bjartra Nátta og höfum við unnið þetta í sameiningu Hag- félagið og Bjartar Næmr. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum út í sýningu sem þessa en í henni er obbinn af þeim fyrirtækjum sem starfandi eru í Vestur - Húnavatnsýslu. Mikill áhugi hefur verið meðal íbúa héraðsins varðandi sýning- una þar sem hún sýnir kannski í raun hvað atvinnulífið í sýslunni er fjölbreitt. Þarna verða land- búnaðarfyrirtæki, sjávarút- vegur, fjölbreitt handverk, gullsmíði, trésmíði, ferða- þjónusta, saumastofúr, þjón- usmfyrirtæki ýmiskonar og upplýsingamiðstöð ferða- mála svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kolbeinn Bragason. Sumarhátíðin Bjartar Nætur hófst um síðustu helgi með skemmtun og hlaðborði við Hamarsrétt á Vatnsnesi en þessi uppá- koma hefur öðlast fastan sess innan Bjartra Nátta sem nú var haldin í íjórða sinn. Hriitiirðingar skemmm síðan sýslungum og öðmm gestum síðastliðinn laugar- dag með kaffihlaðborði, lúðrablæstri og ljósmynda- sýningu í Tungubúð við Hrútatungurétt. BRAUÐCSffi)KÖKUGERÐIN EHF Bónusbrauð Kjarabrauð Lamba-frampartur - Súpukjöt og á grillið Bananar Agúrkur MS Hversdagsís 2 lítrar vanilla og súkkul. MS heimilis Sportstangir 10 stk. Kellogs Com Flakes 500 gr. Pampers Bleiur allar teg. WC Fis-papptr 12 rúllur kr. 99.- kr. 123.- kr. 359.- pr kg kr. 119.- kr. 89.- kr. 479.- kr, 242.- kr. 159.- kr. 799.- kr. 199.- Þú þarft ekki að leita langt eftir Idgu vöruverði. Vertu velkominn í KVH Hvammstanga Kaupfélag V-Húnvetninga

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.