Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 3

Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 3
JANÚAR 2002 EINHERJI 3 Stofnþing kjördæmissambands framsóknarmanna Stofnþing kjördæmissam- bands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi var haldið að Laugum í Dalasýslu 10. og 11. nóv. sl. Þingið var vel sótt og urðu þar góðar og gagnlegar umræður og ýtarlegar álykt- anir samþykktar. Á þinginu var kjörin 12 manna stjóm fyrir KFNV, en innan stjórnar starfar þriggja rnanna framkvæmdastjórn, sem fer með daglega stjóm sambandsins. Hana skipa, Magnús Ólafsson Húna- þingi, formaður, Ragna ívarsdóttir Snæfellsnesi, ritari og staðgengill for- manns og Kristjana Sigurð- ardóttir ísafirði, gjaldkeri. Þar sem fulltrúar í stjóminni eru búsettir mjög dreift í þessu stóra kjördæmi nota stjórnarmenn tölvutæknina rnikið til samskipta og hefur það reynst mjög vel. Ákveðið hefur verið að stefna að útgáfu á nýju blaði, sem dreift verður um allt kjördæmið, síðar á árinu. Þau ágætu blöð, sem fram- sóknarmenn hafa gefið út í kjördæminu verða hins vegar gefin út, eftir því sem henta þykir fyrir komandi sveitarstjómarkosningar. Á næstu vikum verða verkefni framsóknarfélaganna í hverju sveitarfélagi íyrir sig m.a. að undirbúa framboð fyrir sveitarstjórnarkosning- amar og stuðla að sem bestu gengi okkar fólks í þeim. Kjördæmisstjórn mun leggja þeim málum lið eftir því sem hægt er. Vegna stærðar kjör- dæmisins verða þau mál þó að meginþunga að hvfla á framsóknarfólki í hverju sveitarfélagi, enda er þarna verið að takast á um mál á heimavelli, sem heimamenn á hverjum stað þekkja best. Á þinginu á Laugum var hafin umræða um það á hvern hátt staðið skuli að uppröðun á lista framsókn- arflokksins í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Stjórnin er að vinna að þeim málum og verða tillögur lagðar fyrir næsta þing KFNV. Framsóknar- félög og einstakir flokks- menn geta sent stjórninni tillögur um á hvern hátt þeir telja best sé staðið að því verki og eru slíkar hug- myndir vel þegnar. Það er mikil hætta á því að sam- band kjósenda við þing- Jói kynnir nýjan eðaljeppa Ekki hefur Einherji verið þekktur fyrir að kynna nýjar árgerðir af bifreiðum, en í þessu blaði fannst blaðamanni kominn tími til, er hann hitti Jóhannes hjá Bíla- og búvélasölunni á Hvammstanga á förnum vegi þar sem hann var að prófa nýja jeppann frá Suzuki. Jóhannes er þessa dagana að kynna þennan nýja jeppa frá Suzukiumboðinu. Þetta er eðalvagn segir Jóhannes. „Þessi bíll er orðinn samkeppnisfær við stóru jeppana eins og Pajero, Toyota, Nissan og fl. Hann tekur sjö farþega og er 175 hestöfl, og hefur þvi nægan kraft. Það eru í honum lúxus sæti bæði fram í og aftur í og ég get staðið við það að bíllinn er afskaplega hentugur fyrir unga elskendur." Blaðamaður gægist betur aftur í bílinn. „ En hann er nú auglýstur sem fjölskyldubíll er það ekki Jóhannes,“ segir blaðamaður? „Jú, þetta verður auðvitað Qölskylda fyrir rest er það ekki,“ segir Jóhannes og er rokinn, því hann er að fara með bíl í Skagafjörðinn til bónda sem er að versla fyrir tekjuafgang síðasta árs. menn verði með öðrum hætti í nýjum og mjög stórum kjördæmum, en var meðan kjördæmin voru minni. Mikilvægt er að finna leiðir til þess að hafa þau tengsl eins góð og hægt er. Öllum er ljóst að starf í þessu nýja og stóra kjördæ- mi hefur ýmsa erfiðleika í för, en það eru líka mörg sóknarfæri f stöðunni. Mikil fólksfækkun hefur víða átt sér stað og allt of víða er ákveðin svartsýni í gangi. En með samstilltu átaki íbúa, félagssamtaka og fyrirtækja í kjördæminu er fjölmargt hægt að gera. Sem dæmi má nefna að sól Hóla í Hjaltadal var mjög fallandi fyrir nokkrum árum. Þá ákváðu Veiði- félögin í Húnaþingi að hafa forgöngu um að reisa þar seiðaeldisstöð, og í framhaldi af því samþykkti ríkisvaldið að byggja skólann upp á ný. Þar er nú öflug starfssemi og tókst með samstilltu átaki heimamanna og ríkis að breyta þar vöm í sókn. Höfuðstöðvar Byggða- stofnunar hafa verið fluttar á Sauðárkrók og getur sú stof- nun veitt mikilsverða aðstoð við uppbyggingu einstakra svæða og staða. Það er margt hægt að gera en heimamenn á hverjum stað þurfa að sýna ákveðið frumkvæði og vera óragir að halda hlut sinna byggða á lofti. Þannig þurfum við að vinna til þess að efla byggð í stóru kjördæmi, sem á rnikla möguleika ef rétt er að málum staðið. Magnús Ólafsson, fonn. KFNV Úr kvöldverðarliófi á kjördœmisþingi. Jón E. Friðriksson, Stefán Guðnuindsson og Unnur Scevarsdóttir

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.