Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Page 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Page 12
64 TÍMARIT V.F.Í. 19 37. ar rafmagnsnotkunar. Þetta er margfalt meira en Ljósafossstöðin gefur, 2x4000 kw, svo ekki er liægt að treysta á liana í þessu tilliti. Það er lieldur ekki rétt, að viðgerð taki sluttan tima; það tekur marga tíma að tæma pípuna, við- gerðin sjálf nokkurn tíma, og svo er eftir að fylla pípuna aflur. Æðin frá Þvottalaugunum er aðeins 17ö mm. Ef taka þarf stykki úr henni og setja annað í stað- inn, þá verður venjulega að stöðva dælurnar í allt að 12 tima, þótt allt gangi vel, og viðgerðartími yrði enn lengri, ef um 325 mm jjípn er að ræða. Þá verða ýmsar truflanir á bæjarkerfinu, ef stöðva þarf dælurnar. Vegna þess að Miðhærinn er miklu lægri en l. d. Skólavörðu- og Landakots- hæðirnar, myndi vatnið tæmast úr þeim húsum, sem liæsl liggja, og pipur og ofnar fyllasl af lofti, og myndi það valda miklum truflunum. Reynsla frá Þvottalaugunum sýnir, að það er ógerningur, að kenna fólki almennt að tæma loftið af miðslöðv- arkerfum eftir stöðvun, og hitaveitan yrði þá að liafa heilan hóp af mönnum, til þess að annast þetta, og þó myndi það taka langan tíma. Emil Jónsson benti á það, að ekki ætlu að vera tvöfaldar æðar í hverri götu, en það er sitt hvað að loka fvrir götu eða lieila horg. Þá kem ég að hitaveitunni frá Krísuvik. Emil Jónsson skýrði frá því á siðasta fundi, livernig hann hefði hugsað sér hana, og honum reiknaðist til, út frá liinni lauslegu kostnaðaráætl- un minni í Mbl., að spara mætti: Á einfaldri pípu ........................ 1.400.000 Með því að sleppa liúshiturum ........... 750.000 Með minni, ódýrari gevmum ............... . 135.000 Alls 2.285.000 Nú var, samkv. áætlun í Mhl. Iír.-veitan 2.225.000 kr. dýrari en Reykjaveitan, og ætti Krísuvik, sam- kvæmt þessu, að vera orðin 60.000 kr. ódýrari, en þá er eftir að taka ýmsa liði lil greina, og eru þessir þeir helztu: 1. Frárennsliskerfi með dælustöðvum, i stað hús- hitara. 2. Vatnsréttindi, boranir og safnleiðslur; á Reykj- um eru þessir liðir áætlaðir 600.000 kr. 3. Það er ekkert tillit tekið til þess, að leiðin frá Krisuvik er víða miklu erl’iðari og dýrari en leiðin frá Reykjum. 4. Reiknað er með einfaldri pípu frá Krisuvík, en tvöfaldri frá Reykjum. Ég ætla ekki að fara reikna út, hve miklu mun- ar, þegar þessir 4 liðii' hafa verið teknir lil greina, því öllum mun ljóst, að það munar miklu meir en 60.000 kr. Ég levfi mér hinsvegar að staðhæfa, að jafnvel með hinu háa hitastigi i Krísuvík, geti hún ekki keppt við Reyki. Þvi hefir verið lialdið fram í sumum tlaghlað- anna, að það sé algerlega óforsvaranlegt, að rann- saka ekki Krísuvík og Hengilinn og jafnvel að frek- ar liefði átt að hora á þeim stöðum, í stað Reykja. Hér vil ég endurtaka það, að þeim, sem því réðu, að byrjað var að hora á Reykjum, var það ljóst, að hæði Hengillinn og Krisuvík hlvtu að verða dýrari, vegna liinar miklu fjarlægðar. Lauslegir útreikningar okkar Emils Jónssonar sýna, að jafnvel þólt maður Iiugsi sér miklu hærri hita í Iírisuvík, en þar hefir nokkurn tíma verið mældnr, þá getur hún samt ekki keppt við Revki, og sýnir þetla glögglega, að rétl hefir verið ráðið á sínum tíma, þegar ákveðið var að hora á Revkj- um. Ég skal fúslega jála það, að mér myndi þykja það mjög svo æskilegt, lit frá vísindalegu sjónar- miði, að láta bora eftir gufu l. <1. í Krísuvík, þar eð slíkar boranir hafa aldrei verið gerðar hér á landi, en það lieyrir frekar undir ríkið en hæinn, að styrkja slíka vísindastarfsemi, þar sem sýnt er, að hærinn getur ekki að svo stöddu haft bein not af þeim horunum. Um ræðu Ben. Gröndal er ekki nema gott eill að segja. IJann telur valnsþörfina of ríflega áætlaða. Ég er ekki viss um, að jiella muni eins miklu og hann gerði ráð fyrir, en það var markmið okkar, að i jiessu væri fólgið nokkuð öryggi, því að við vild- um leggja mikla áherlu á það, að hin fyrsta, stóra virkjun reyndisl vel. Það er ýmislegt í samhandi við notkunina, sem getur orðið örðuvisi en áætlað cr, og vildum við vera öruggir um, að slikt kæmi ekki að sök. Það er mjög varlmgavert, að tefla á tæpasta vað með fyrstu virkjun. Ef fvrslu veturnir, sem veitan starfaði, yrðu kald- ir, gæli það orðið til þess, að menn fengju ótrú á öllu saman, og það tefði fyrir frekari fram- kvæmdum. Viðvíkjandi því, að óþarfi sé að reikna með 15° frosti, þá vil ég geta þess, að samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni, þá komsl frostið árið 1924 niður i h- 13,(5 _ 1027 — —h 14,0 _ 1931 — - h-15,6 _ 1935 _ _ h-13,6 árið 1918 komst frostið niður í h-20 lil h-30° í nær þriggja vikna tíma. Þetla síðasta er að vísu einstakt í sinni röð, en sýnir, að frostið getur orðið meira en 15°. Þá er annað alriði, en það er, að mesta hitaþörf er stundnm ekki samfara mesta frosti. Til dæmis

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.