Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1938, Síða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1938, Síða 3
Tím. V. F. í. 1938. 6. hefti. Greinargerð um áætlanir um veitur frá sogsvirkjuninni og yfirlit yfir þær Greinar{íerð þessi, nokkuð stytt, var flutt sem erindi á fundi V.F.Í. 26. jan. 1938. Heilið „rafveita" (eða rafmagnsveita) er nú orðið yfirleitt látið tákna fyrirtæki, sem framleið- ir eða aflar raforku og veitir henni og dreyfir til raforkunotenda eða kaupenda, og er þá heit- ið stundum jáfnframt látið ná yfir öll þau mann- virki, tekin í lieild, sem lil þessa eru gerð. En þau mannvirki eru svo aðallega greind í tvo hluta: raforkuverið eða orkuverið og raforkuveit- ur eða orkuveitur. Raforlawer, eða orkuver, nefnist einu nafni sá hluti mannvirkjanna, sem lil þess gagnar, að framleiða raforkuna. Raforkuveilur eða orkuveitur er sameiginlegt nafn á línum þeim (taugum, stólpum, einangr- urum o. s. frv.), sem raforkunni er veitt um, frá orlcuveri til liinna einstöku orlcunotenda, að með- töldum tillieyrandi spennistöðvum og tengistöðv- um. Raforkuveitum má skipta í tvær aðaltegundir: háspennuveitur og lágspennuveitur. Orku úr háspennuveitum er ekki liægt að nota lil almennrar heimilisnotkunar (ljósa, suðu, hit- unar o. s. frv.), eða til venjulegrar iðnaðarnotk- unar, nema lækka spennu hennar fyrst niður í hæfilega notkunarspennu (220 volt). Það er gerl í sérstökum svonefndum spennistöðvum. Frá þeim ganga lágspennuveiturnar til hinna einstöku notenda. Spenna háspennuveitna er mismunandi. Því meiri orku, sem leiða á eftir veitunum, og þvi lengri, sem veiturnar eru, þvi hærri spennu þarf yfirleitt að nota. Sogsvirkjunin er, eins og kunnugt er, fram- kvæmd samkvæmt sérstökum lögum frá 1933. Hún er í eigu Reykjavikurbæjar, en rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reikningshaldi. Mannvirki Sogsvirkjunarinnar eru orkuverið við Ljósafoss, háspennulína (60 kV) frá Sogi til Reykjavíkur og aðalspennistöðin á enda linunn- ar við Elliðaárnar. Orku er hægt að laka úr Sogsvirkjuninni á tveimur stöðum ,nefnilega úr orkuveri við Ljósa- foss og úr aðalspennistöð við Elliðaár. Úr aðal- spennistöðinni tekur Reykjavik þá orku, sem hún kaupir, með 6 kV spennu, og veilir henni með þeirri spennu um borgina. En auk þess er nú þeg- ar bæði í orkuveri og i aðalspennistöð settur sá útbúnaður, sem þarf til þess, að þaðan verði tek- in orka í orkuveitu um nálæg héruð. Er þá reikn- að með 20 lcV spennu á þeim veitum. Orkuveitusvæði Sogsvirkjunarinnar. Til þess að nægilega traustur fjárhagsgrundvöll- ur fáist fyrir orkuveitur, verður markaður fyrir orluma að vera i réttu lilutfalli við verð veiln- anna. Veitur um þéttbýli eru þvi yfirleitt fjár- hagslega betur settar en um strjálbýli. Rezt eru skilyrðin þar sem mikil notluin (margir notend- ur) eru á tiltölulega litlu svæði, — en hér á landi er það aðallega i bæjunum. Eðlilegast er því að leggja orkuveiturnar sem beinast frá orkuveri að bæjunum, cn á leiðum veitnana er hægt að taka orku úr þeim til notk- unar á einstökum sveitabæjum og annarsstaðar þar sem orkuþörfin er litil. Orkuveitusvæði Sogsvirkjunar takmarkast því eðlilega fyrst og fremst við héruð þau, sem liægl er að ná til frá veitum þeim, sem lagðar yrðu að kauptúnunum eða þéttbyggðum plássum. Hin helztu kauptún og héruð, sem liklegt má telja að fengið gætu aflið frá Sogi, eru: Austan- fjalls: Selfoss, Hveragerði, Eyrarbakki, Stokks- eyri og Vestmannaeyjar. Vestanfjalls, auk Reykja- víkur og Hafnarfjarðar: Sunnan Reykjavikur Reykjanesskagi, og i norðurátt Akranes og Rorg- arnes.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.