Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1943, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1943, Blaðsíða 5
Tím. V. F. 1. 1943. 1. hefli. Nýting jarðhitans. Erindi flull á fundi V. F. I. ]). 25. -l.-’43 af Steinþóri Sigurðssyni, niag. scient. Síðustu 10—15 árin hefir atliygli ínanna hér beinzt allnijög að jarðhitanum og notkun hans. Víða hefir járðhitinn verið virkjaður í smáum stíl og í Reykjavik liefir uin nokkur ár verið starfrækt hita- veita frá Þvottalaugunum. Enn sem komið er hefir jarðhiti hér eingöngu verið notaður til upphitunar eða suðu. Algengasla og elzla notkun hans mun vera lil upphitunar á sundlaugum, og til þeirra, ásamt upp- liitunar á gróðurhúsum, fer langsamlega mest þeirr- ar jarðhitaorku, sem enn er liagnýlt hcr. Notkun jarðhitans fer hraðvaxandi ár frá ári og með Hita- veilu Reykjavíkur, sem nú er í smíðum, verður stig- ið stórfellt spor i þessum efnum, því með henni verða hituð upp húsakynni um þriðjungs alls landsmanna. Nákvæmar tölur eru ekki til um vatns- eða gufu- magn allra lauga eða hvera á landinu, né um hita- stig þeirra. Verður þar að styðjast við ágizkanir. Hvgg ég að orka sú, sem hér felst i jarðhita þeim, sem fram kemur á yfirhorði landsins jafnist fylli- lega á við orku fossanna. Dreifing jarðhitans. Ef litið er á uppdrátt af Islandi og á honum merkt- ir allir þeir staðir þar sem jarðhita hefir orðið vart, er það áherandi, að liitans verður vart á vissum svæð- um. Almennt má segja, að svæði þessi séu dreifð um allt landið, el' austur- og suðausturland eru undan- skilin. Þar er læplega nokkra laug eða liver að finna. Annarstaðar á landinu gætir jarðhitans hér og þar. Innan livers jarðliitasvæðis eru ofl stór svæði, þar sem jarðhita verður ekki vart á yfirborði a. m. k. Próf. Sonder telur t. d. (i óprentaðri ritgerð) eitl jarðhitasvæði allt svæðið austan Ölfusár og Sogs og austur að eða austur fyrir Þjórsá og upp fyrir Gevsi. Annað svæði telur hann frá Hveragerði til Reykja- ness o. s. frv. Við skiptingu þessa er stuðst við eðli hveranna, sérstaklega lofttegundir sem í þeim eru. Landfræðilega séð virðist slik skipting einnig eiga rétt á sér. Væri t. d. tekinn fjöldi hvera pr. km- og þéttleiki hveranna eða lauganna settur á uppdrátt samkv. því, koma fram viss þéttleikasvæð. Takmörk svæðanna verða að sjálfsögðu ávallt óviss. Ef slilair uppdráttur væri gerður, en í stað fjölda hvera og lauga, væri sett orka í hverum og laugum, kæmi eitt- livað svipað fram, þótl uppdráttur sá yrði töluvert frábrugðinn hinum fyrri. Ilefir þetta ekki verið gert enn, svo mér sé kunnugt um, nema þá á vissum hlut- um landsins. Gerði ég liér ráð fyrir þvi, að orka væri tekin í hverum og laugum. Slíkur uppdráttur gæfi án efa mjög góða mynd af dreifingu jarðhitans, en þrátt fyrir það, eru miklar likur á því, að mikið af yfirborðshita, hefði ekki verið tekið með í reikning- inn. Ilér er vitað, að stór landsvæði eru til, sem hafa óeðlilega mikinn yfirhorðshita, þ. e. að útstreymi varma er yfir meðallag. Ennfremur er vitað, að all- viða í ám og vötnum er mikill jarðhiti, sem illt er að koma mælingu á. Sömuleiðis spretta víða upp i mýrum og undir hraunum heitar lindir, sem elcki ná alveg upp á yfirborðið, en renna neðanjarðar lang- ar leiðir og blandast smám saman köldu vfirborðs- vatni, svo þeirra gætir ekki á yfirborði. Nákvæm þekking á dreifingu jarðhitans hefir mjög mikla þýðingu við rannsóknir á eðli og uppruna hans. Hin misjafna dreifing hefir einnig mikla þýð- ingu fvrir virkjun jarðhitans. Bein noktun þess jarð- hita, sem nú er þekktur er bundinn við ákveðna staði og næstu svæði umhverfis þá. Enda þótt orka sú, sem felst í jarðhita þeim, sem nú er þekktur hér fullnægi margfaldlega orkuþörf okkar Islend- inga nú, þá þekki eg engar leiðir til þess að notfæra þá orku. Hitaveitur geta aðeins verið tiltölulega fáir kílómetrar að lengd. Einstakir sveitahæir geta aðeins leitt hitann nokkur hundruð metra. Stór svæði verða þannig á landinu, sem ekki geta bein- línis notfært sér jarðhitann. Breyting orkunnar i raf- magnsorku er lmgsanleg, og er þá dreifing hennar háð sömu vandkvæðum og dreifing orku þeirrar, sem fæst úr fallvötnum. En mikið af okkar orku-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.