Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 15
1— TlMARIT V.F.I. 1944 11 varpið, þann bakrennslishita, er hún teldi hæfileg- an fyrir þann dag, en hver húseigandi gæti svo bætt við eða dregið frá sina föstu leiðréttingu, er næini e. t. v. nokkrum gráðum, og stillt bakrennslishitann eí'tir því. Með þvi fyrirkoinulagi, sem nú tiðkast lief- ir það engan sparnað í för með sér að loka fyrir ehi- staka ofna, þar eð vatnið streymir þá aðeins þeim mun örar gegnum þá ofna, sem opnir standa. Hitakostnaðarskipting. Með þvi að nota einfalda uppgufunarmæla á alla ofna, eins og t. d. Calorius mælana, sem eru mjög útbreiddir i Danmörku, og sem góð reynsla hefir fengizt af hér á landi — má með þessu fyrirkomulagi gera hverjum einslökum hitaveitunotanda og jafn- vel leigjanda einstakra lierbergja fært að njóta til fulls þess sparnaðar, sem þeir óska að framkvæma. Reynsla sú, sem eg hefi fengið af slíkum mæla- kerfum hér á landi, bendir til þess, að menn fari mjög misjafnlega með hitann, þannig að hitanotkun er jafnvel helmingi meiri í einni ibúð, heldur en annari, þótt báðar séu nákvæmlega eins, aðeins vegna óhóflegrar eyðslu annarar fjölskyldunnar. Þar sem segja má, að liófsemi i hitanotkun sé mjög æskileg, bæði út frá fjárhagslegu og jafnvel ekki síður heilsufræðilegu sjónarmiði, þá virðist full ástæða til þess að vinda bráðan bug að þvi að lcoma innanhússkerfunum í það horf, að fólk taki upp eðlilega hófsemi í notkun Iiitans, en því er varla — samkvæmt reynslunni liægl að búasl við, fyrr en fólk nýtur sjálft að fullu þess sparnaðar, er það framkvæmir. Geislaofnar o. fl. Að endingu skal á það bent, að nauðsynlegt væri að rannsaka það gaumgæfilega, hvaða ofnstærðir henta bezt fyrir nýbyggingar, sem býggðar eru með hitaveitupphitun fyrir augum. Sjálfsagt virðist að nota mun stærri ofna heldur en mátulegir eru fyrir miðstöðvarkyndingu, þar eð mestur sá hiti, sem ekki nýtist í ofninum er tapað verðmæti, þegar um hita- veitu er að ræða, en þetta tapaða verðmæti verður þeim mun minna sem hitaflötur ofnsins er stærri. Með því að nota geislahita, og hyggja pípuslöng- nr inn í lofl eða veggi, eins og þelckist sums staðar erlendis, væri unnt að nota mjög lágan meðalhita, og nýta vel tiltölulega kalt vatn, en engu slcal um það spáð, hvort slik kerfi eiga hér framtíð fyrir böndum, því að margt keniur þar lil greina, er skipt- ir máli, svo sem stofnkostnaður, ending o. fl. Þvottur mataríláta. I sambandi við uppþvolt mataríláta með Iiita- veituvatni, slcal þess sérstaklega getið, að það er mjög æskilegt, að uppþvottavatnið sé ekki kaldara en 60 gráður, þvi að sé það kaldara, leysir það ekki upp filu, og verður uppþvotturinn því stórum erfið- ari. Þótt ekki væri nema af þessari ástæðu, er það mjög óhentugt að nota bakrennslisvatn til uppþvotta, nema það sé endurhitað, eins og verður í kerfi því, er áður var lýst. Að endurhita vatnið með rafmagni, eins og einu sinni mun hafa staðið til, tel eg óráð. Loks má nefna, að hitaveitan skapar sérstök skil- yrði fyrir notkun tiltölulega einfaldra uppþvotta- véla. Eru slíkar vélar nú i smíðum i Vélsmiðjunni Jötni h.f., og hefi eg sótl um einkaleyfi á þeim hér á landi, í Rretlandi og Bandaríkjunum. Hér á landi mun ekkert einkaleyfi hafa verið veitl innlendum uinsækjendum árum saman, og er ástand- ið í einkaleyfismálum vorum alveg óviðunandi, ef telja á að uppgötvanir og einkaleyfi eigi að vera þegnum og þjóðfélagi einhvers virði. Hér er þó ekki tækifæri til að ræða þetta mál. Of snemmt er að spá um það, hvernig uppþvotta- vélar þessar muni reynast, en ef að líkum lætur, þá munu þær verða til aukinna þæginda á mörgum lieimilum. Vélar þessar nota 10—15 vatnslítra á minútu og þvo upp 4—(i manna horðbúnað á 5 min- útuni eða jafnvel skemmri tíma. Hitaveituvatnið má loks nota lil fiskþvotta, fiskþurrkunar og heyþurrkunar og ýmissa ann- ara hluta. Sér í lagi má minnast á notkun heita valns- ins til baða. Útibaðstaðir. Þar sem heita vatnið er létlara en kalt vatn og alveg sérstaklega léttara en kaldur sjór, þá er á mjög ein- faldan liátt hægt að koma upp heitum útibaðstað á þann hátt að veita heita vatninu út i sjóinn, en liefta útbreiðslu þess með fljótandi olíuborinni striga- girðingu, er næði 1—2 metra niður í sjóinn. Yrði heita vatnið að leita undir þessa girðingu, til að sleppa burtu. Girðingunni væri lagt við stjóra, og liana mætti fljótlega taka upp, ef óveður færi i hönd. Girðingin stæði aðeins mjög lítið upp úr sjónum og yrði því ekki til neinna lýta. í ströndina mætti bera hví/an sand og ganga frá lienni á þokkalegan bátl. Með jiessu móti ætti að vera hægt að koma upp útihaðstað hér við Reykjavík, sem gæti orðið til héilsubóta og ánægju fyrir vel flesta bæjarbúa. Að sjálfsögðu yrði að koma fyrir hreinlegum bað- skýlum og lielzt veitingaskála við þessa baðströnd. Á hugmynd þessa liefi eg áður minnzt i einu dag- blaðanna, en engar uppástungur liafa komið um, livaða staður væri hcppilegur fyrir slíkan útibað- stað. I ii eru þó ýmsir staðir, sem komið gætu til mála, svo sfin (. d. Nputhólsvíkin eða syðri hluti Tjarnar-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.