Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 7
TIMARIT V. F. I. 1 !) 4 4
3
inni lekur holan að gul)ba þykkri leðjn, en bráð-
lega hreinsar hún sig og þeytir upp úr sér aur, vatni
og gufu með miklum gný. Að lokum stendur gufu-
strókurinn stöðugur upp úr holunni upp í á að
gizka 40 metra hæð - og með svo miklu afli, að
sterkur karlmaður lieldur ekki kústskafti inni í
stróknum fyrir þrýstingnum.
Er eg frétti um þessa borholu stakk eg upp á því
við Steinþór Sigurðsson og Pálma Hannesson rekt-
or, að við færum austur, til þess að athuga þessa
mestu borun, sem lil þessa liafði verið framkvæmd.
og fórum við Pálmi skörnmu síðar austur. Þar sem
engin mælitæki voru í sambandi við uppstreymið
úr þessari liolu varð gufumagn hennar og þrýst-
ingur ekki mældur, en eg áællaði gufuna ca. 5
tonn á klst. Jafnframt rann frá holunni sjóðandi
vatn er mældist vera 1 sekl. Auk þessa vatns Irarst
töluvert vatn upp í loftið með gufustróknum, er
varð ekki mælt. Gufa og valn úr holu þessari er
þegar að nokkru leyti notað til upphitunar gróður-
og ibúðarhúsa. Mælingar á liolu þessari munu ekki,
Gufuborunin að Reykjakoli.
Ljosm.: Pálmi Hanuesson,
þegar þella er rilað, iiafa verið framkvæmdar, og
hefir þetta dregizt lengur en æskilegt var.
Skömmu síðar en þetta var, ritaði eg grein í
Visi um hveravirkjanir og livalli mjög til þess, að
menn sameinuðust nú um að gera gangskör að því
að rannsaka virkjunarmöguleika gufuhvera. Sendi
eg grein þessa öllum bæjarfulllrúunum þ. 18. febrú-
ar ásamt svohljóðandi bréfi: „Hjálagt leyfi eg mér
að senda vður Vísi frá 11. febrúar s. 1., en i honum
birtist grein um virkjun gufuhvera til liita og raf-
magnsframleiðslu. Þætti mér vænt, ef þér vilduð
kvnna vður innihald greinar þessarar rækilega og laka
til athugunar,hvort ekki væri rétt,að Reykjavikurbær
gæfi því máli, sem þar um ræðir meiri gaum en
verið hefir lil þessa og láli hefja þær athuganir,
sem síðar kunna að verða mikilvægur undirbúning-
ur gagnlegra virkjana.“ Skömmu siðar var bréf
þetta lagt fram i bæjarráði og var samþykkt að beina
þeirri áskorun til þingm. Reykjavikur, að þeir beittu
sér fyrir því á Alþingi, að liafnar yrðu rannsóknir
á virkjunarmöguleikum gufuhvera i Ilengli. Þing-
mennirnir tóku nú málið upp, og gekk það við-
stöðulaust gegn um þingið, og var í marzbyrjun
samþvkkt svohljóðandi þingsályktunartillaga:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta,
í samvinnu við Reykjavíkurkaupstað, hið allra fyrsta
fram fara rannsókn á virkjun gufuhvera í Iiengl-
inum til hita- og rafmagnsframleiðslu. Skal semja
við Reykjavíkurkaupstað um skiptingu kostnaðar
við rannsóknir þessar milli ríkissjóðs og bæjarsjóðs
Reykjavikur, og heimilast að greiða nauðsynlegt fé
i þessu skyni úr ríkissjóði.“
Samliliða því, að þetla gerðist, átti rannsóknar-
ráð rikisins tal við okkur Benedikt Gröndal, verk-
fræðing, og óskaði eftir því, að við sendum sam-
eiginlega álitsgjörð um það, hvernig liaga bæri
nánari rannsóknum og framkvæmdum í sambandi
við gufuborauir og virlcjanir evstra. Mun ráðið, að svo
stöddu ekki liafa óskað að taka afstöðu til bréflegs til-
boðs, er Vélsmiðjan Jötunn h.f. liafði gert ráðinu þ.
18. febrúar um smiði jarðbors til borunar 12” víðra
hola og smíði aflvélar (gufutúrbinu) fyrir hina fyrstu
virkjun.
lillögur okkar Gröndals, dags. 2. marz þ á. gengu
nú lil rannsóknarráðsins, en þaðan til ríkisstjórnar-
innar og liggja þar enn og bíða úrlausnar.
Þess má e. t. v. geta hér, að árið 1936 mælti skipu-
lagsnefnd alvinnumála með þvi við fjárveitinga-
nefnd, að sett yrði sérstök upphæð á fjárlög til gufu-
borana og jarðhitarannsókna. Hafði nefndin í hönd-
um frá mér ýmsar upplýsingar og einnig tilboð i
mjög fullkominn jarðbor, er gat borað allt að þvi
50 cm víðar holur, 400 m djúpar. Bor þessi var sams-
konar og horar þeir, er notaðir voru i Ítalíu. Enginn
skriður komst þó á málið að þvi sinni.