Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 16
T 1 M A R IT V. F. I. 10 4 4
12
innar og má búasl við aíS minnst verði á þá niögu-
leika í blöðunum áður langt líður.
Saltvinnsla.
Um saltvinnslu hefir töluvert verið rilað á íslenzku.
Ritgerð birtist in. a. um bana í riti skipulagsnefndar
atvinnumála eftir Höskuld Baldvinsson, raffræðing.
Þá mun og Trausti Ólafssoji, efnafræðingur, liafa
eitthvað um hana ritað. Niðurstöðurnar munu liafa
verið á þá leið, að framleiðsla saltsins yrði ákaflega
hitafrekur iðnaður og ekki sérlega álitlegur.
Hér skal aðeins bent á það, að hugsanlegt er að
haga vinnslunni töluvert öðruvisi heldur en fyrir-
hugað hefir verið í þeim skrifum, er eg liefi rekizt
á um þetta efni.
Tilboð, er eg fékk árið 1940 frá Englandi í nýtízku
saltvinnslutæki, gert fyrir undirþrýsti eimingu, báru
það með sér, að slikt kerfi yrði ákaflega dýrt í stofn-
kostnaði. Frekari athuganir, er eg gerði, bentu til
þess, að ráðlegasl væri að liaga vinnslunni yfirleitt
þannig, að stofnkostnaður yrði sem allra minnstur,
þó að notagildið lækkaði þá jafnframt.
Út frá þessu sjónarmiði komst eg að þeirri niður-
stöðu, að æskilegast væri að sleppa við vatnshéldar
saltþrær. Er þelta hægt, með því að nota liallandi
land og klæða ])að eða skara með ódýrri hentugri
klæðningu á þann liátl að saltupplausnin geti runn-
ið niður hallann. Auk þess sem slík klæðning vrði
mun ódýrari heldur en vatnsþétt þró, þá myndi upp-
gufunin, vegna straumhraðans, hvirfilmyndunar og
aukinnar snertingar við loftið, verða miklu örai'i
heldur en venjulegri þró.
Neðan við hinn hallandi flöt væi-i safnskurður,
þar sem upplausnin væri geymd, þegar úrkomur
gengju, en ofan við þenna skurð gengi grunn ræsi,
cr leiddi burt þá úrkomu, er félli á flötinn, þannig
að Iiún rynni ekki saman við saltupplausnina. Vél-
knúin sjálfvirk tæki söfnuðu að lokum saltinu.
Ef fjallið vill ekki koma til Múhameðs.
Þá skal loks bcnt á það, sem fæstir munu bafa gert
sér ljóst, en það er, að mun hagkvæmara virðist í
mörgum tilfellum að veita sjónum upp að hverun-
um og jafnvel frá einum hvernum (il annars, Iield-
ur en hveravatni niður að sjónum, því að sjávar-
magnið, sem eymt skal, er mun minna lieldur en
hveravatnið, sem þarf til eymingarinnar. Sjóinn má
og leiða í óeinangruðum pípum og e. t. v. dæla hon-
um með ódýru rafmagni að næturlagi, þar sem liafa
þarf aftur á móti einangraðar ])ipur fyrir hvera-
vatnið.
Loks má nefna, að þar sem gufa er fyrir hendi eða
getur fengizt með borunum, þá er miklu bagkvæm-
ai-a að nota liana á staðnum til eimingarinnar lield-
ur en að breyta benni i vatn, sem þarf að flytja lang-
ar leiðir og sem kemur að mun lakari notum.
Út frá þessu sjónarmiði gæli það e. t. v. hugsazt
að dæla sjó að næturlagi upp i Hveragerði, Hengil eða
Krýsuvík. Ef þar væru gufurafstöðvar, er ekki þyrfti
að starfrækja nema að litlú leyti á næturnar, þá
mætti nota næturgufuna til saltframleiðslunnar. Hér
er ekki tími lil að fara frekar út í þessa sálma, en
fu 11 ástæða virðist lil þess, að rækilegar athuganir
og tilraunir verði framkvæmdar, bæði með lillili
til NaCl- og Magnesium-framleiðslu úr sjó.
Framleiðsla þurrmjólkur.
Til þess að vinna úr 1000 1/klt. af undanrennu,
myndi þurfa um 1300 kg/klt. af gufu. Ef þessi gufa
væri framleidd með kyndingu, væri samsvarandi
kolaeyðsla ea. 1(55 kg/klt. Með 300 daga starfstíma
á ári og 7 stunda vinnslu á dag, vrði því árlegur kynd-
ingarkostnaður ca. lcr. 14.000, ef reiknað er með
fyrirstríðsverði á kolum.
Útgjaldaliður þessi svarar þannig til vaxta og af-
borgana af ea. kr. 90.000.00, ef reiknað er með að
greiða kerfið niður á 10 árum.
t vfirliti, er eg gaf Mjólkursölunefnd dags. 23. okt.
1935 uin þurrmjólkurvinnslu kómst eg að þeirri nið-
urstöðu, að stofnkostnaður venjulégs kolakynts
eimingarkerfis með framangreindu afkasti yrði kr.
90.000.00 og árlegur reksturskostnaður kr. 47.500.00.
Samsvarandi kerfi bitað með jarðgufu, áætlaði eg
kosta kr. 100.000.00, en árlegan reksturskostnað þess
kr. 25.000.00. Framleiðsla mjólkurduftsins álti því
að geta orðið allt að því helmingi ódýrari með jarð-
gufu heldur en með kolakyndingu.
Frysting með jarðgufu.
Til eru svokölluð Absorbtions frystikerfi, sem
framleiða kulda á þann hált, að gufa er látin liita
upp ketil, sem inniheldur ammoniak uppleyst i
vatni. Við þelta streymir ammoniakið út úr vatninu
og yfir í kælinn, sem kældur er með köldu vatni og
þéttist ammoníakið þar. Frá kælinúm gengur það
síðan á venjulegan bátt að slillilokunum og kæli-
slöngunum, þar sem það gufar upp á ný og fram-
leiðir kulda. Frá kælislöngunum gengur ammoniak-
gufan nú i svokallaðan absorber, þar sem bún sam-
einast á ný hinni veiku upplausn og verður að sterkri
upplausn og er kæld á ný, en síðan er lienni loks dælt
lil baka gegn um millikæli iun í ketilinn, og getur
þá hringrásin hafizt á ný.
Kerfi eins og hér liefir verið nefnt, notar 850 kg
á ldt. af 100° lieitri gufu og 33 tonn af 10° heitu
vatni á klst., auk þess 8 hestöfl fyrir ammoni-
akdæluna og afkastar 200.000 bitaeiningum við mín-
us 5 gráður Celcius.
Kerfi ])essi er hægt að nola á sama hátt og önnur
frystivélakerfi, til kælingar geymsluhúsa, lil veuju-
legrar ísframleiðslu, eða þurrisframleiðslu eða til
hraðfrystingar á fiski, kjöti, grænmeti o. fl. Með