Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1944, Blaðsíða 18
14 TlMARIT. V.F.l. 19 44 eins með því móti má búast við, að framfarir hér á landi geli orðið cins örar og miklar, og efni standa til, vegna gæða landsins — til hagsældar og auðg- unar fyrir allt liið íslenzka þjóðfélag. Að loknum flutningi erindisins liófust umræður. Þorkell Þorkellsson lét í Ijósi ánægju sína yfir ])ví, liversu margvíslega möguleika fyrirlesarinn hefði bent á til notk- unar jarðhitans. Sagði liann, að árangur jarðborananna i Hveragerði hefði ekki komið sér á óvart. Þar hefði ein- mitt mátt búast við miklum jarðhita. Allmargir fundarmanna báru fram fyrirspurnir, er fyrir- lesarinn svaraði greiðlega. Eftirfarandi tillaga var siðan samþykkt i einu hljóði: „Fundur haldinn í V.F.Í. 12. apríl 1944 beinir þeim til- mælum til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um, að fé verði lagt fram til rannsókna á öflun jarðgufu og liagnýt- ingu hennar." Þar sem fyrirlesturinn snerti mjög hitaveitu Reykjavík- ur, en hitaveilustjóri, Helgi Sigurðsson, gat ekki mætt á fundinum sökum veikinda, þótti ritstjórn tímaritsins vel við eigandi, að gefa H. S. kost á að lesa fyrirlesturinn í hand- riti. Hefur H. S. sent tímaritinu eftirfarandi athugasemd: Athugasemd við grein G. H. Ritnefnd Tímarits V.F.Í. hefur sýnt mér ])á velvild að gefa mér kost á að lesa framanritaða grein Gísla Halldórs- sonar verkfræðings i handriti, ef vera kynni, að eg vildi gera einhverjar athugascmdir við hana með tillit til þess, sem þar er sagt um Hitaveitu Reykjavíkur. Greinin mun vera samhljóða fyrirlestri, sem höf. hélt ný- lega í V.F.Í., en eg var þá veikur og gat því ekki verið viðstaddur til andsvara. Eg skal strax taka það fram, að mér fannst sá kafli í grein G. H., sem fjallar um Hitaveitu Reykjavikur, svo ó- merkilegur, að eg hefði helzt kosið að láta honum ósvarað, en þar sen) ritnefnd Tímaritsins hefir auðsjáanlega þótt eilthvað bogið við greinina og húizt við andsvari af minni hálfu, skal eg þói fara um hana nokkrum orðum. Ilöf. gerir mikið úr þeim mikla mun, sem sé á notagildi 90° og 75° vatns. Hann hefur oftar en einu sinni ritað um þetta efni í dagblöðin, og hefi eg svarað honum þar. Eg læt mér því nægja að þessu sinni að benda á, að enn liefur G. H. ekki fundið réttan grundvöll fyrir þessa útreikninga sina. Ilann gleymir meðal annars að taka það með í reikning- inn, að vatnið á að notast í miðstöðvarkerfi, sem reiknað er út fyrir 20° kælingu, en þessi staðreynd hefir mikil áhrif á niðurstöðutölurnar og minnkar verulega muninn á notagild- inu. Hvað viðvíkur hitanum á Reykjavatninu kömnu i lnis i Reykjavík, þá vil eg benda höf. á, að Hitaveitan er ekki enn fullgerð, en þær athuganir, sem gerðar hafa verið á hitafallinu, benda til ])ess, að hitinn verði sá, semi reiknað var með. Ilöf. talar um að sementsbera pípurnar i stað þess að menjumála þær. Það hefði verið æskilegt, að hann hefði bent á ])etta fyrr, ef hann heldur, að það sé betra og hann ber jafnmikla umhyggju fyrir fjárhag bæjarins og hann vill vera láta. (i. H. virðist hafa séð það fyrir nokkrum árum í einhverj- um amerískum verðlisla yfir trépipur, að ]>ær væru ágætar fyrir heitt vatn og gufu. Hann tekur raunar ekki fram, hvort pípurnar hafi verið notaðar utan- eða innanhúss, sem ]>ó skiptir nokkru máli. En hvers vegna hefur hann ekki Iátið sér detta í hug í öll ])essi ár að nota sjálfur slíkar pípur, ef hann heldur þær taka öðrum pipum fram. Eg get ekki stillt mig um að benda á smáósamræmi í grein G. H. Fyrst reynir hann að gera sem mest úr því, hve þýðingarmikið það sé, að vatnið sé sem heitast, þegar það fer inn á ofnakerfið, en síðar i greininni liyggst hann að spara vatn með því að nota pípukerfi, sem hann hefir fund- ið upp, og sem verkar þannig, að baðvatnsgeymirinn er notaður til l)ess að kæla vatnið dálítið, áður en það fer inn á ofnana. Eg get tekið undir síðustu málsgreinarnar í grein Gísla Halldórssonar, en mér er nær að halda, að hann, sem oft getur fengið góðar hugmyndir, gerði stétt sinni og alþjóð meira gagn en ella, ef hann athugaði hugmyndir sinar ræki- lcgar, áður en hann lætur þær á þrykk út ganga. Helgi Sigurðsson. Vegna ]>ess, sem Helgi Sigurðsson segir i framanritaðri alhugasemd um ritstjórn tímarits þessa, að henni hafi „auð- sjáanlcga þótt eitthvað bogið við greinina og búizt við and- svari“ frá honum, skal það tekið fram, að ritstjórnin hefur hvergi látið ])að álit í ljós. Ritstjórnin. Ymsar athuganir og fréttir. Ritstjórn tímaritsins. Undanfarin tíu ár hefur Árni Pálsson átt mestan þátt i ritstjórn Tímarits Verkfræðingafélags íslands. Fyrstu þrjú árin (1934—’30) var hann einsamall ritstjóri þess, en undan- farin sjö ár (1937—’43) var hann formaður fimm manna ritstjórnarnefndar. Ilvíldi samt mestur hluti starfsiiis á honum. Var hann stöðugt ötull og áhugasamur uin tímaritið, að því gegndi vel í hvívetna, og vann hann fyrir ])að af alúð og ósérplægni á sama hátt og margoft fyrir félagið sjálft. En vegna anna, einkum vc'gna kennslu við verkfræði- deild Háskólans, sá hann sér ekki fært að lialda þessu starfi áfram nú um stund. Er inikil eftirsjón að Árna frá timarit- inu, og kann Verkfræðingafélagið honum hinar beztu l>akk- ir fyrir störf hans undanfarið, bæði fyir félagið sjálft og tímáritið. J. E. V. Virkjun borholu hjá Reykjakoti í Ölfusi. Um siðustu áramót var boruð 4 cm víð hola um 4 m vest- ur af nyrzta gróðurhúsinu hjá Reykj;ikoli í Ölfusi. Jarð- vegur var leirkenndur, liklega að mestu leyti sundursoðin klöpp. í 10—12 m dýpt var nokkuð harðara jarðlag. Mikið gufugos kom upp úr holunni úr 22 m dýpt. Ilafði holan ver- ið fóðruð niður undir harða lagið i 10 m dýpt. Brauzt vatn og gufa utan við fóðurpipuna og myndaðist mikið leir- og gufugos inni i gróðurhúsinu skannnt frá holunni. Hefur yfir- hitað valn að öllum líkindum hleytl upp jarðlögin undir húsinu, en áður mun hafa veriö þar veila i jarðlögunum, og þrýstingurinn að neðan að lokum þrýst leðjunni upp. Siðar myndaðist leirhver umhverfis horholuna, um 7 m djúpur og 5—(i ni að þvermáli. Brotnuðu bakkar hversins stöðugt, svo að góðurlnisunum i grenndinni stafaði hætta af.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.