Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1944, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1944, Blaðsíða 6
'I' 1 M A R I T V. F. i. 19 4 4 tugina aðcins virkjnn i Sogi lil greina fyrir almenn- ingsrafveitu. Stærri fallvötn eru eins og sakir standa nú, of kostnaðarsöm og ininni fallvötn geta eigi ann- að orkuþörfinni. Sé Jiins vegar aðeins um að ræða að anna afl- þörfinni, svo sem segja má að einkum hafi á skort veturinn 1943—’44 í Reykjavik, þá eru fleiri mögu- ieikar til. IJá gela sérstakar toppstöðvar komið til greina, en það eru tiltölulega aflmiklar stöðvar, sem ætlað er að starfa stuttan tíma í senn, og þá fvrst og fremst í samstarfi við grunnstöðvar, er starfa að staðaldri og anna mestum liluta orkuvinnslunn- ar. Einkenni toppstöðva er, að þær iiafa ódýrt afl, en grunnstöðvanna, að þær hafa ódýra orku. Rar sem svo mikið vélaafl er uppsell í Ljósafossi að ekki er öruggt að vatnsrennsli verði ávalll til nægjanlegt fvrir fleiri vélar, verður næsta skrefið til aukninga ný stöð annars staðar. Vaknar þá spurn- ingin: Er næsta skrefið ný virkjun í Sogi eða topp- stöð? og: Hvernig á sú toppstöð að vera? Á liún að vera ódýr kola- eða olíu-kvnnt eimvélastöð eða dis- ilstöð? eða er til valnsafl, sem starfrækja má í lopp- stöð með stöðvum við Sogið? Eru einnig til aðrar Jeiðir? Eftir reynslu erlendra stöðva er það oftast fyrst- nefnd stöð, eimvélastöð, sem hagfelldust verður, og í einstöku föllum dísilvélastöð. En auk þess hagar þannig til á orkuveitusvæði Sogsvirkjunar, að þar eru fallvötn, sem hafa skilyrði lil topprekstrar. Það er einkum Botnsá i Hvalfirði, sem þar kemur til greina. Fallhæðin er um 330 m. og vatnsuppistöðu má fá i llvalvatni, sem rúmað getur heils árs rennsli. Þá eru og víða hverasvæði á Suð-vesturlandi, sem horrannsóknir rikisins hafa sýnt, að komið gætu til virkjunar áður langl um líður. Hvernig verða virkjunarmöguleikar hveragufunnar? Allar þessar leiðir verður að athuga. II. SAMSTARF RAFSTÖÐVA. A. Virkjunaráætlanir í Sogi 1933. Áætlanir um virkjun Sogsins voru gerðar 1933, eftir undangengnar mælingar um nokkurra ára skeið. Vatnsrennslisathuganir höfðu sýnt að reikna mátti með 80 tenm. á sek. sem öruggu rennsli, og þar sem það hafði mælst óvenju jafnt, vár lalið að reikna mætti með þessu, sem öruggu meðal- rennsli ársins. Það hafði að visu verið athugað minnsta rennsli niður í 7(i tenm. i nokkra daga, en sökum góðra miðlunarskilyrða mátti telja víst, að hægt mundi vera að hagnýta nokkru meira rennsli.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.