Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Qupperneq 10
36
TÍMARIT V.P.I. 1949
hóla þá, er fallið hafa þar sem nú stendur bærinn að
Hóli. Er innar dregur, eykst halli landsins nokkuð
og malareyrar byrja nú meðfram ánni. Malarlagið er
þó fyrst, eins og áður segir, mjög þunnt, en fer síð-
an ört hækkandi inn dalsbotninn.
Áðurnefndir skriðuhólar við Hólstún virðast hafa
fallið í tvennu lagi með eilítið mismunandi stefnu.
Þeir fyrri stefna lítið eitt utar, og sem útvörður frá
þeim mun vera Álfhóll, er stendur einn sér niður
undir sjó. Þessir hólar hafa á sínum tíma fallið í sjó
fram og flætt yfir þá á allstóru svæði. Þeir síðari
hafa fallið þverara á f jörðinn og nær lokað þvert yfir.
Ekki verður sagt að svo komnu máli hvort þeir
hafa fallið í sjó fram og þá myndað nokkurt lón
innan við sig eður eigi. Hæð sandsins innan við hólana
og það, að ekki verður vart við leirlag milli sands
og malar svo áberandi sé, bendir þó eindregið til,
að skriðuhólarnir hafi fallið á leiru og lónmyndun
því lítil eða engin.
IJt fyrir þrengslin við hólana hefur Fjarðará ekki
borið möl eða sand svo verulegu nemi, og hefur því
lítið eða ekki lagt til uppfyllingar þar fyrir utan, eða í
leiruna í núverandi fjarðarbotni, annað en þann leir,
sem hún hlýtur að hafa borið til sjávar. Leirmagnið
í leirunni er all mismunandi, en mun þó að mestu
liggja á milli 3 til 8%. Þetta magn getur verið borið
fram af Fjarðará, Skútuá og öðrum þeim lækjum,
sem í fjarðarbotninn falla. Af þessu sést, að-fjarðar-
svæðið innan Sigluf jarðareyrar hefur áður verið all-
miklu stærra en það er nú, en síðan fyllzt smám sam-
an meir og meir.
Lengi framan af hefur uppfyllingunni miðað mjög
hægt áfram, og má ætla, að þá hafi útfallsstraum-
urinn borið nær jafnmikið efni út í djúpál fjarðarins
og alda og straumar báru inn með löndunum, og upp-
fylling í firðinum miklu jafnari en síðar varð. Nokkuð
hefur þó orðið eftir innst í firðinum, þar sem útfalls-
straumurinn náði sízt til að soga það út á dýpið, og
auk þess hefur framburðar árinnar gætt nokkuð
fyrst um sinn. Uppfylling þessi hefur smátt og smátt
hlaðizt upp í fulla hæð án verulegrar leirumyndunar,
líkt og á sér stað á Borgarsandi í Skagafirði og víðar.
Þannig hefur fyllt upp í dalinn og fjörðurinn sam-
tímis orðið grynnri og grynnri.
Leiran.
Hvenær leiran fyrir alvöru hefur byrjað að mynd-
ast er erfitt að segja. Ef til vill hefur það ekki skeð
fyrr en á allra síðustu tímum, eftir að fjara fjarðar-
botn'sins hafði því sem nær fengið núverandi lögun,
og er ekki ósennilegt, að skriða sú, er féll á Ráeyri
og orsakaði myndun Skútueyrar, eigi hér verulegan
hlut að máli.
Nú er eins og f jarðarbotninn geri tilraun til, í einu
stökki, að flytja sig alllangt út á við og nú sé að
myndast nýr fjarðarbotn laust utan við Skútueyri,
og þaðan þvert á f jörðinn yfir að ósum Hafnarlæksins.
Gamlir Siglfirðingar segja dýpi ört minnkandi á þessu
svæði. Jafnvel svo mjög, að skip hafi legið þar fyrir
30 árum, sem nú er 60 til 70 cm. dýpi um fjöru. Ætti
því hér að vera um að ræða 8 til 10 cm. grynningu
á ári hverju.
I höfninni innan við Siglufjarðareyri mun vera um
3 til 5 cm árlega grynningu að ræða, og við garð
þann, er gerður hefur verið á leirunni nær ósum Hafn-
arlæks, er um 5 cm hæðarmunur fyrir hvert ár, er
garðurinn hefur staðið. Þó er allstrangur útfalls-
straumur út með garðinum að sunnanverðu, og ber
þess engar menjar, að hlaðizt hafi meira upp með
garðinum að sunnan en á all breiðu svæði inn frá