Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 3
Tím. V.F.I. 1949. GEiMGEISLAR Eftir Þorbjörn Sigurgeirsson. Rannsóknir á geimgeislum eru nú vísindagrein, sem mikið kapp er lagt á meðal allra stærri þjóða. Or- sökin er ekki aðeins eðlileg forvitni vísindamann- anna og óskin um að færa út takmörk þekkingar- innar, heldur hafa stjórnarvöld þjóðanna einnig sýnt áhuga fyrir því, að þessum rannsóknum miði sem bezt áfram, og hvatt vísindamennina óspart við starf sitt, með því að bæta starfsskilyrði þeirra. Ástæðan er sú, að nú orðið hefur fengizt haldgóð reynsla fyr- ir því, að aukin þekking á sviði náttúruvísindanna færir ekki aðeins með sér þá andlegu ánægju, sem slíku fylgir, heldur fylgir henni einnig það, sem kalla mætti aukin veraldleg gæði. Okkur hættir til að gleyma því, að flest það, sem við köllum lífsþæg- indi og jafnvel lífsnauðsynjar, er til okkar komið vegna starfsemi nokkurra forvitinna manna, sem langaði til þess að skyggnast um á óþekktum slóð- um, þó venjulega einungis með það fyrir augum að auka þekkingu sína og annarra. Menn þessir hafa löngum átt við erfið kjör að búa og lítinn stuðning fengið af hálfu hins opinbera, til þess að koma hug- sjónum sínum í framkvæmd, en nú eru valdhafar þjóðanna farnir að sjá það betur og betur, að slík rannsóknarstarfsemi er enginn „lúxus", heldur er hún einn af vísustu vegunum til aukinna framfara og bættra lífskjara. Þróun geimgeislarannsóknanna er ágætt dæmi um hvernig ein vísindagrein verður til og þróast. Hún sýnir, hvernig nákvæm athugun á því, sem í fljótu bragði virðast vera smámunir, getur leitt af sér mikil- vægar uppgötvanir, og hvernig ný tæki opna fyrir mönnum áður óþekkta heima. Uppgötvun geimgeislanna. Skynjunarhæfileiki okkar er mjög takmarkaður. Öll vitneskja um umheiminn verður að koma til okk- ar í gegnum skilningarvitin, en það eru mörg fyrir- brigði í heiminum, sem alls ekki verka beint á skiln- ingarvit okkar. Þannig getum við t. d. ekki skynj- að útvarpsbylgjur beint, heldur fyrst eftir að þar til gerð tæki hafa breytt þeim í hljóðbylgjur. Eins <er það með geimgeislana, um þá getum við enga hugmynd fengið nema fyrir milligöngu tækja, sem breyta verkunum þeirra í áhrif, sem skynfæri okk- ar geta greint. Það tæki, sem varð til þess að geimgeislarnir voru uppgötvaðir, hefur lengi verið þekkt, eða frá því að menn fóru fyrir alvöru að rannsaka eiginleika raf- magnsins. Það er elektróskópið eða rafsjáin, sem sýnd er á 1. mynd. Þetta einfalda tæki gefur til kynna raf hleðsluna á einangraðri málmelektróðu með útslagi tveggja léttra gullblaða. Ef rafmagn streym- ir til eða frá elektróðunni verður þess vart við það að útslag blaðanna breytist, og má á þann hátt mæla mjög lítinn rafstraum. 1. mynd. Elektróskóp. Nú kom.það í ljós, að rafhleðsla, sem sett var á elektróðuna, streymdi alltaf frá henni, hversu vel sem hún var einangruð. Straumur þessi var að vísu mjög lítill, og í flestum tilfellum þurfti ekki að taka neitt tillit til hans þegar elektróskópið var notað, en þó var hann miklu meiri en eðlilegt virtist, þeg- ar gert var ráð fyrir þvi, að rafmagnið streymdi að- eins í gegnum einangrunarefnið. Nánari athugun leiddi líka í ljós, að rafstraumurinn fór ekki í gegn- um einangrunarefnið, heldur í gegnum loftið um- hverfis elektróðuna. Lengi vel gáfu menn leka þessum lítinn gaum og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.