Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 7
'ÍMARIT V.F.Í. 1949 81 af nýrri gerð, sem var nægilega næm til þess að sýna mesónubrautir. Auk venjulegra mesónubrauta fundu þeir einnig brautir, sem mjög líktust þeim, en gátu þó ekki verið eftir venjulegar mesónur. Dæmi um þetta er sýnt á 7. mynd. •TT 400 300 200 «1 100 M 7. mynd. (Yagoda.) Umbreyting 7r-mesónu i /j.-mesónu. liggja nærri mesónumassanum. Þó að neðri brautin byrji þar, sem hin efri endar, þá getur þó ekki verið hér um sömu ögnina að rcða, og heldur ekki sams kon. ar ögn. Þar sem efri ögnin stöðvast, sendir hún frá sér mesónu með miklum hraða, en það er því aðeins mögulegt, að massi agnarinnar sé stærri en mesónu- massinn. Agnir þessar voru nefndar 7r-mesónur til aðgreiningar frá þeim gömlu, sem nú voru nefndar /^-mesónur. Massi 7r-mesónanna er um 300 elektrónu- massar. Rafhleðsla þeirra er alltaf ein elektrónu- hleðsla, en getur verið hvort sem er pósitív eða ne- gatív. 7r-mesónur geta meðal annars myndazt við harðan árekstur milli tveggja atómkjarna, og þannig voru þær framleiddar nokkrum mánuðum eftir að þær fundust í geimgeislunum, eins og nánar verður skýrt frá síðar. Talning geimgeisla-agnanna. Agnir geimgeislanna má telja með Geiger-teljara á sama hátt og agnir kjarnageislanna. 8. mynd gefur hugmynd um hvernig slíkur teljari er gerður. Sjálft Geiger-rörið er sívalt málmrör með mjóum málm- þræði eftir miðjunni. í báða enda er því lokað loft- þétt með ebóníttöppum. Inni í rörinu er argon eða önnur lofttegund blönduð alkohólgufu. Þrýstingur- inn er venjulega aðeins um 10 cm Hg. Á milli rörs- ins og þráðarins er um 1000 volta spennumunur, þannig að rörið er negatívt. Ef hraðfleyg ögn fer í gegnum rörið og slær elektrónur út úr mólekúl- um loftsins innan í rörinu, þá leita elektrónurnar inn að þræðinum, en þar er rafsviðið svo sterkt, að elek- trónurnar fá nægan hraða til þess að slá út nýjar QEIGER-ROti MfiCIYARl i: o tooo V I TELJfiRI 8. mynd. Geiger-teljari með magnara. Brautin eftir endilangri myndinni ber öll einkenni mesónubrautar. Þar sem kornin liggja þéttar neðan- til á brautinni, hlýtur mesónan að hafa farið ofan frá og niður eftir, en neðst á myndinni fer hún út úr hinu ljósnæma lagi plötunnar. Brautin efst á mynd- inni svarar til þess að mesóna hafi komið inn í ljós- næma lagið, farið niður á við til vinstri og stöðv- azt. Þéttleiki kornanna sýnir að hreyfingin er nið- ur á við og einnig að massi agnarinnar hlýtur að elektrónur úr mólekúlum þeim, sem þær rekast á. Þannig f jölgar stöðugt elektrónunum, sem streyma til þráðarins, unz þær skipta þúsundum miljóna. Spennumunurinn milli rörs og þráðar hefur þá lækk- að og elektrónustraumurinn stöðvast. Spennukipp- irnir á þræðinum eru síðan styrktir í magnara og látnir reka teljara, sem sýnir hve margar agnir fara í gegnum rörið. Á þennan hátt má telja nokkur þús- und agnir á mínútu, ef á þarf að halda.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.