Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 15
TÍMARIT V.F.Í. 1949
89
skiptir af elektrónum, sem allar koma samtímis nið-
ur í gegnum gufuhvolfið, og að samanlögð orka
þeirra getur orðið milli 10ir’ og 10"; ev. Þetta verður
varla skýrt á annan hátt, en að öll þessi orka hafi
borizt inn í gufuhvolfið með einni einstakri geim-
geislaögn, þó að hér sé um ótrúlega mikla orku að
ræða. Samkvæmt afstæðiskenningunni ætti ögn með
þessa orku að vera 10.000 sinnum þyngri en úraníum-
atómið, hver svo sem ögnin annars er, og þó að úr-
aniumkjarninn breyttist algjörlega í orku, þá yrði
það aðeins Vioooo af þessu orkumagni. Miðað við
þessa gífurlegu orku, verður orka agna þeirra, sem
koma frá hinum stærstu kjarnakljúfum, alveg hverf-
andi, því að hún er um 10 miljón sinnum minni.
Að lokum skal hér gefin tafla yfir agnir þær, sem
vart hefur orðið í geimgeislunum.
H. TAFLA.
Agnir geimgeislanna.
ögn Rafhleðsla Massi Meðalævi Fur.din
Elektróna — 1 CO 1897
Pósitróna + 1 co 1932
Prótóna + 1837 co 1919
Nevtróna 0 1839 20 mín. 1932
7r-mesóna + 280 10^8 sek. 1947
7r-mesóna 4- 280 10~"8 sek. 1947
/i-mesóna + 210 2 • 10^6 sek. 1937
/x-mesóna H- 210 2 • ÍO-6 sek. 1937
Hér eru ekki taldir atómkjarnar þyngri en pró-
tónan, og heldur ekki gammakvöntu, sem ekki hafa
neinn kyrrstöðu-massa. Rafhleðsla agnanna, sem
taldar eru, er ein elektrónuhleðsla, pósitív eða nega-
tív eftir því sem merkið segir til um. Massinn í töfl-
unni er miðaður við elektrónumassann. Meðalævin
er miðuð við radíóaktvía umbreytingu agnarinnar án
þess að ytri áhrif verki truflandi. Síðasti dálkurinn
gefur ártalið þegar ögnin var uppgötvuð.
Það má allt að því fullyrða, að það eru fleiri gerð-
ir agna í geimgeislunum en hér eru taldar, og er
líklegt, að bráðlega verði aukið við töfluna. Einkum
er líklegt, að mesónur án rafhleðslu verði fundnar
í geimgeislunum, og einnig vonast menn hálft í
hvoru eftir að finna þar negatívar prótónur. Pró-
tónur þessar myndu haga sér gagnvart pósitívum pró-
tónum á tilsvarandi hátt, eins og pósitívar elektrón-
ur haga sér gagnvart þeim negatívu. Atómkjarn-
ar með negatívum prótónum gætu myndað atóm
með pósitívum elektrónum, en ef slík atóm kæmu
í snertingu með venjulegum atómum, þá myndi mass-
inn breytast algjörlega í orku, svo að þessar tvær
tegundir atóma gætu ekki komið fyrir hlið við hlið.
Geimgeislavísindin eiga ennþá mikið starf fyrir
höndum. Atburður eins og sá, sem sýndur er á 14.
mynd gefur nægilegt tilefni til mikilla bollalegginga.
Fyrir áhrif geimgeislanna hefur hér atómkjarni, að
líkindum silfurkjarni, sundrazt í að minnsta kosti
34 hlaðnar agnir, en ef vitað væri nákvæmlega um
allt, sem hér hefur gerzt, þá væri fengið svar við
mörgum af þeim spurningum, sem enn er ósvarað í
sambandi við geimgeislana.
Enn sem komið er má segja, að geimgeislarann-
sóknirnar séu hrein vísindi, og ennþá fara þær fram
fyrir opnum tjöldum. Geimgeislarnir gefa einstakt
tækifæri til þess að kynnast ýmsum fyrirbrigðum, sem
14. mynd. (Leprince-Ringuet.)
„Stjama", sem myndazt hefur
i ljósmyndaplötu í 4400 m. hæð.