Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1949, Blaðsíða 6
80 TlMARIT V.F.I. 1949 eru yfirleitt beinni og framkalla enga margföldun við að fara í gegnum blýplötur. Agnir þessar kom- ast merkilega óhindrað í gegnum þétt efni og geta jafnvel farið í gegnum marga tugi sentimetra af blýi án þess að víkja svo neinu nemi frá hinni beinu braut sinni. Af myndum, sem teknar hafa verið af brautum þessara agna í segulsviði, má draga þá á- lyktun, að hér sé um bæði pósitívar og negatívar agn- ir að ræða. Rafhleðslan svarar alltaf til einnar elek- trónuhleðslu, og massinn er um 200 sinnum stærri en elektrónumassinn. Agnir þessar eru kallaðar mes- ónur vegna þess að massi þeirra liggur á milli elek- trónumassans og prótónumassans. Þær urðu fyrst kunnar árið 1937, en þá sýndi Anderson, sá sami sem fann pósitrónuna, fram á að nokkrar þeirra geimgeislabrauta, sem hann hafði tekið myndir af, gátu hvorki tilheyrt elektrónum né prótónum. Massi agnanna, sem brautirnar voru eftir, hlaut að vera stærri en elektrónumassinn, en hins vegar minni en prótónumassinn. í stað þokuhylkisins má einnig nota aðra aðferð til þess að gera brautir geimgeislanna sjáanlegar. Ef alfa-ögn fer í gegnum ljósnæmu himnuna á venju- legri ljósmyndaplötu, þá kemur við framköllunina svört rák þar ,sem ögnin hefur farið. Rákin er að vísu mjög stutt og verður varla séð með berum aug- um, en með smásjá sést hún greinilega, og í gegn- um smásjána má taka stækkaðar myndir af henni. Hin ljósnæma himna ljósmyndaplötunnar er gerð úr örlitlum silfurbrómíðkornum, sem bundin eru sam- an af „gelatín"-himnu. Ef nægilega sterkt ljós skín á eitt af kornum þessum, þá verður það til þess að silfurbrómíðið redúserast við framköllunina og verð- ur að hreinu silfri, en það eru þessi silfurkorn, sem gera plötuna svarta. Þegar alfaögn fer í gegnum eitt af hinum ljósnæmu kornum hefur það sömu áhrif og ljós: kornið framkallast og verður að silfri. Alfa- ögnin skilur því eftir sig röð af svörtum silfurkorn- um þar, sem hún hefur farið. Beta-agnir framkalla engar brautir í venjulegum ljósmyndaplötum. Áhrif þeirra á hin ljósnæmu korn, sem þær fara í gegnum, eru of lítil til þess, að þau framkallist. Á síðustu árum hefur þó tækninni fleygt mjög fram, og nú eru til svo næmar plötur, að þær sýna einnig brautir beta-agna. I þessum plötum eru kornin miklu minni og liggja miklu þéttar en í venjulegum ljósmynda- plötum. Notkun ljósmyndaplatna til þess að gera geim- geislabrautirnar sýnilegar er tiltölulega ný, en þó hefur hún kastað miklu ljósi á eðli geimgeislanna og breytingar þær, sem þar eiga sér stað. Það, sem einkum gerir aðferð þessa verðmæta, er hve auðveid hún er. Þokuhylkið er flókið tæki, sem krefst mikill- ar vandvirkni og alúðar, ef það á að gefa góðar mynd- ir. Þar við bætist að ýms þeirra fyrirbrigða, sem eink- um eru athyglisverð í sambandi við geimgeislana, eru mjög sjaldgæf, svo að þau birtast aðeins á örlitlum hluta þeirra mynda, sem teknar eru. Einnig er rann- sókn geimgeislanna hátt uppi í gufuhvolfinu ákaf- lega mikilsverð, en þar er erfitt að koma þokuhylk- inu við. Ljósmyndaplatan bætir úr öllum þessum vandkvæðum. Hana má fara með upp á hátt fjall og láta hana liggja þar í nokkra mánuði. Þegar hún er sótt aftur og framkölluð sýnir hún brautir allra þeirra agna, sem á þessum tíma hafa farið í gegnum hana. Brautirnar eru síðan skoðaðar í smásjá og myndaðar eftir því sem þurfa þykir. Það sem eink- um er áberandi í slíkum plötum eru hina'r svokölluðu „stjörnur", en það eru margar brautir, sem allar ganga út frá sama punkti. ,,Stjörnur" eru mjög al- gengar í ljósmyndaplötum, sem legið hafa uppi á f jöllum í nokkra mánuði, einnig í plötum, sem sendar hafa verið upp í háloftin með loftbelgjum og svifið þar í nokkra klukkutíma, en í plötum, sem legið hafa niðri við sjávarmál, eru þær mjög sjaldgæfar. 6. mynd sýnir eina slíka „stjörnu" stækkaða um 700 • ¦¦'.».¦ *¦% '¦-', * ». k i ¦ - .* » r # m \ .'*..."% • .••*'¦¦ • x, \ * • * . iNí. * 1 . # ¦ i ¦ • * N i \ .* * • 1. * • s .* ,, • 1 .............' ¦.#......._.........*¦ ._.. V ¦ ¦.......... 1 i ¦ rons 6. mynd. (Yagoda.) Geimgeicla-,,stjarna" í ljósmyndaplötu. sinnum. Lýsingin er þannig að silfurkornin í plötunni koma fram sem lýsandi deplar. 6 brautir eru sjáan- legar, sem allar ganga út frá sama punktinum. Ut frá lengd brautanna og þéttleika kornanna má sja að hér er um að ræða eina alfa-ögn (helíumkjarna) og fimm prótónur (vetniskjarna). Hér hefur farið fram regluleg kjarnasprenging. Vegna einhverra ytri á- hrifa frá geimgeislunum hefur hér, að líkindum, köfn- unarefniskjarni splundrazt í smá parta, sem þjóta í allar áttir. Ljósmyndaplatan varð einnig til þess að uppgötv- uð var í geimgeislunum ennþá ein tegund agna árið 1947. Þá voru Powell og samverkamenn hans í Bret- landi að rannsaka geimgeisla með ljósmyndaplötu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.