Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Side 10
32
TlMARIT V.F.l. 1950
*
ALÞJOÐAORKUMALAKADSTEFIMAN
(World Power Conference)
STOFNUN ISLENZKKAR LANDSNEFNDAR.
Fjórða aðalráðstefnan í London 1950.
Tekið saman á skrifstofu raforkiunálastjóra fjTÍr íslenzku landsnefndina.
Stofnsetning og markmið.
I sambandi við brezku heimsveldissýninguna í London
1924 var haldin alþjóðaráðstefna, kölluð The First World
Power Conference, sem fjallaði um rannsóknir á orku-
lindum jarðarinnar og hagnýtingu þeirra. Frumkvæði
að þessari ráðstefnu átti skozkur maður, Daniel Nicol
Dunlop, sem gegndi löngu og rómuðu starfi í brezkum raf-
magnsiðnaði. Fyrir atbeina hans var ákveðið á lokafundi
ráðstefnunnar, þann 11. júlí 1924, að setja á stofn al-
þjóðasamband undir nafninu The World Power Con-
ference (skammstafað W.P.C.), er mynda skyldi tengsl
milli hinna ýmsu greina raforkuvinnslu og eldneytis-
vinnslu; milli sérfræðinga hvarvetna í heiminum; og
milli verkfræðinga annarsvegar og embættismanna, vís-
indamanna. og hagfræðinga hinsvegar.
Nafni sambandsins hefur á islenzku verið snúið í Al-
þjóðaorkumálaráðstefnan, skammstafað A.O.R.
Alþjóðaorkumálaráðstefnan hefur aðalbækistöð sína í
London, og Bretar hafa frá upphafi haft mestan veg
og vanda af starfsemi hennar. D. N. Dunlop var for-
maður framkvæmdaráðs ráðstefnunnar frá 1924 til dánar-
dægurs 1935, og brezkir menn hafa gegnt því starfi síðan.
1 lögum Alþjóðaorkumálaráðstefnunnar er markmið
hennar sett fram þannig:
„Markmið Alþjóðaorkumálaráðstefnunnar er að at-
huga, hvernig hagnýta megi orkulindir sérhvers lands
til eigin þarfa og alþjóðaþarfa — með þvi:
að athuga hagnýtanlegar orkulindir í hverju landi, fall-
vötn, kol, olíu og aðra orkugjafa;
að miðla reynslu um þróun tækni i landbúnaði, áveitu-
framkvæmdum og samgöngum á landi, í lofti og á
vatni;
að efna til ráðstefna verkfræðinga, eldneytissérfræðinga
og annarra sérfræðinga, og kunnáttumanna á sviði
vísindalegra og tæknilegra rannsókna;
að leita ráða þeirra aðila, er nota eldsneyti og orku, og
þeirra, er starfa að framleiðslu véla og tækja til orku-
vinnslu;
að efna til ráðstefna um tæknilega menntun í því
skyni að endurskoða kennslufyrirkomulag í ýmsum
löndum og athuga leiðir til endurbóta;
að ræða fjárhagsleg og þjóðhagsleg viðhorf iðnaðar, í
sérhverju landi og landa á milli;
að ræða um stofnun alþjóðaskrifstofu, er safni gögnum
og geri skýrslur um orkulindir jarðarinnar og miðli
upplýsingum í vísindum og tækni með milligöngu þar
til nefndra fulltrúa í hverju landi.“
Ráðstefnur.
Aðalverksvið A.O.R. hefur verið að efna til alþjóða-
ráðstefna um orkumál. Ráðstefnurnar eru með tvennu
móti: aðalráðstefnur (Plenary Meetings), sem fjalla
almennt um hagnýtingu orkulindanna, og aukaráðstefn-
ur (Secional Meetings), sem fjalla um ýms sérmál innan
ramma verksmiðs A.O.R.
Haldnar hafa verið fjórar aðalráðstefnur:
Fyrsta Alþjóðaorkumálaráðstefnan í London 1924. Ráð-
stefnan stóð yfir frá 1. til 11. júlí, og voru haldnir alls
40 fundir. Mættir voru yfir 40 fulltrúar frá 43 löndum.
Önnur Alþjóðaorkumálaráðstefnan í Berlín 1930, dag-
ana 15. til 25. júli. Á ráðstefnunni voru lagðar fram til
umræðna 392 skýrslur og ritgerðir, sem fjölluðu um
orkumálin frá öllum hliðum. Mættir voru 3.891 skrá-
settir fulltrúar frá 34 löndum.
l>riðja Alþjóðaorkumálaráðstcfnan í Washington 1936,
dagana 7. til 12. sept. Ritgerðir voru lagðar fram um
18 mismunandi viðfangsefni, og mættir voru nálægt 3000
fulltrúar frá 54 löndum.
Fjórða Alþjóðaorkumálaráðstefnan í London, dagana
10. til 15. júlí 1950. Viðfangsefni ráðstefnunnar var
„Orkulindir jarðarinnar og orkuvinnsla" (World Energy
Resources and Production of Power). Mættir voru 1.600
fulltrúar frá 52 löndum. Að þessari ráðstefnu verður
vikið nánar hér í lokin.
Aukaráðstefnur hafa verið haldnar á þeim stöðum og
með þeim viðfangsefnum sem hér segir:
Aukaráðstefnan í Basel 1926: Vatnsorkuvirkjanir og
fljótasiglingar o. fl.
EUlsneytisráðstefna í London 1928: Rekstur eldsneytis-
iðnaðar, meðhöndlun og nýting eldsneytis.
Aukaráðstefnan í Barcelona 1928: Bygging og rekst-
ur vatnsorkuvera.
Aukaráðstefnan í Tokíó 1929: Hagnýting orkulinda,
skipulegur samrekstur og fjárhagsleg stjórn raforku-
vera, orkuþörf til flutninga, betri nýting við orkuvinnslu.
Aukaráðstefnan í Skandinavíu 1933: Orkuþörf til stór-
iðju og flutninga á landi og sjó.
Efnaverkfræðiráðstefna í London 1936: Fyrsta alþjóða-
ráðstefnan um efnaverkfræði.
Aukaráðstefnan í Vín 1938: Orkuþörf til landbúnað-
ar, smáiðnaðar, heimiiisþarfa, útilýsingar og til járn-
brauta.
Eldsneytisráðstefna í Haag 1947: Vinnsla, dreifing og
hagnýting eldsneytis og orku.
Á ráðstefnunum eru ekki flutt framsöguerindi, en í