Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Page 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Page 11
TÍMARIT V.F.l. 1950 33 þess stað útbýtt prentuðum skýrslum og ritgerðum, sem flokkaðar eru niður og teknar til umræðna hver í sín- um flokki. Yfirlitsskýrslur eru samdar fyrir hvern flokk og þeim útbýtt á ráðstefnunum. Umfangsmikið rit er gefið út um hverja ráðstefnu. 1 þeim eru birtar allar skýrslur og ritgerðir, sem lagðar hafa verið fram, ásamt umræðum og yfirliti yfir annað, sem fram hefur farið hverju sinni. Landsnefndir, alþjóðaráð, aðalskrifstofa- 1 hverju þátttökulandi er mynduð landsnefnd, Natio- nal Committee of the W. P. C. Frjálst er að mynda landsnefndirnar á þann hátt, sem bezt þykir henta í hverju landi, en æskilegt er talið, að aðilar að nefnd- unum séu ríkisstofnanir, vísinda- og tæknistofnanir ,á- samt félagasamtökum og öðrum aðilum, sem starfa á sviði orkumála. Slíkar landsnefndir eru nú starfandi í 43 löndum, þar á meðal öllum Norðurlöndunum. Nú seinast hafa bætzt i hópinn Island og Israel, sem hlutu formlega upptöku í A.O.R. í júlí síðastliðnum. Framkvæmdastjórn A.O.R. er falin alþjóðaráði, the International Executive Council of the W.P.C., og til- nefnir hver landsnefnd einn eða fleiri fulltrúa í það. Hver nefnd hefur þó aðeins eitt atkvæði í ráðinu. Ráð- ið kemur vanalega saman einu sinni á ári. Það kýs sér formann og þrjá varaformenn. Formaðurinn er kos- inn þau ár, sem aðalráðstefna er haldin og situr til næstu aðalráðstefnu, og skal þá endurkjósa hann eða kjósa nýjan formann. Varaformenn eru kosnir til þriggja ára í senn og má endurkjósa þá, þó þannig að enginn varaformaður sitji lengur en sex ár í röð. Formaður alþjóðaráðsins ræður, að fengnu samþykki ráðsins, ritara þess (Secretary to the International Exe- cutive Council) og aðra starfsmenn, sem á þarf að halda. Aðalskrifstofa A.O.R. (Central Office) er staðsett i London, og veitir ritari alþjóðaráðsins henni forstöðu. Skrifstofukostnaðurinn er greiddur með árlegum fram- lögum frá landsnefndunum. Framlögin renna í sérstakan rekstrarsjóð, the Central Office Maintenance Fund, og hefur nefnd innan alþjóðaráðsins með höndum vörzlu hans og gerir tillögur um framlög hverrar landsdeildar til hans. Framlögin hafa verið lægst £15 og hæst £300. Alþjóðaráðið ákveður hvar og hvenær aðalráðstefnur skulu haldnar. Aðalráðstefna er haldin í boði landsnefnd- ar þess lands, sem ráðstefnan fer fram í, og annast lands- nefndin allan undirbúning og skipulag ráðstefnunnar í samráði við alþjóðaráðið og samvinnu við aðalskrifstof- una í London. I hvert sinn sem aðalþing er haldið, er út- nefndur heiðursforseti A.O.R. af nefnd þess lands, sem náðstefnan er haldin í. Aukaráðstefnur eru haldnar að frumkvæði landsnefnd- anna og í boði þeirra, en að tilskildu samþykki alþjóða- ráðsins. Halda má fleiri en eina slíka aukaráðstefnu á ®ama ári, ef þær fjalla ekki um sama efni og eru ekki haldnar í sama heimshluta. Skylt er að bjóða öllum landsnefndunum þátttöku í aukaráðstefnunum. Aðal- skrifstofan aðstoðar við undirbúning og skipulag þeirra. Hlutverk ráðstefnanna er fyrst og fremst að miðla þekkingu og auka viðkynningu sérfræðinga í ýmsum löndum. Ráðstefnurnar geta þó gert samþykktir, ef svo ^er undir. Samþykktirnar eru að loknum ráðstefnunum sendar öllum landsnefndunum til umsagnar, en alþjóða- ráðið ákveður, með hliðsjón af umsögnunum, hvaða ráð- stafanir skuli gera í tilefni samþykktanna og felur aðalskrifstofunni að annast þær ráðstafanir. Skipan stjörnar A.O.R. Stjórn A.O.R. er nú þannig skipuð: Heiðursforseti: Sir Harold Hartley (Bretlandi). Alþ jóðaráðið: Formaður: Sir Vincent de Ferranti (Bretland). Varaformcnn: Monsieur Ernest Mercier (Frakkland). Dr. Gano Dunn (Bandaríkin). Shri A. N. Khosla (Indland). Ritari: M. C. H. Gray. Sir Harold Hartley tók við formennsku i alþjóðaráð- inu við fráfall D. N. Dunlop 1935 og gegndi henni til f jórðu aðalráðstefnunnar nú í sumar, en baðst þá undan endurkosningu, og var kjörinn heiðursforseti af brezku landsnefndinni. Samvinna og tengsl við önnur alþjóðasamtök. Við hlið A.O.R. starfar alþjóðanefnd á sviði stíflubygg- inga, the International Commission on Large Dams of the W.P.C., sem mynduð var árið 1929 að frumkvæði ríkisstjórnar Frakklands. Þessi alþjóðanefnd saman- stendur af landsnefndum, sem vanalega eru undirdeildir innan landsnefnda A.O.R., en hún hefur sérstaka aðal- skrifstofu í París. Haldnar eru sérstakar ráðstefnur, Con- gresses on Large Dams. Þrjár slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar: sú fyrsta í Stokkhólmi 1933 í sambandi við aukaráðstefnu A.O.R. þar.önnur í Washington 1936 og sú þriðja í Stokkhólmi sumarið 1948. Alþjóðaorkumálaráðstefnan hefur lýst yfir þeirri stefnu að varast að þrengja sér inn á verksvið sam- taka, sem fyrir voru við stofnun hennar, og í anda þeirr- ar yfirlýsingar hefur hún átt samvinnu við önnur alþjóða- samtök, svo sem Conference Internationale des Grand Réseaux Electriques (C.I.G.R.E.), Union Internationale des Producteurs et Distributeurs d’Energie Electrique og The International Gas Union. Þessi samtök hafa stöð- ugt samband við aðalskrifstofu A.O.R., eiga samvinnu við hana um skýrslusöfnun, og samtökin senda fulltrúa hvert á annars ráðstefnur. Alþjóðaorkumálaráðstefnan hefur hlotið samstarfsvið- urkenningu (consultative status) bæði Efnahags- og fé- lagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna og Menningar og vís- indastofnunar þeirra (UNESCO). Árbók og „standardisering". Á aukaráðstefnunni í Basel 1926 var hafinn undirbún- ingur að útgáfu árbókar, er gæfi fullkomlega sambæri- legar skýrslur fyrir öll lönd um orkulindir og hagnýt- ingu þeirra. Eftir gaumgæfilegan undirbúning var fyrsta árbókin, the Statistical Year-book of the W.P.C. No. 1, gefin út í október 1936. Hún nær yfir árin 1933 og 1934. Árbók nr. 2 kom út 1937 og nær yfir árin 1934 og 1935. Árbók nr. 3 kom út 1938 og nær yfir árin 1935 og 1936. Á stríðsárunum féll útgáfa árbókarinnar niður, en árbók nr. 4 kom út í október 1948 og nær yfir árin 1936— 1946. Árbók nr. 5 er í undirbúningi og mun væntanlega koma út á árinu 1951. A.O.R. starfar ekki að ,,standardiseringu“, en hefur komið fram með tillögur í þeim efnum og beitt sér fyrir alþjóðasamvinnu um þau. Haustið 1936 gaf aðalskrif- stofan út yfirlitsrit, er nefnist: „A Survey of Present Organization of Standardization — National and Inter- national". Stofnun íslenzkrar landsnefndar. Við útgáfu ofangreindra árbóka nr. 1—4 fékk aðal-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.