Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1950, Qupperneq 14
60
TlMARIT V.F.I. 1950
laga hólk, sem smeygt var á endann á borstálunum.
Voru stjörnurnar í 4 stærðum 32, 33, 34 og 35 mm og
borstálin sexstrendar 7/8” stengur í 3, 6, 9 og 12 feta
lengdum. Borvélarnar voru með þrýstiloftsslíðurfæti (air-
leg), sem festur var á hjörum neðan í borvélina þann-
ig, að hann bar uppi borvélina og þrýsti henni að berg-
inu i senn. Voru þær byggðar fyrir vatnskælingu. Tæki
þessi komu ekki til landsins fyrr en í ágúst 1948, og
var byrjað á verkinu um miðjan september. Broomwade
loftþjappa (165 fetVmin) var notuð til þess að knýja
borvélarnar. Var gert ráð fyrir, að loftþjappan nægði
fyrir 2 borvélar í senn, en það reyndist þó ekki vera.
Til þess að flytja burt grjótið var notuð ýtuskófla TD9,
og reyndist hún ágætlega, því að bergið sprakk frekar
smátt vegna stuðlanna.
Aðstaða við hamarinn var þannig, að brött skriða
úr Amardalshálsi gengur alveg í sjó fram að vestan,
en austan við nær klettabelti mun lengra fram en skrið-
an vestan við, svo að stefna varð göngunum nokkuð á
ská. Flytja varð loftþjöppu og önnur áhöld fyrst í stað
nokkuð burt við hverja sprengingu, þar eð hvergi var
afdrep, en strax og göngin voru orðin 7 m löng, var
hægt að hafa þjöppuna til hliðar við opið.
Þar sem næsta vatnsból var í Arnardalsá, um 2 km
frá vinnustað, var í fyrstu gerð tilraun til að bora
án vatnskælingar. En því varð fljótlega hætt, vegna
þess að borarnir hitnuðu það mikið, að keilumyndaði
endinn á borstálunum brotnaði inni í borhólknum. Þessi
hitun á borunum stafaði af því, að borvélar þessar
voru mun hraðgengari en þær vélar, sem venjulega eru
notaðar hér. Varð þá að kæla borana með vatni og
sækja það á bílum í Amardalsá. Var kælivatnið haft
á þrýstiloftskút í sambandi við loftþjöppuna, og vatns-
notkunin var um 30 1 á hvem metra í borholu.
Þversniðið á göngunum var bogamyndað að ofan, og
er breiddin 5 m, en hæðin tæpir 5 m í miðju. Var fyrst
boraður fleygur fyrir miðju þversniðinu niðri við botn,
og hann sprengdur, og síðan borað í kringum fleyg-
inn, þar til búið var að fá fulla breidd og hæð. Sprengja
varð því þversniðið í mörgum áföngum, þar sem
engar tímastilltar kveikjur (interval-tændere) voru til.
Var þetta að sjálfsögðu mun seinlegra en ef hægt hefði
verið að bora allt þversniðið í einu og sprengja síðan
í einú lagi. Miðbik þversniðsins var borað af bílpalli, en
efri hlutinn af færanlegum verkpöllum úr timbri.
Boraðar voru 26—30 holur 2,7 m djúpar í hvert þver-
snið, og sprakk það um röska 2 m við hverja sprengingu.
Vinna með þessum borvélum krefst bæði æfingar og
lagni og er einnig heldur óþrifalegt og erfitt verk, þar
sem borað er lárétt og skolað með vatni við háan þrýst-
ing. Varð sá, sem boraði, að vera verjaður. 1 fyrstu
þurfti 2 menn við borvélina, en síðar skiptust 2 menn
á um að bora. Þegar verkamennimir höfðu vanizt bor-
unum, gekk sjálf borunin greiðlega eða 15—18 cm á
mínútu við 7 kg/cm! þrýsting, en þar sem bora varð
skáhallt á stuðlana, vildu flísar falla úr sprungum og
festa borana. Var oft afar seinlegt og erfitt að losa
þá aftur. Þrátt fyrir kælinguna á borunum, kom fram
þreyta í borstálunum, þannig að þau hrukku inni í
hólknum, og er varla vafi á, að heppilegra er, að bor-
inn sé smíðaður fastur í borstálið.
Sprengt var með Polar-Ammon-Gelignite (30%), og
var látið 1,1—1,5 kg i holu og haft 70—80 cm forhlað
úr votum sandi vöfðum í pappír. Sprengt var með raf-
magni og allar hvellhettur prófaðar, áður en sprengt
var. Engar sérstakar ráðstafanir þurfti aö gera til loft-
ræstingar, þar sem göngin voru stutt, en sprengt
var að jafnaði að kvöldi eða fyrir matar- og kaffihlé.
Þegar göngin voru orðin um 10 m löng, varð að víkka
þau á 9 m kafla upp í 6 m, svo að ýtuskóflan gæti
mokað grjótinu á bíl.
Vinna hófst ekki af fullum krafti fyrr en í lok sept-
ember, en í byrjun desember var verkinu lokið. Þar sem
snjóa tók og frjósa strax í byrjun okt., var ekki hægt
að liggja við í tjöldum. Varð því að flytja flesta verka-
mennina að og frá Isafirði kvölds og morgna, um 15
km leið, og var það að sjálfsögðu bæði dýrt og tímafrekt.
Þegar göngin voru fullgerð, höfðu verið sprengdir um
800 m3 af föstu bergi og notuð um 900 kg af sprengi-
efni, eða um það bil 1,1 kg á m3. Borvinnan varð 1,2 m
á m3 og meðalborhraðinn 3,2 m á klst, og eru þá með-
taldar allar tafir við flutning á verkpöllum, festingu á
borum o. þ. h.
Kostnaður varð alls um 80 þús. kr. eða 100 kr. á m3.
Verkstjóri var Charles Bjarnason, en flokksstjóri Pét-
ur Pálsson sprengingamaður, og unnu að jafnaði með
honum 4 menn.
Á Isafirði stóð nokkur styr um verk þetta og val
veglínunnar, en nú munu allir vera þar þeirrar skoð-
unar, að rétt leið hafi verið valin.
Sigurður Jóhannsson.
STBINDÓRSPRENT H.F.