Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Page 8
8 FIMMTUDAGUR I5.JANÚAR 2004
Fréttir DV
Seljahlíðin
rýmd vegna
snjóflóða-
hættu
Þótt veður sé tekið að
lægja á Vestfjörðum er enn
talin snjóflóðahætta á svæð-
inu. Samkvæmt upplýsing-
um frá Snjóflóðavakt Veður-
stofunnar var Seljalands-
hlíðin, eða reitur C, í Skut-
ulsfirði rýmd, en þar býr ein
fjölskylda í íbúðarhúsinu á
Seljalandi. Auk þess eru tvö
fyrirtæki til staðar á svæðinu
Netagerðin og Steiniðjan.
Snjóeftirlitsmönnum var
hleypt inn á svæðið um
miðjan dag í gær til að
kanna aðstæður en allt var
með kyrrum kjörum. Lög-
reglan á fsafirði segir að nú
sé fært á milli allra helstu
þéttbýlisstaða í kringum
bæinn. í fyrrinótt hinsvegar
voru nær allir vegir lokaðir,
m.a. Óshlíð, Súðavíkurhlíð
og Hnífsdalsvegur.
Búið er að opna veginn á
milli Suðureyrar og Flateyr-
ar en mikill skafrenningur
var á veginum og varla var
fært um veginn til Þingeyrar
af sömu sökum.
Borgin fyllist
af hrossaskít
Hrossatað flæðir nú yfir
alla staði sem hingað til hafa
verið nýttir undir hrossaskít
á vegum Sorpu.
Sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu hyggjast fram-
vegis innheimta sérstakt
gjald af hestaeigendum
vegna hrosstaðsins. Rætt er
um að gjaldið verði 1 króna
á hvert kíló af hrossataði.
Það svari til 3600 króna á
hvern hesteigenda á ári.
Samkvæmt yfirliti frá
Sorpu falla til um 29 þúsund
tonn af hrossaskít á ári á
höfuðborgarsvæðinu. Fram-
vegis á að reyna setja
íblöndunarefni á borð við
timburspæni í taðið til að
flýta niðurbroti þess. Síðan
á að nota skítinn sem yfir-
borðsefni á urðunarstöðum
Sorpu.
Það liggur á að jafna lífeyris-
rétt fólks á almenna vinnu-
markaðnum við opinbera
starfs-
Hvað liggur á
menn,
þó við teygjum okkur aldrei
eins langt og æðstu ráða-
menn. Það
væri líka
gaman ef
allirgætu
orðið rithöf-
undar í ell-
inni, þó það
sé bara út-
ópia. Svo
Gunnar Páll berjumst
Pálsson, fram- v/ð fyrjr þvj
kvæmdastjóri Verzl- að //f/ð sé á
unarmannafélags 5tQrfsfm
Reykiavikur
sem mann-
eskjur en ekki sem vélar. Þetta
er hluti afþví að sporna gegn
félagslegum og sálrænum
sjúkdómum, sem verður far-
aldur þessarar aldar. Hraðinn
og álagið í vinnu er að aukast
og þetta veldur því að fólk
deyryngra og lifir verr.
Fjögur hundruð fulltrúar starfsmanna Landspítalans funda í dag um niðurskurð-
inn, og segja ábyrgðina liggja hjá stjórnmálamönnum. Fjöldi mótmælabréfa hefur
borist stjórn spítalans en formaður hennar segir stöðuna óbreytta. Endanlegar
ákvarðanir um niðurskurð verða kynntar á næstu dögum.
Fatlaðir mótmæla Formaður Sjálfsbjargar segir góða endurhæfingu það mikilvægasta sem fólk með skerta starforku þarf.
„Okkur hafa borist athugasemdir frá þeim fjöl-
mörgu sem niðurskurðurinn snertir, sem eðlilegt er.
Þetta er döpur staða og við reynum að milda áhrifin
eins og hægt er‘‘, segir Pálmi Ragnar Páfmason, ný-
skipaður formaður stjórnarnefndar Landspítalans.
Framkvæmdastjórn spítalans kynnti nefndinni nið-
urskurðartillögur sínar í gær. Fyrir fundinum lágu
fjölmörg mótmælabréf og áskoranir vegna hug-
mynda um niðurskurð á Neyðarmóttöku vegna
nauðgana, lokun heimils geðsjúkra á Kjalarnesi og
Endurhæfingardeild fjölfadaðra og krabbameins-
sjúkra f Kópavogi. Stjórnarnefndin er pólitískt skip-
uð, og þar eru ennfremur fulltrúar starfsmanna.
Nefndin hefur ekki beint vald til að hafna þeim nið-
urskurðartillögum sem koma frá framkvæmda-
stjórninni.
Ekkert komið fram sem breytir stöðunni
„Ef það er eitthvað þarna sem okkur finnst að
eigi að taka öðruvísi á, þá segjum við það, og ég
ímynda mér að framkvæmdastjórnin fari eftir því.
En ég sé ekkert sem fram hefur komið sem gæti
breytt stöðunni, því miður“, segir Pálmi.
Búist er við að nákvæmar tillögur um niðurskurð
verði komnar á borðið um og eftir næstu helgi, og
endanlega gengið frá málum fyrir mánaðarmót og
uppsagnarbréf allt að 200 starfsmanna send út fyrir
þann tíma.
Fatlaðir mótmæla
Fulltrúar Neyðarmóttöku og Endurhæfingar-
deildarinnar í Kópavogi segja að áratuga starfi verði
kastað fyrir róða ef niðurskurðartillögurnar ganga
eftir.
„Við mótmælum harðlega öllum niðurskurði í
endurhæfingu, enda það mikilvægasta sem fólk
„Efþað er eitthvað þarna sem
okkur fínnst að eigi að taka
öðruvísi á, þá segjum við það.
En ég sé ekkert sem fram hefur
komið sem gæti breytt stöð-
unni, því miður"
Fleiri á göngunum Margir óttast að þjónusta skerðist veru-
lega og starfsemi spítalans verði unnið óbætanlegt tjón.
með skerta starforku þarf á að halda“, segir Arnór
Pétursson, formaður Sjálfsbjargar.
„Þó að þjónustan sé færð annað er vitað að á
svona stöðum safnast upp mikil þekking. Þegar sam-
starfshópur tvístrast, sumum sagt upp en aðrir færð-
ir til í starfi, er mikil hætta á að sú þekking glatist,
hún verður ekki sköpuð á einni nóttu á nýjum stað“.
Má ekki kyrkja stofnunina
„Það er auðvitað dapurt ef það gerist og það er
markmið spítalans að komast hjá því með því að
setja þjónustuna í annað form á öðrum stað eins og
hægt er. Það er ekki verið að ræða um að leggja nið-
ur neina þjónustu. Það má ekki kyrkja stofnunina",
segir Pálmi.
Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknir Neyðarmóttöku
vegna nauðgana, sem hefiir verið sagt upp störfum,
vill ekki tjá sig um áhrif nýjustu hugmynda um nið-
urskurð á móttökunni.
„Við skulum sjá hver endanleg niðurstaða verð-
ur“, segir Guðrún.
Vandinn er pólitískur
I dag verður haldinn sameiginlegur fundur
starfsmannaráðs Landspítalans með trúnaðar-
mönnum allra stéttarfélaga innan Landspítalans,
sem eru hátt í fjögur hundruð talsins.
„Þarna er um að ræða skerðingu á þjónustu sem
snertir alla landsmenn", segir Einar Oddsson, for-
maður starfsmannaráðsins.
„Það er skoðun starfsmannaráðsins að hér sé um
pólitískan vanda að ræða. Okkar gagnrýni beinist
ekki gegn stjórnendum spítalans. Að sjálfsögðu þarf
að sýna aðhald í rekstri, en þessi niðurskurður í fjár-
veitingum er svo miklu meira en það“.
brynja@dv.is
„Okkur hafa borist athuga-
semdir frá þeim fjölmörgu
sem niðurskurðurinn snertir,
sem eðlilegt er. Þetta er döpur
staða og við reynum að milda
áhrifin eins og hægt er"
Mótmælabréf Fjöldi bréfa þar sem niðurskurðinum er mót-
mælt hafa borist spitalanum.
Legið yfir niðurskurðartiilögum Framkvæmdastjórn Landspitalans kynnti stjórninni igær tillögursinar um hvarskera beri
niður.