Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 15
Trúnaðarmenn
á streitu-
námskeið
Helmingur trúnaðar-
manna í Verslunarmannafé-
lagi Reykjavík-
ur fer á streitu-
námskeið í vik-
unni. Streita er
stórt vandamál
á mörgum
vinnustöðum og er talið að
með því að upplýsa trúnað-
armenn um streitutengd
vandamál og áhrif þeirra á
heilsuna megi bregðast við
meininu. Þeir munu sitja
daglangt á skólabekk í
Streituskólanum og læra um
streituvandann af Ólafi Þór
Ævarssyni geðlækni og Stein-
unni I. Stefánsdóttur, við-
skiptasálfræðingi og streitu-
fræðingi.
Rannsókn
á dauða
Rannsókn er hafin á
dauða Harolds Shipman,
læknis og eins ill-
ræmdasta fjöldamorð-
ingja Bretlands, en
hann svipti sig lífl í
fangaklefa sínum í
fyrradag. Shipman,
sem var 57 ára, var
dæmdur í fimmtánfalt
lífstíðarfangelsi árið 2000 fyr-
ir morð á 15 sjúklingum en
talið er að hann hafi myrt að
minnsta kosti 215 manns.
Umboðsmaður fangelsis-
mála annast rannsóknina og
mun hann meðal annars
kanna hvort Shipman hafi
sýnt merki um að hann
hygðist svipta sig h'fi og hvort
vinnubrögð f fangelsinu hafi
verið reglum samkvæmt.
84 ára í sex
ára bekk
Skólabörnin í Eldoret í
Kenía fengu nýjan skólafé-
laga á dögunum þegar
Kimani Murage, 84
ára, byrjaði í sex ára
bekk. Murage, sem á
30 barnabörn, ákvað
að nýta sér tilboð
stjórnvalda um
ókeypis grunnskóla-
kennslu og láta loks
verða af því að læra að
Skólastjórinn, Jane
Obinchu, taldi Murage vera
að grfnast þegar hann sótti
um skólavist. „Ég varð
mjög undrandi þegar hann
mætti - og það í skólabún-
ingi,“ sagði Obinchu. Ekki
fer sögum af hvernig
öldungnum sækist námið
en Murage á sér þann
draum að verða dýralæknir.
lesa.
Valgerður Kristjánsdóttir á Suðureyri bjargaðist með dóttur sinni úr eldi í timbur-
húsi vegna þess að hún vaknaði upp úr þurru um miðja nóttina. Logandi bál
reyndist vera á hæðinni fyrir neðan. Liðsauki frá ísafirði sneri við vegna snjóflóðs.
„Ég tók dóttur
mína og gsm
símann og
hljóp beint út á
götu í illviðrið,
berfætt og í
náttfötunum"
„Ég vaknaði við góðan mann eins og maður
segir um góðar vættir," segir Valgerður Kristjáns-
dóttir á Suðureyri, sem hljóp út úr logandi heim-
ili sínu í fyrrinótt. Valgerður vaknaði klukkan
þrjú um nóttina upp úr þurru. Hún varð ekki vör
við eldinn í stofunni á hæðinni fyrir neðan, né
reykinn sem lagði af. Vonskuveður var á Suður-
eyri þessa nótt og víða hættuástand vegna snjó-
flóða. Vegna illviðrisins ákvað Valgerður að 11
ára dóttir hennar svæfi upp í hjá henni á efstu
hæðinni. Það reyndist lán mæðgnanna, því ann-
ars hefði dóttirin sofið í reykjarkófi.
Á náttfötum í snjónum
„Þegar ég kom niður sá ég að þar var eldur og
reykur. Ég tók dóttur mína og gsm símann og
hljóp beint út á götu í illviðrið, berfætt og í nátt-
fötunum," segir Valgerður. Úti var snjóstormur,
en hún þurfti ekki að leita langt með dótturina.
„Ég bankaði upp á hjá vinafólki okkar hinum
megin við götuna. Svona er þetta í litlu bæjun-
um, maður þarf ekki að leita lengi eftir skjóli, hér
þekkja allir alla.“
Strax var farið í að hringja út og vekja þá Suð-
ureyringa sem skráðir eru í slökkvilið bæjarins.
Auk þess var liðsauki kallaður út frá ísafirði.
Slökkviliðsmenn á tveimur björgunarsveitar-
jeppum fóru gegnum Vestfjarðagöngin með tíu
mínútna millibili. Sá seinni varð að snúa frá, því
snjóflóð hafði fallið við gangnamunnann í Súg-
andafirði. Það tók undir hálftíma að slökkva eld-
inn, sem enn var einangraður f stofunni.
Býr ítimburhúsi
Valgerður er mjög virk í félagslífinu á Suður-
eyri. Hún heldur úti vefnum Sudureyri.is, kemur
að rekstri fiskmarkaðar Suðurnesja í bænum og
er stuðningsfulltrúi í skólanum. Fjöldi Suðureyr-
inga hefur boðið henni að dveljast á heimili sínu
og henni hefur einnig verið boðin aðstaða á
gistiheimilinu í bænum. Valgerður kvíðir fyrir
því að koma heim aftur, en þar er varla neitt
heilt.
Sveinn Þorbjörnsson, slökkviliðsmaður á ísa-
firði, segir Valgerði hafa verið lánsama. „Það
telst mikil heppni að hún vaknaði á þessum
Suöureyri Annar tveggja blla slökkviliðsins á Isafirði komst
ekki til Suðureyrar vegna snjóflóðs við Vestfjarðagöngin.
tíma. Hún býr í timburhúsi og f þeim er eldurinn
vanalega mjög fljótur að breiðast út,“ segir hann.
jontrausti@dv.is
Mæðgurnar hólpnar Valgerður Kristjánsdóttir og dóttir hennar, Eydís Sævarsdóttir, 11 ára, Mátti litlu muna Slökkviliðsmenn telja það mikla mildi að Valgerður vaknaði og gat kallað
sváfu I sama herbergi út afillviðri. Eldur á heimili þeirra náði ekki I herbergið og þær sluppu út. eftir aðstoð enda timbúrhús eins og það sem hún og dóttir hennar býr I fljótt aö fuðra upp.
Á vefsíðu íbúóalánasjóðs, www.ils.1s, er að
finna ýmsan fróðleik fyrir kaupendur og seljendur
fasteigna. Þar eru einnig upplýsingar um
fasteignir 1 eigu íbúðalánasjóós sem eru til sölu.
íbúðalánasjóður
105 Reykjavík
Borgartúni 21
www.ils.is
IBUÐIRTILSOLU