Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 17
16 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fréttir DV DV Fréttir FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 1 7 Fer að telja peninga „Ef við seljum nú öli fé- lögin frá Brimi er ekki ann- að fyrir mig að gera en að telja pen- inga,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmda- stjóri Brims. „Þessi sala hefur tekið töluverðan tíma, ég hef unnið að henni af heilind- um og held áfram að hnýta lausa enda. Svo leiðir tím- inn í ljós hvað ég geri og hvort ég finni eitthvað sniðugt." Býð þá vel- komna norður Björn Snæbjörnsson sagðist í samtali lítið geta sagt um þessi eig- endaskipti á ÚA og ekkert vilja gefa sér fyrirfram í málinu. „Ég vil bara bjóða þessa aðila vel- komna norður. Vænti þess að þeir reki fyrirtækið með svipuðum hætti og verið hefur og eigum við þá góð samskipti. Þetta er stór vinnustaður í bænum og miklu skiptir fyrir okkar fé- lagsmenn að vel takist til hjá félaginu." sagði Björn Landsbankinn gráðugur „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að heima- menn skuli ekki hafa treyst sér til að kaupa Út- gerðarfélag Akureyringa. Enda er þetta kaup- verð, ni'u milljarðar, alveg uppi í skýjunum og mér þykir Landsbank- inn gráöugur að éta þannig innan úr UA - og þar með Eimskipafélaginu. En þessi sala sýnir að Eimskipafélag- ið einsog það var rekið áður var mjög sterkt fyrirtæki,“ segir Halldór Blöndal þing- maður Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann minnir á að forystumenn Landsbankans og Eimskipa hafi lýst því yfir á fyrri stig- um að þeir vildu styrkja at- vinnuuppbyggingu með heimamönnum á Akureyri við söluna á ÚA - en við þau orð hefðu þeir ekki staðið. „Ég hef á hinn bóginn ekkert nema gott um Guð- mund Kristjánsson og þá feðga að segja. Ég leyfi mér að trúa því að það vaki ekki annað fyrir þeim en að nýta þá þekkingu og mannauð sem er í Útgerðarfélaginu og byggja það áfram upp sem sterkt fyrirtæki." Halldór Blöndal Þingmaður Norð- austurkiördæmis. Guðbrandur Sigurðsson Forstjóri Brims. Sjlumenn - goöar tekjur DV óskar eftir sölumönnum í áskriftarátak. Unnið er á kvöldin. Fast kaup + bónusar. Áhugasamir hafi samband við DV í síma 550-5000 og leggi inn umsókn, eða senda umsókn á atvinna@frettabladid.is í umsókninni þarf að koma fram nafn, kt., heimilisfang, sími og reynsla af símasölu, ef einhver er. Öllum umsóknum verður svarað. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi Bjartsýnir „Þessar breytingar eru í sátt við samfélagið á Akra- nesi. Framtíðin verður að leiða í ljós hvernig að þessu verður staðið, en miðað við viljann og stefnu fyrir- tækisins verður gætt jafnræðis og hagsmuna á báðum stöð- um. Okkar hlutverk hef- ur verið að skapa góða aðstöðu fyrir útgerð og fiskvinnslu og ef þær að- stæður skapast hljótum við að hagnast á því. Það er ótímabært að spá fyrir um hverjar breytingarnar verða eftir söluna, en með þessu er verið að tryggja atvinnu á báðum stöðum. Það sem er mikilvægast er að tekj- urnar fari á rétta staði. Við erum bjartsýnir á að þró- unin verði Faxaflóasvæðinu til góðs og að samstarf hér á svæðinu muni aukast þegar fram í sækir." Forsendur hafa breyst „Aðalatriðið er að menn haldi sínu. Kvótinn er í Fló- anum og það er það sem skiptir mestu máli þegar svona er komið. Auð- vitað verður að hagræða í framtíðinni. Það er ekkert farið að ræða þetta, en það getur orðið sérhæfing í vinnslu. For- sendur hafa breyst og sameining þess- ara fyrirtækja getur gert það kleift að gera góð fyrir- tæki enn betri." Haraldur Stur- laugsson framkvæmdastjóri HB Tíu prósent af auðlindinni skipta um hendur fyrir 17 milljarða króna. Akureyring- ar æfareiðir út í Eimskip og Landsbankann. Fengu ekki að kaupa ÚA. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður frá Rifi bauð mest og keypti ÚA á 9 milljarða króna. Grandi keypti HB á Akranesi á tæpa 8 milljarða en Brim var meðal annars stofnað á sínum tíma til að koma í veg fyrir að það gerðist. Gróðafíknin ræður ferðinni Brytjaði félag í spað „Það er Ijóst að núverartdi starfsemi stendur aldrei undir svona háu kaupverði," segir Kristján. Hann segir Landsbankann vera að hámarka hagnaðinn af söiunni og teygi sig nokkuð langt í því efni. „Gróðafíknin virðist ráða ferðinni og ágóðinn af svona stórviðskiptum síðan væntan- lega notaður til uppbyggingar á öðrum svæðum - og þá einkum og helst erlendis. Það virðist í raun vera orðin lenska að sett séu til hliðar gildi sem viðgengist hafa í viðskiptalffinu lengi, það er að huga að hagmunum fólks og byggðarlaga og minni ég á í því sambandi að þegar söluferlið á ÚA hófst létu stjórnendur bæði bankans og Eim- skipa í veðri vaka að þeir vildu samvinnu við heimamenn á hverjum stað. En það var hins veg- ar ekki gert varðandi Akureyri. En viðþessu er lít- ið að segja nú þegar búið að er selja UA; málið er afgreitt," sagði Kristján. Um aðkomu Guðmundar Kristjánssonar og félaga að ÚA sagði Kristján að ekkert nýtt fælist í því þótt fyrirtæki skipti um eigendur. Að svo komnu máli væri ekki rétt að ætla annað en þess- ir nýju eigendur ætluðu að standa öðruvísi að rekstri ÚA en svo að fyrirtækið væri áfram burð- arsfykki í atvinnulífi Akureyrarbæjar. „Það er sjálfsagt að bjóða þessa menn velkomna og vænta þess að þeir standi vel og myndarlega að rekstri hér í bænum." Kristján Þór Júlíusson Bæjarstjóri á Akureyri. Margir Akureyringar em æfareiðir eftir að Eimskipafélagið og Landsbankinn seldu Útgerðarfélag Akureyrar til feðga frá Rifi. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, faöir hans Krist- ján Guðmundsson og bróðir hans Hjálmar Kristjánsson buðu 9 milljarða í ÚA og var því tilboði tekið þrátt fyr- ir að heimamenn teldu að Eimskip ætlaði að selja félagið til kaupfélagsins þeirra. Feðgarnir reka útgerðarfélagið Tjald og ráða yfir 2,1% heildar- kvótans. Eimskip seldi f gær Harald Böðvarsson og Útgerðarfélag Akureyrcir. HB fór á 7,8 milljarða króna. Samtals fær Eimskip tæpa 17 milljarða króna fyrir þessi tvö fé- lög. Samningaviðræður standa enn yfir um það hverjir kaupi Skagstrending og Boyd Line í Bretlandi en það er ljóst að Eimskipafélagið og Landsbankinn ná markmiðum sínum en stefnt var að því að fá á miili 18-20 milljarða fyrir sjávar- útvegsfyrirtækin sem sameinuðust í Brimi. f viðskiptunum í gær skiptu um hendur yfirráð yfir tíunda hluta kvóta á íslandsmiðum. ÚA hefur yfir að ráða ríflega 5% kvótans, HB tæp 4% og Skagstrendingur tæplega 2%. Mikið bar í milli Frá því að umræða hófst í haust um að sjávarút- vegsstarfsemi Eimskipafé- lagsins kynni að verða seld í heilu lagi eða í hlutum hefur Kaupfélag Ey- firðinga lýst áhuga á að kaupa ÚA. „Þessum áhuga hefur verið kom- Magnús Gunnarsson ið á framfæri á Ánægðurmeðverðiðfyrir fundum með for- HB og ÚA. manni stjómar Eim- skipafélagsins og með bankastjóra Landsbankans og einnig í fjöl- miðlum," segir í yfirlýsingu frá Andra Teitssyni forstjóra KEA. „Markmið KEA með kaupum á ÚA var að tryggja að starfsemi félagsins yrði áfram öflug á Eyjafjarðarsvæðinu og f Þingeyjarsýslum sem starfssvæði KEA. í yfirlýsingunni kemur fram að fjölmargir einstaklingar og forsvarsmenn fyrir- tækja, stofnana og sveitarfélaga á svæðinu hafi fagnað þessum áhuga KEA enda séu ÚA og dótturfélög þess kjölfesta í atvinnulífi margra sveitarfélaga á svæðinu. Forsvars- menn KEA sendu inn erindi eftir hádegi á mánudaginn en fengu ekki tækifæri til að fylgja því eftir, að sögn Andra. KEA áskilur sér Guðmundur Kristjánsson Eignast ÚA fyrir 9 milljarða króna. arinnar og ísfélagsins íVestmannaeyjum. Ædunin er að halda HB sem sjálfstæðu félagi, þar til annað verður ákveðið. Brim var meðal annars stofnað á sínum tíma til að forðast það að HB lenti í höndum Granda. Nú var hins vegar besta leiðin fyrir eigendur HB að renna saman við keppinautinn hinum megin við Faxaflóann. „Vegna þess hve aðdragandinn hefur verið stuttur hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvað breytist eftir kaupin," segir Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóri Granda. „Stöðu Haraldar Böðvarssonar sem vinnuveitenda á Akranesi verður gætt svo framast sem unnt er. Við ætlum að stuðla áfram að framgangi sjávarútvegs á Akranesi. Það verður unnið að hugmynd varðandi samræmingu rekstrar og nýtingu á skipum, aflaheimildum og fiskvinnsluhúsa. Við teljum þetta ásættanlega niðurstöðu." Akureyringar eiga að halda ró sinni Magnús Gunnarsson stjómarformaður Eimskipafélagsins segir að menn þar séu mjög ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir þessi tvö fyrirtæki. „Það var gott að ná samkomulagi við heimamenn og Granda við söluna á HB en það er miður að hafa ekki getað selt til heimamanna á Akureyri. Þetta em þekktir heiðursmenn sem kaupa ÚA, traustir aðilar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja." Hann segir að Akureyringar ættu að haida ró sinni þar sem þeir séu að fá þrjá mjög öfluga liðsmenn. „Það virðist sem Landsbankanum og Eimskip hafi ver- ið mikið í mun að ljúka sölunni á ÚA án þess að hafa sam- ráð við okkur. Eftir hádegi á mánudag sendum við inn er- indi þar sem við óskuðum eftir frekari viðræðum vegna sölunnar, en hins vegar var okkur ekki gefið færi á að fylgja því á nokkurn hátt eftir,“ segir Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri KEA. Andri segir að gremja KEA-manna beinist miklu ffekar að bankanum og Eimskipum heldur en nýjum eigendum ÚA. í tilkynningu frá félaginu er hins vegar sneitt hressi- lega að eigandanum sem „hefur nú verið nafrigreindur og mun hann þekktastur fymr að hafa keypt stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki á Vestfjörðum og brytjað það í spað. Fróð- legt væri að vita hvaða hugmyndir hann hefur kynnt fyrir Eimskipafélaginu um framtíð ÚA,“ eins og orðrétt segir. Þá segir Andri að svo virðist sem Landsbankinn hafi spil- að söluferli sjávarútvegsfyrirtækjanna algjörlega af fingr- um fram og að kaupandi ÚA hafi líkast til sett fram ýmsar verðhugmyndir varðandi fyrirtækin öll, sem hafi síðan verið notaðar sem spilapeningar í þessum viðskiptum. í tilkymningu KEA er vinnubrögðum við söluna mót- mælt og þau sögð hafa verið óábyrg. Félagið áskilur sér allan rétt til eftirmála. Hver þau kunna að verða vildi Andri Teitsson engu um svara í gær, svo sem hvort félag- ið sneri sér annað eftir að hafa verið í viðskiptum við KEA um áratugaskeið. rétt til eftirmála. Samkvæmt heimild- um DV bar mikið á milli í verðhugmynd- um Akureyringanna og Eimskips. Gróðafíknin ræður ferðinni Kristján Þór Júlí- usson bæjarstjóri á Akureyri segir að sér virðist sem gróða- fíknin hafi ráðið ferðinni hjá Eim- skipum og Lands- bankanum og óttast að ágóðinn verði not- aður til að byggja upp starfsemi í útlönd- um. Guðmundur Krist- jánsson, nýr eigandi ÚA, segist ekki búast við því að flytjast til Akureyrar. Hann segir að það verði ein- hverjar breytingar gerðar en kaupendumir fylgja greinargerð sem þeir lögðu fram um framhald rekstrarins. „Þetta er auðvitað hátt verð en þetta er vel rekið fyr- irtæki. Hann er bjartsýnn og segir verkefnið spennandi. Hann segir að það sé ekki hægt að bera saman kaup hans á ÚA nú saman við það þegar hann keypti Básafell á sínum tíma. Það félag hafi verið gjaldþrota á meðan hann sé nú að taka við félagi í fullum rekstri. HB sjálfstætt félag um sinn Grandi keypti Harald Böðvarsson í sam- starfi við þá sem rekið hafa félagið og Trygg- ingamiðstöðina. Eftir viðskiptin eignast HB fjöl- skyldan og Tryggingamiðstöðin 9,9% hluta í Granda. Náin samskipti hafa lengi verið milli Tryggingamiðstöðv- AndriTeitsson Forstjóri KEA. ------- >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.