Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 18
78 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004
n
Fókus DV
Tónleikar
• "Rætnr skáldanna" nefnist er-
indi sem Jón R. Hjálmarsson, fyrr-
um fræðslustjóri, flytur í kvöld
klukkan 20 á fundi aðaldeildar
KFIJM að Holtavegi 28. Gísli Frið-
geirsson, eðlisfræðingur verður
einnig með hugleiðingu. Fundurinn
er opinn öllum karlmönnum.
Fundir og fyriilestrai
Mín fortíðarþrá
• Hið rómaða tríó B-3 kemur fram
á Kaffi List klukkan 21.30. Tríóið
tveggja innifalið í verði aðalrétta, sem
kosta um 1800 krónur. Djúpsteikingar
og ostbakanir, béarnaise-sósur og
franskar kartöflur hafa alltaf tíðkast á
þessum stað. En kaffl hefur alltaf verið
gott og smekklega fram borið.
Loks eru atriði, sem hafa versnað.
Ekki er lengur matseðill dagsins með
mörgum tegundum af ferskum fiski.
Nú em í mesta lagi tvær tegundir af
fiski á matseðli dagsins og oftast báðar
upp úr frysti. Frosin rauðspretta leynir
sér ekki, því að hún er nánast óæt, þótt
fastagestir Laugaáss láti sér hana vel
líka eins og annað, sem hinum trúföstu
er borið.
Allt þetta var nákvæmlega staðfest í
tvígang á aðventunni. Selapiparsteik
og heiðagæs var hvort tveggja rósrautt,
meyrt og bragðgott, lambalæri grátt og
guggið og sjávarréttagratín mikið eldað
og freðfiskurinn auðvitað orðinn þurr.
I bæði skiptin var staðurinn þétt setinn
klukkan sex að kvöldi og andrúmsloftið
þmngið góðborgaralegri og látlausri
hamingju.
Jónas Krístjánsson
leggur áherslu á Hammonddjass og
er skipað þeim Agnari Má Magnús-
syni á orgel, Ásgeiri Ásgeirssyni á
gítar og Erik Qvick á trommur.
• Sinfóníuhljómsveit íslands verð-
ur með tónleika í Háskólabíói
klukkan 19.30. Kontrabassaleikar-
arnir Hávarður Tryggvason og Valur
Pálsson leika einleik í Konsert fyrir
tvo kontrabassa og hljómsveit eftir
Hauk Tómasson. Einnig verða flutt
verk eftir Mozart og Bartók.
• Brian Stillwater frá Bandaríkjun-
um spilar á Kapital ásamt rafteinin-
um Exos og framsækna hússnúðin-
um Dj Ricardo Cuellar klukkan 21.
• Dj Andri verður í búrinu og
dúndrandi MTV tónlist á öllum
tjöldum í Dátanum á Akureyri.
• EinarÁgústogGunniÓlaspilaá
Glaumbar til kl. 23, Atli skemmt-
analögga eftir það.
• Ari og Gunni spila plötur á
Hverfisbamum.
Leikhús
• Vegurinn
brennur eftir
Bjarna Jóns-
son er sýnt á
Smíðaverk-
stæði Þjóð-
leikhússins
klukkan 20.
• Meistarinn og Margaríta er sýnt í
Hafnarqarðarleikbúsinu klukkan
20.
• Jón Gabríel Borkmann er sýnt á
stóra sviði Þjóðleikhússins kluickan
20.
• Eldað með Elvis er sýnt í Loft-
kastalanum klukkan 20.
Opnanir
• Sýning
á ljós-
mynda- og
mynd-
bands-
verkum
Victor
Boullet
verður
opnuð í
gallerí i8
klukkan
17. Ásýn-
ingunni
sem kallast Social Hypocrite verða
þrjár ljósmyndaraðir. Victor Boullet
er hálf-skoskur, fæddur í Noregi
1969. Hann býr og starfar í London.
Sýningin í i8 er fyrsta sýning hans á
íslandi. Allar nánari upplýsingar
fást hjá i8 í síma 551 3666 og 864
3596.
• “Flíkur til friðar" nefnist sýning
sem opnuð verður í anddyri og
bókasafni Noiræna hússins klukkan
17. Þar sýnir Jana Vyboma-Turunen
sex textílskúlptúra sem birta á
óvæntan hátt tilfinningar hennar til
hins stríðshrjáða heims. Sýningin
stendur til 29. febrúar. Ókeypis að-
gangur.
Lífið eftir vinnu
Þegar ég kem seint í bæinn um
helgar og nenni ekki að elda, fer ég
Veitingarýni
stundum í Laugaás á horni Laugarás-
vegar og Sundlaugavegar vegna þægi-
legs verðlags, bflastæða og notalegs
andrúmslofts, en einkum þó vegna for-
tíðarþrár. Laugaás var byltingin í veit-
ingamennsku landsins fyrir aldarfjórð-
ungi, þegar ég byrjaði að skrifa veit-
ingarýni.
Innréttingar em hinar sömu, jafnvel
innbrenndar flísar og köflótt tjöld em
uppmnaleg. Andrúmsloftið er að hætti
franskrar bistró. Hér þekkjast margir
fastagestir, mest fólk við aldur, en
einnig fjölskyldur og ungt fólk, sem læt-
ur ekki farsíma trufla sig. Uppmnalegi
eigandinn eldar stundum sjálfur og
kokkarnir bera oftast fram aðalréttinn.
Sumt hefur batnað í Laugaási. Á að-
ventunni fæst villibráð, grágæs og
heiðagæs, stundum langvía og önd eða
lundi og selur, allt saman vægt eldað
og meyrt, ekki síðra en í dýmstu veit-
ingastofum landsins. Hér kostar
þnggja rétta villibráðarseðill ekki nema
3Í90 krónur. Einnig var jólaseðill á
3390 krónur og nautaseðill á 2990
krónur.
Annað er eins og það hefur alltaf
verið, hversdagslegt rófusalat og þykk
hveitisúpa, oftast sveppasúpa, hvort
Jæja
Gettu betur í kvöld
Gettu betur, spurninga-
keppni framhaldsskdl-
anna, hefst á Rás 2 í
kvöld. Klukkan 20 eigast
við Fjöl-
brautarskól-
inn við Ár-
múla og Fjölbrautarskól-
inn í Garðabæ og klukk-
an 20.30 Kvenno og
Menntaskólinn á Isa-
firði. Stefán
Pálsson er
dómari og
höfundur
spurninga,
Logi Berg-
mann Eiðs-
son er sem
fyrr spyrill
en nýr stiga-
vörður er
Steinunn
Vala Sigfús-
ddttir.
Enn á lífi
Það kannast allir við
sjoppuna Staldrið í
neðra Breiðholti, enda
ein af þekktari lúgu-
sjoppum borgarinnar.
Nú ber svo við að það er
eins og jörðin hafi gleypt
Staldrið, alla vega man
enginn eftir því lengur.
Ástæðan eru mislægu
gatnamótin sem gerð
voru hjá sjoppunni og
gert hafa það að verkum
að nú eiga fáir leið fram
hjá. Sjoppan hefur þó
ekkert breyst, lúgan enn
á sfnum stað og um að
gera fyrir fólk að líta þar
við.
Naglbítaþvengur
Á vefsíðunni www.Cafes-
hops.eom/200000nagl-
bitar hafa strákamir í
Naglbítunum nú sett til
sölu g-streng með merki
Mjómsveitarinnar á.
Bætast þeir þá í hóp
strákanna í Botnleðju
sem á sömu sfðu bjóða
alls kyns vaming merkt-
an sveitinni til sölu.
Allir Idolkeppendurnir syngja sama frumsamda lagið á loka-
kvöldinu á morgun. Lagið var sérstaklega samið af tveimur
helstu poppstjörnum landsins og hefur ekki enn fengið nafn.
Idollag eftip
Stebbi Hilmars
Semur sjálft Idol-
lagið ásamtJóni
sem og textann.
Lagið hefur ekki
| enn fengið nafn,
svo nýtt er það.
og Jon Olals
Nú magnast spennan fyrir lokakvöld Idol-keppninn-
ar en eftir eru þau Kalli Bjarni, Jón Sigurðsson og Anna
Katrín. Fyrirkomulagið lokakvöldsins verður þannig að
öll syngja þau sama lagið auk þess sem þau velja sér sjálf
lag til flutnings. Lagið sem þau flytja öll er splunkunýtt,
svo nýtt að þegar þetta er skrifað hefur það ekki hlotið
nafn ennþá. Grunnurinn var tekinn upp og gengið frá
honum í gær. Eru nú keppendur að æfa sig á laginu sem
þarf vitaskuld að henta þeim öllum
Höfundar lagsins eru þeir félagar Stefán Hilmarsson
Jón Ólafsson
j Hefur verið tón-
1 listarstjóri Idol-
keppninnarog
l semurnú Idollag-
ið ásamt Stebba
Hilmars. Lagið er
undir soul-áhrif-
og Jón Ólafsson og textann gerir Stefán. Samkvæmt
heimildum DV er það popplag undir miklum soul-áhrif-
um. Kemur kannski ekki á óvart þegar Stefán og Jón eru
annars vegar en þeir voru einmitt saman í Sálinni hans
Jóns míns á bernskuskeiði þeirrar hljómsveitar. Þeir sem
spila lagið eru Jón, Guðmundur Pétursson gítarleikari,
Friðrik Sturluson bassi og Jóhann Hjörleifsson trommur
úr Sálinni, Samúel Samúelsson og Kjartan Hákonarson
úr Jagúar sjá um brassið ásamt Jóel Pálssyni og eru þau
Regína Ósk og Pétur örn í bakröddum.
i