Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Qupperneq 21
I DV Fókus FtMMTUDAGUR 15.JANUAR2004 21 Fyrsta stórmynd ársins, The Last Samurai með stórstirninu Tom Cruise, kemur íhús um helgina. Hún fjallar um bandarískan hermann sem gengur íþjónustu keisarans íJapan á 79. öld. Verk- efni hans er að útrýma hinum fornu samúræjaættum til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum Bandaríkjanna, en hann verður heillaður afóvininum og er ekki viss um hvort hann sé réttum megin í baráttunni t,, Fall Samraanna Árið 1876 héldu Bandaríkin upp á hundrað ára afmæli sitt. Sama ár unnu frumbyggjar Norður Ameríku sinn síðasta sigur í bardaga þegar Crazy Horse og menn hans felldu Custer herforinga og 200 hermenn ríkisstjórnarinnar við Little Big Horn. En rauðskinnar gátu ekki haldið mikið lengur út gegn hvíta manninum sem lagði heimsálfuna undir sig með sínar blýkúlur, járn- hesta og eldvatn. Hefnt var fyrir Custer við Wounded Knee 14 árum síðar og indíanar þuftu að sætta sig við stjórn hvíta mannsins um ókomna framtíð. Slátrað af nútímavopnum keisarahersins En árið 1876 var önnur uppreisn gerð gegn framrás nútímans. Þetta var í japan þar sem Samúræjar risu upp gegn keisara sínum. Árið 1854 hafði bandarískur fallbyssubátur komið í höfn og þvingað Japani til að opna efnahagskerfi sitt og láta Vest- urlandabúum eftir sérréttindi á eyj- unni. Japanir urða að láta í minni pokann en hófu að nútímavæða landið af miklum krafti eftir að keis- arinn Meiji komst til valda árið 1868. Samúræjaættimar misstu völd sín og gerðu uppreisn átta árum síðar. Þeim var slátrað af nútímavopnum keisarahersins og leiðtogi þeirra, Saigo Takamori, bað félaga sinn um að höggva af sér hausinn upp á gamla mátann áður en hann yrði gripinn af óvininum. Félaginn varð við þeirri bón og Takamori varð mikil þjóðhetja fyrir afrekið. Nú- tímavæðing Japans hélt áfram og árið 1905 urðu Japanir fyrsta Asíu- þjóðin til að sigra Evrópuþjóð í hernaðarátökum þegar Japanir unnu stríð við Rússa. Urðu þeir nú helsta samkeppnin við hið rísandi veldi Bandaríkjanna á Kyrrahafs- svæðinu en Bandaríkjamenn lögðu Filipseyjar undir sig í lok 19. aldar og Japanir lögðu undir sig Kóreuskaga skömmu síðar. Cruise nútímavæðir herinn Nathan Alger höfuðsmaður, sem Tom Cmise leikur í The Last Samurai, er fenginn til Japan til að nútímavæða japanska herinn. Það fara þó að renna á hann tvær grímur og hann veltir því fyrir sér að ganga frekar með Samúræjum í lið. Árið 1941 máttu Bandaríkjamenn svo sem sjá eftir því að þeir fóru ekki með sigur af hólmi því þá var Japan orðið nútímaherveldi eins og þeir máttu finna fyrir við Pearl Harbour. Það tók íjögur ár og tvær kjarnorku- sprengjur að vinna á þeim sigur. Þó hernaðarmáttur Japana hafi verið brotinn á bak aftur risu þeir þó fljótt upp aftur sem iðnveldi og eru í dag með næst stærsta hagkerfi í heimi. Leikstjóri The Last Samurai er Ed- ward Zwick sem er ekki óvanur hern- aðarátökum fyrir framan myndavél- ina. Hann tók fyrir bandaríska borg- arastríðið í Glory, fyrri heimsstyrjöld- ina í Legends of the Fall og Persaflóa- stríðið í Courage Under Fire. í kvik- myndinni The Siege frá 1998 fjallar hann um hryðjuverkaárásir á New Nathan Alger höfuðsmaður Fenginn til Japans til að nútimavæða herinn York borg eftir að Bandaríkjamenn handsama hryðjuverkaleiðtoga sem leiðir svo til þess að herinn tekur völdin. Reyndist hann þar að mörgu leyti merkilega sannspár, en í Síðasta Samúræjanum er hann horfinn aftur til fortíðar og vonandi tekst honum að gera falli Samúræjanna jafn góð skil og hann gerði bandaríska borg- arastríðinu í Glory. valur@dv.is f w m ;\ ¥ HPsÍÍf 1 JF- Á vígvellinum Síðasta Samúræjanum er leikstýrt afEdward Zwick sem er þekktur fyrir að gera kvikmyndir um hernaðarátök. Mikill kvikmyndaáhugamaður Þórarinn Hugleikur Dagsson er mikill biókarl og segir það mjög erfitt fyrir sig og sina að sjá Finding Nemo á ensku þvi eins og fleiri miðbæjarrottur er hann billaus. Bíótímarnir alltoffáir „Ég hef ákveðnar skoð- anir á bíómenningunni á íslandi, hálf sjálfselskar skoðanir held ég,“ sagði Þórarinn Hugleikur Dags- son, listamaður og áhuga- maður um kvikmyndir. „Ég er miðbæjarrotta og á ekki auðvelt með að komast úr miðbænum vegna þess að ég er ekki á bíl. Þetta var kannski allt í lagi hér áður fyrr en svo á stuttum tíma m hurfu tvö bíóhúsanna sem voru í miðbænum sem ger- ir manni töluvert erfiðara fyrir.“ Gerð var skoðanakönn- un og flestir vildu hafa sýn- ingartímann klukkan 18, 20, 22 frekar en 17, 19,21, 23. „Mér finnst bíótímar alltof fáir. Ef maður er að reyna að fara á einhverja mynd í einhverju ákveðnu bíói þá getur maður bara valið um tvær sýningar í rauninni. Áður en sýning- artímunum var breytt gat maður þá alla vega valið ^ um þrjá sýningartíma og finnst mér þetta vera aftur- för í bíómenningunni hér á landi.“ Hugleikur segist vita til þess að fólki finnist miðaverðið í bíóhúsin alltof hátt. „ Miðaverðið er 800 kr og þeir sem yfirleitt borga sig í bíó kvarta yfir því að gjaldið sé ofhátt. En kannski er það ekkert hærra en víða erlendis, ég veit það bara ekki alveg,“ sagði hann. „Mér finnst hlé vera ^ leiðinleg og margir kvik- myndaunnendur eru ekki sáttir við að myndin sé klofin í tvennt. En það er búið að venja íslendinga á það að hafa hlé, en það tíðkast ekki erlendis. Verðið myndi svo ábyggilega hækka ef hléið væri tekið af og hlé er búið að vera svo stór hluti af íslenskri bíó- menningu lengi að það er varla að því verði kippt í burtu.“ Hvað finnst honum um , teiknimyndir? „Að mínu mati er fínt að talsetja teiknimyndir fyrir krakkanna en ef ég vil sjá Finding Nemo á ensku þá er bara í boði Álfabakkinn og ég sem er bíllaus og kemst ekki svo glatt þang- að. Við miðbæjarrotturnar viljum líka sjá Disney kvik- myndir á ensku. Kvikmyndahátíðir finnst mér skemmtilegar og að mínu mati mættu þær vera oftar. Myndirnar sem fara inn á kvikmyndahátíðir eru sjaldnast sýndar fyrir al- menning í venjulegum bíó- húsum. Margar fara beint á vídeó og þarf maður að bíða lengur eftir þeim en þessum sem sýndar eru í bíó sem ég er ekkert alltof glaður með. Þannig að það er ýmislegt tengt þessum hátíðum sem ég vildi að væri öðruvísi," sagði Hug- leikur að lokum, þónokkuð ánægður með bíóhúsin þó svo ýmislegt mætti bæta. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.