Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004
Sport DV
v
Fjórir leikirfram
að EM í Slóveníu
íslenska landsliðið í
handbolta er farið af landi
brott en á engu að síður
eftir að spila l’jóra leiki þar
til keppni á Evrópumótinu í
Slóveníu hefst. Liðið tekur
þátt í fjögurra landa móti í
Danmörku og Svíþjóð,
leikur einn leik að auki við
Dani og fer síðan til
Slóveníu þriðjudaginn 20.
janúar. í dag spilar það við
Dani í Farum-höllinni
klukkan 19, leikur gegn
• Svíum í Malmö á morgun
klukkan 20 og að lokum við
Egypta í Farum á
laugardaginn klukkan 13.
Liðið leikur síðan
æfmgaleik við Dani á
mánudaginn í Bröndby og
það er síðasti leikurinn
áður en átökin hefjast í
Slóveníu.
íslenska
úrvalsdeildin
hefst 6. febrúar
Úrvalsdeild RE/MAX-
deildarinnar í handbolta
hefst 6. febrúar með fjórum
leikjum en ísienski karla-
handboitinn er í hléi
meðan á Evrópumótinu í
Slóveníu stendur. 6. febrúar
mætast Stjarnan-KA í
Garðabæ, Fram-ÍR í
Framhúsinu, Haukar-HK á
Ásvöllum og
Valur-Grótta/KR í
Valsheimilinu. 1. deildin
hefst degi fyrr en þar spila
hin liðin sjö sem komust
ekki í úrvalsdeildina að
þessu sinni.
Upp um tvö
sæti hjá FIFA
FIFA hefur gefið út fyrsta
styrkleikalista sinn á nýju
ári og íslenska knattspyrnu-
landsliðið fer upp um tvö
sæti að þessu sinni, í það
56. Lítið er um breytingar
á listanum og Brasilíu-
menn, sem eru í efsta
sætinu, hafa sem fyrr gott
forskot á næstu lið,
Frakkland og Spán. Engin
breyting er hjá 46 efstu
þjóðunum á listanum.
Breiddin er
íslenska landsliðið í handknattleik hélt af landi brott í gær.
Stefnan var tekin á Kaupmannahöfn þar sem íslenska liðið
tekur þátt í æfingamóti með Dönum, Svíum og Egyptum. Að
því loknum leikur það aukaæfingaleik við Dani áður en flogið
verður til Slóveníu. DV Sport náði í skottið á uppteknum
þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni, í Köben í gær
og spurði hann út í stöðuna, áherslur í næstu leikjum og fleira.
„Það er ekkert farið að reyna á
stöðuna á þeim Sigfúsi Sigurðssyni
og Degi Sigurðssyni. Við förum á
æflngu í kvöld [á morgun, innsk.
blm.] og ég veit ekki hvenær Sigfús
verður nákvæmlega klár en það er
ekki líklegt að hann verði með á
æfmgunni í kvöld,“ sagði
Guðmundur.
Talað hefur verið um að Sigfús sé
með brjósklos í baki og ef það væri
raunin mun hann ekki verða í miklu
standi til þess að leika á EM.
Guðmundur segir að Sigfús sé ekki
með brjósklos.
Sigfús ekki með brjósklos
„Nei, hann er með vísi eða vott af
brjósklosi en annars er ekki rétt að
ég sé mikið að greina hann. Það væri
réttast að slík greining kæmi frá
lækni landsliðsins. Ég á eftir að ræða
mál Sigfúsar við lækninn og í
framhaldinu tökum við ákvörðun
um það hvenær við getum sett hann
af stað aftur. Hvað Dag Sigurðsson
varðar er hann að koma til og hann
verður með á æfingunni," sagði
Guðmundur.
Fleiri menn eiga við smávægileg
meiðsl að stríða. Snorri Steinn
Guðjónsson tognaði lítillega á
æfingu fyrr í vikunni en það á ekki
að há honum, að sögn Guðmundar.
Reynir Þór Reynisson hefur verið að
glíma við meiðsi í baki en hann er
orðinn fullfrískur og klár í slaginn.
Áhersla á vörnina
Landsliðið lék þrjá æfingaleiki
við Sviss um helgina, eins og flestum
ætti að vera kunnugt. Sá fyrsti
tapaðist illa en næstu tveir voru
miklu betri og unnust næsta
örugglega. Guðmundur var með
nokkrar áherslubreytingar á leik
liðsins í þessum leikjum en var hann
sáttur við hvernig þær komu út?
„Þetta var ágætt. Fyrsti leikurinn
var náttúrlega mjög slæmur en það
var gott að fá svona áminningu
strax. Við lærðum af þeim leik og
kláruðum hina vel, sem ég var mjög
sáttur við. Það verða litlar
áherslubreytingar í þessum leikjum
hérna í Danmörku. Aðaláherslan er
sem fyrr á vörnina en við þurfum að
leggja enn frekari áherslu á að þétta
hana núna þar sem við getum ekki
slegið þvf föstu að Sigfús geti beitt
sér að fullu," sagði Guðmundur og
bætti við að sóknin yrði einnig
frnpússuð.
Erfitt val
Eftir leikina gegn Sviss var
hópurinn skorinn niður um fjóra
leikmenn og fóru því 18 leikmenn
með til Danmerkur í gær. Það val
kom nokkuð á óvart enda var
fastlega búist við að Guðmundur
myndi velja endanlegan 16 manna
hóp á mánudag.
„Það var eiginlega óhjákvæmilegt
að hafa 18 leikmenn af því að£ við
erum með meidda menn. Þeirra
síðasta prófraun verður í þessum
leikjum næstu daga og eftir það verð
ég að velja lokahópinn," sagði
Guðmundur en það vakti nokkra
athygli að hann skyldi ekki velja
Heiðmar Felixson í 18 manna
hópinn. í staðinn tók hann hinn
unga Haukamann, Ásgeir Örn
Hallgrímsson.
Hugsaði mikið
„Því er ekki að neita að valið var
geysilega erfitt að þessu sinni og ég
þurfti að hugsa mig lengi um áður
en ég tók ákvörðun. Sérstaklega var
valið kannski erfitt á milli þeirra
Heiðmars ogÁsgeirs. Báðir hafa sína
plúsa og mínusa, eins og t.d. að
annar er eldri og hinn yngri. En það
er í þessu eins og öðru að það verður
að taka ákvörðun og það er í mínum
höndum. Ég kaus að taka Ásgeir inn
að þessu sinni og ég tel það hafa
verið rétta ákvörðun og verð að
standa eða falla með henni."
Mikil breidd
Mikið hefur verið talað um það
undanfarið að breiddin í íslenskum
handbolta hafi sjaldan verið eins
mikil og hún er núna og því sé það
ánægjulegt erfiði fyrir Guðmund að
velja í hópinn að þessu sinni.
Upprunalegi 28 manna hópurinn
sem Guðmundur valdi var mjög
sterkur og það var síður en svo
auðvelt að velja 16-leikmenn úr
honum. Fyrir utan þennan 28
manna hóp er síðan fjöldi efnilegra
ieikmanna sem banka á dyrnar og
bíða eftir sínu tækifæri.
Guðmundur segir að þessi breidd
í landsliðinu sé engin tilviljun.
„Það er svo sannarlega engin
tilviljun að þessi breidd er komin í
íslenskan handknattieik því það
hefur verið unnið markvisst að því
undanfarin ár að stækka hópinn.
Allt frá því ég tók við landsliðinu hef
ég haft það að reglu að taka inn í
hópinn unga og efnilega leikmenn
svo þeir fengju smjörþefinn af því
hvað það er að vera í landsliðinu.
Það er svo að sýna sig núna að þessir
strákar eru að verða klárir í slaginn
og það sýnir sig að þessi stefna hefur
borgað sig hjá mér,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik.
henry@dv.is
„Það ersvo sannar-
lega engin tilviljun að
þessi breidd er komin
í íslenskan hand-
knattleik því það
hefur verið unnið
markvisst að því
undanfarin ár að
stækka hópirin."
Staðreynd um strákana okkar
Rúnarvarði níu
skot gegn Sviss
Rúnar Sigtryggsson leikur
mikilvægt hlutverk fyrir íslenska
landsliðið enda miðpunktur
varnarinnar sem á að leggja
grunninn að góðum árangri liðsins.
Rúnar stóð vaktina vel í
leikjunum gegn Sviss og vörnin gekk
mjög vel í seinni leikjunum tveimur.
Þegar upp var staðið hafði Rúnar
varið níu skot frá svissnesku
skyttunum, þar af sjö í seinni
leikjunum tveimur. Sjö leikmenn
íslenska liðsins náðu að verja skot;
Jaliesky Garcia varði næstmest, eða
fimm, og Gunnar Berg Viktorsson
tók tvö. ooj@dv.is
Varði níu skot í vörninni Rúnar
Sigtryggsson stóð vatkina vet í vörninni gegn
Sviss og varði meðal annars níu skot frá
svissnesku skyttunum i leikjunum þremur.
Staðreynd um strákana okkar
Vinstri vængurinn
var mjög veikur
íslensku skytturnar fundu sig
ekki í leikjunum gegn Sviss og
íslenska landsliðið nýtti aðeins 17 af
63 langskotum sínum (27%) í
leikjunum þremur, þar af aðeins 5 af
31 í íyrsta leiknum (16%).
Þegar skotnýtingin af níu
metrunum er skoðuð eftir leik-
stöðum kemur í ljós að við fáum
mjög lítið frá vinstri vængnum í
þessum þremur leikjum - aðeins 3
mörk samtals og 11% skotnýtingu.
Skotnýtingin er betri hjá hægri
skyttunum, með Ólafs Stefánsson í
broddi fylkingar, en best hjá leik-
stjórnendunum. Snorri Steinn
Guðjónsson nýtti langskot sín 76%.
LANGSKOT GEGN SVISS
Vinstri skyttur (11%)
Jaliesky Garcia 16/3
Gunnar Berg Viktorsson 3/0
Patrekur Jóhannesson 7/0
Samtals 26/3
Leikstjórnendur (50%)
Snorri Steinn Guðjónsson 7/5
Ragnar Óskarsson 7/2
Samtals 14/7
Hægri skyttur (30%)
Ólafur Stefánsson 14/5
Ásgeir Örn Hallgrímsson 4/1
Heiðmar Felixson 2/0
Samtals 20/6
Hornamenn (0%)
Logi Geirsson 2/0
GuðjónValurSigurðsson 1/0
Samtals 3/0
X