Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 27
DV Fókus FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR2004 27 Jt Wesley Snipes lamdi Halle Berry eins ng harðfisk Tónlistarmaðurinn Christopher Williams, sem átti í sambandi við leikkonuna Halle Berry fyrir margt löngu síðan, sagði frá því í viðtali fyrir skömmu að það hefði ekki ver- ið hann sem lamdi Halle sundur og saman á sínum tíma. Halie Berry hefur sjálf sagt frá því í viðtölum að hún hafi þurft að búa við mikið of- beldi frá einum kærasta sinna fyrir löngu síðan þannig að hún missti heyrn á öðru eyra. Hún hefur hins vegar aldrei viljað opinbera hvaða kærasti það var og því reiknuðu flestir með því að hún væri að tala um Christopher Williams. Ekki ég heldur Wesley Snipes Nú hefur Williams hins vegar komið fram og sagt að hann hafi aldrei lamið Halle þegar þau voru í sambandi fyrir meira en 10 árum síðan. Hann segist hins vegar vita um hvern Halle hafl verið að tala Með hnefana á lofti R&B tónlistarmaður- inn Christopher Williams er orðinn þreyttur á sögusögnum þess efnis að hann hafi lamið Halle Barry þegar þau voru i sambandi fyrir margt löngu síðan. Hann segir bardagahund- inn Wesley Snipes hins vegar hafa lamið hana eins og harðfisk þegar þau voru saman. þegar hún opinberaði þetta leyndar- mál sitt. „Það er bara hreinasta lygi að ég hafi lamið hana. Ég hef þurft að svara fyrir þetta í fjölda ára og er löngu orðinn þreyttur á þessum sögusögnum. Það var Wesley Snipes sem lamdi hana en ekki ég. Eg er bú- inn að vera hamingjusamlega giftur í næstum því 10 ár og mér dettur ekki í hug að lemja konur," sagði Williams sem var þá spurður út í það af hverju þau hefðu hætt saman. „Almenningur verður að átta sig á því að þótt einhver sé fallegur og frægur og komi vel fyrir í fjölmiðlum þá þýðir það ekki að einstaklingur- inn sé frábær manneskja. Mikið af þessu fræga fólki sem kemur til Ophra og allir elska eru í raun alger- ir hálfvitar þegar maður kynnist þeim,“ sagði Williams og hafði ekki fleiri orð um það. Ekkert heyrst frá Snipes Ekkert hefur heyrst frá talsmönn- um Wesley Snipes eða Halle Berry '.'.i'OOOO ooB íoU; Halle Berry Leikkonan segist hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá einum kærasta sinna á sin- um tíma en hefur aldrei gefið upp hver það var. vegna málsins en búast má við að báðir aðilar reyni að forðast umræð- una eins og heitan eldinn. Annars er það að frétta af Halle að hún mun koma til með að leika Kattarkonuna í væntanlegri mynd sem frumsýnd verður næsta sumar auk þess sem hún er að vinna að fleiri kvikmynd- um. Halle Barry hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár eftir að hún beraði á sér barminn í kvikmyndun- um Swordfish og Monsters Ball árið 2001. Hún hlaut svo óskarsverð- launin sem besti kvenkynsleikarinn ári síðar þar sem hún brast í grát á sviðinu og gerði sig að algeru fífli. Vinsældir hennar hafa samt sem áður ekki farið dvínandi síðan og telja margir spekingar innan kvik- myndabransans að hún hafi ekki enn náð hátindinum. Við verðum bara að bíða og sjá. < Nýtt DV sex morgna vikunnar, Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur. Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.