Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004
Síðast en ekki síst DV
Rétta myndin
Jólatré í Austurstræti í gær.
Simon í Idol
Ha?
Úrslitakvöldið í Idol - Stjörnuleit
er annað kvöld í Vetrargarðinum í
Smáralind og að sjálfsögðu í beinni
útsendingu á Stöð 2. Þrír keppend-
ur eru eftir í pottinum, þau
Anna Katrín, Kalli Bjarni
og Jón, og verður afar forvitnilegt
að sjá hvernig fer að lokum. Kynn-
arnir og aðrir aðstandendur eru
þessa stundina í óða önn að undir-
búa lokakvöldið enda mikið undir
að það heppnist vel. Ekkert mun
vera hæft í orðrómi um að til hafi
staðið að færa keppnina í Laugar-
dalshöll en orðrómur um erlenda
gestakomu hefur enn ekki verið
borinn til baka. Sú saga gengur
fjöllunum hærra að Simon Cowell,
grimmi breski dómarinn sem fór á
kostum í American Idol, muni láta
sjá sig í Smáralindinni á morgun og
gefa keppendunum einkunn.
Starfsfólk Norðurljósa sem rætt var
við hafði allt heyrt þennan orðróm
og einhverjir vissu til þess að yfir-
menn fyrirtækisins hafi haft sam-
band við kappann. Ekkert hefur þó
fengist staðfest í þessum efnum og
verður fóik því að bíða spennt til
morguns eftir að sjá hver sest í
dómarastólinn með þeim Bubba,
Siggu og Þorvaldi.
Simon Cowell Breski dómarinn sem fórá
kostum iAmerican Idol. Sagður vera gesta-
dómari á úrslitakvöldi Idol á morgun.
• Alþjóðastofnunin Friður 2000
hefur ekki lagt upp laupana þó
minna hafa borið á samtökunum nú
en íyrir nokkrum árum. Samtökin
verða tíu ára á næsta
ár en sjálfur varð
stofnandinn Astþór
Magnússon Wium
flmmtugur síðasta
sumar. Nú hefur
Ástþór sótt um að fá
að breyta húsi Friðar
2000 í Vogaseli í
þriggja íbúða hús með vinnustofu í
kjallara. Þá vili hann heimild borgar-
yfirvalda til að byggja sólstofu og
koma fyrir fundaraðstöðu í kjallar-
Síðast en ekki síst
anum. Þess utan vill hann fá að ijöl-
ga bílastæðum við húsið um tvö
þannig að pláss verði fyrir fjóra bfla.
Sjálfur er friðarpostulinn slaáður
heimilisfastur í Bretíandi. Bygginga-
fulltrúi frestaði málinu á síðasta
fundi...
• Byggingarfulltrúinn í Reykjavík
hefur samþykkt ósk Dags B. Eggerts-
sonar, læknis og borgarfulltrúa, að fá
að bæta kvistum og
svölum við húseign
sína við Óðinsgötu.
Eina sem Dagur og
ijölskylda þurfa að
gera er að láta vinna
nýtt deiliskipulag á
eigin kostnað til þess
að hægt sé að afla
samþykkis nágrannanna í hverfinu...
• Páil AsgeirÁsgeirsson fyrrum
blaðamaður á DV heldur úti
skemmtilegri bloggsíðu þar sem
hann segir reynslusögur úr starfi
blaðamannsins Páls. Ein er á þá leið
að þegar Páll Ásgeir starfaði á tíma-
ritinu Frjálsri versl-
un var honum falið
að skrifa nærmynd
af Kjartani Gunnars-
syni framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðis-
flokksins. Þegar
hann hafði skrifað
all ítarlega grein um manninn Kjart-
an vildi Páll bera skrifin undir hann.
Kjartan taldi af og frá að leyfa birt-
ingu greinarinnar. Kjartan mun hafa
sagt Páli að hann, í námi sínu sem
lögfræðingur, hafi sérstaklega „kynnt
sér rétt manna tii einkalífs þegar fjöl-
miðlar væru annars vegar og væri
nánast sérffæðingur á þessu sviði og
væri fús til að beita þeirri sérþekk-
ingu sinni ef á þyrfti að halda." Þegar
svo Páll þráaðist við fór Kjartan, sem
að viti Páls hefur sennilega viljað
sýna fram á alvöru málsins, skyndi-
lega að spyrja út í það hvort ekki
væri hlutafélag sem gæfi blaðið út og
þar af leiðandi tfl sölu. „Eftir þessa
fyrirspurn ræddi ég málið við eig-
endur blaðsins og við urðum sam-
mála um að hætta við birtingu
greinarinnar fyrst Kjartan bæði okk-
ursvona vel.“...
• Athafnamaðurinn Ingvar Þórðar-
son er farinn að hugsa sér tfl hreyf-
ings eftir að hafa látið lítið fyrir sér
fara undanfarið. Eins og kunnugt er
kom Ingvar fyrir löngu síðan að rek-
stri Kaffibarsins svo eitthvað sé nefnt
og það þarf því ekki að koma á óvart
að hann er á leiðinni aftur í veitinga-
bransann. Ingvar mun hafa tryggt
sér húsnæðið fyrir ofan Felix (áður
Ovenju mikii un dauinil iiinfarið
Miiiriii nuö iðm í keinsóftn
,Já, það hefur verið svakalega
mikið að gera að undanförnu.
Óvenju mikið,“ segir Rúnar Geir-
mundsson útfararstjóri. Hann seg-
ist engar skýringar kunna á hinni
miklu bylgju dauðsfalla sem riðið
hafa yfir þjóðina að undanförnu.
„Þetta virðist koma í bylgjum.
Það var mikið að gera um jólin sem
og eftir áramótin og er enn. Og á
þessu finnast engar skýringar. Við
höfum reynt að fylgjast með þessu
til að geta búið okkur undir það ef
mikið verður að gera. En þetta kem-
ur okkur í opna skjöldu. Bara eitt-
hvað sem gerist í himintunglunum.
Svo virðist sem maðurinn með ljá-
inn sé í heimsókn," segir Rúnar.
Hann segir jafnframt að í nóv-
ember hafi verið lítið að gera. Þá
hafi verið 54 dauðsföll sem telst lít-
ið miðað við að á ári eru á íslandi
milli átján og nítján hundruð
dauðsföll að meðaltali. Mest er
þetta gamalt fólk sem er að skilja
við en ekki hefur verið neinn sér-
stakur slysafaraldur til þess að gera.
Inflúensa og mataræði er talið lík-
legasti orsakavaldurinn.
15 aðilar hafa leyfi fyrir útfarar-
þjónustu frá dóms og kirkjumála-
ráðneytinu. Fimm eru starfandi á
höfuðborgarsvæðinu og er um 90
prósent eru hjá þremur þeirra:
Kirkjugörðunum, Útfararstofu ís-
lands og Útfararþjónustan ehf.
Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Kann engar skýríngar á hrínu dauðsfalla en nú er
mikið að gera hjá útfararstofum á Islandi.
Sportkaffi) þar sem
Spaksmannsspjarir
voru síðast til húsa.
Þar ætlar Ingvar sér
að opna hamborg-
arastað og hefur
samið við rekstrarað-
ila Felix um að hann
þjónusti staðinn með mat. Þeir sem
koma að horfa á fótbolta þar koma
því í framtíðinni til að éta hamborg-
ara frá Ingvari, flutta með lyftu niður
í kjallarann. Ingvar fylgir með þessu í
fótspor Tómasar Tómassonar sem
enn á ný er að fara að opna ham-
borgarastað í Skeifunni niður við
höfn vesturíbæ...
• Þjóðleikhúsið fer inn á nýjar
brautir í hagræðingu þegar verkið
Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene
O'Neill verður ffumsýnt með vorinu.
Til stendur nefnilega að nota
sömu leikmynd og í verkinu
lón Gabríel Borkman eftir
Henrik Ibsen, sem frumsýnt
var á annan jóladag. Leik-
myndina við Borkman gerði
Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir, einn rómaðasti leik-
myndahönnuður landsins um langt
skeið, en leikstjóri var Kjartan Ragn-
arsson. Leikstjóri Elektru verður aft-
ur á móti Stefán Baldursson
Þjóðleikhússtjóri sjálfur og
hyggst hann sem sé nota leik-
mynd Þórunnar Sigríðar lítið
eða ekki breytta. Ekki er vitað
hvort hér er um sparnaðarráð-
stöfun að ræða eða hvort Stef-
án var einfaldlega svona
ánægður með leikmyndina við Bork-
man, sem vissulega hefur mælst vel
fyrir.
Krossgátan
Lárétt: 1 samtal, 4 vé-
fengir, 7 heimila, 8
glögggur, 10 bindi, 12
flýtir, 13 erta, 14 labb, 15
gljúfur, 16 hækkuðu, 18
galsi, 21 pári, 22 pluss,23
elja.
Lóðrétt; 1 farvegur, 2
málmur, 3 víðavangs, 4
dekur, 5 merki, 6 flakk, 9
ok, 11 landakort, 16 eyri,
17 sjáðu, 19 sveifla, 20
þreyta.
Lausn á krossgátu
'ihioz 'eÞ6L
'0>|S a 'j|j 9t 'sepe 11 jje|>| 6 jej g'jej sjiæpjys Þ'sjnBuejaq £'Á|q j'sbj t ijjajeoq
!u5! 'sog zntoj>| tzjsjae
81 'nsu 91 j[6 s t 'ygj p t 'uneq e t jse j t jej} o l 'JA>|S 8 'eptei l 'JBJs V 'qqeJ t :H?J?i
Véðrið
Allhvasst «7 ** WSSÉr Strekkingur
* VL2>>‘ ‘ * * Nokkur Strekkingur vindur V • "'* • ?•'
* /^\ ' ' 'A' '. -- r! .. ... * * • Gola
. strekkingur O / 'rí/ ’■ * >N
/S Strekkingur -t
Strekkingur
>-* Gola J *
Gola
■2t . . J jStrekkinqur