Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAF7AHUÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMi550 5000 • Björgólf- urThor Björgólfs- son, sem kynntur hef- ur verið til sögunnar sem fyrsti íslenski billjónerinn, býr í London og er sagður búa í næsta húsi við stórpopparann Robbie Williams. Munur- inn er hins vegar sá helstur að Robby býr f raðhúsi en Björgólfur Thor í einbýlis- húsi... • Umræðan um meintan ritstuld Hann- esar Hólm- steins frá Nóbelskáld- inu fer víða og nú síðast upp á svið Þjóð- leikhússins. I Dýrunum í Hálsaskógi situr nú Bangsa-pabbi og fárast yfir því að engar gæsalappir séu í dagblöðunum. Það er ömÁmason sem leikur Bangsapabba en þetta með gæsalappirnar mun ekki vera í handritinu... í Flórída Flytur til Texas Þá er hægt að keyra í klofið! / Myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells hefur ákveðið að flytja frá Flórída og alla leið til Texas. Þar tel- ur hann að meira rúm verði fyrir sig og verk sín en Jóhann er 81 árs og hefur verið búsettur í Bandaríkjun- um frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Jóhann er virtur listamaður í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Eða eins og einn félagi hans orðaði það vestra: „Hann var fullskapaður listamaður um svipað leyti og við vorum að reyna að komast að því hvað list er.“ Jóhann hefur lengst af starfað við kennslu í listgreinum við Há- skólann í Mið-Flórída en lét þar af störfum fyrir fimm árum eftir 30 ára kennslu. Jóhann bjó lengst af nærri Oviedo við Tuskawilla Road þar sem risastórar höggmyndir hans í garði settu svip á umhverfið. En það var einmitt ein slík högg- mynd sem varð til þess að Jóhann ákvað að færa sig um set á níræðis- aldri. Nágranni kvartaði yfir högg- myndinni og taldi hana slúta um of yflr gangstétt ætlaða almenningi. Taldi hann börn í nálægum skóla geta hlotið skaða af verkinu. Og þá var Jóhanni nóg boðið þó hann geri lítið úr því í viðtali við dagblaðið Orlando Sentinel: „Ég er bara venjulegur náungi og vil fá betra og meira rými til að star- fa,“ segir Jóhann íviðtalinu. „I Texas fæ ég fjórar akreinar til að aka á og þar mun enginn krefjast þess að ég flytji eitt né neitt úr stað.“ Jóhann Eyfells hefur alltaf hald- ið sambandi við heimaland sitt þrátt fyrir langa fjarveru. Síðast Tröllin hans Gunnars Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, er framsýnn maður og hugmyndaríkur. Fyrir rúmum þremur árum lagði hann til við þá- verandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, að gerð yrðu göng inn í Þríhnjúka sem liggja á mörkum Garðarbæjar og Kópavogs en í Þrí- hnjúkum er talin vera stærsta hraun- hvelflng í heimi; 120-200 metra djúp og 90 metra breið í botni. Um leið lagði hann til að tröllastyttur Ás- mundar Sveinssonar yrðu stækkaðar margfalt og reistar yfir hraðbrautir sem liggja inn í höfuðborgina sem nokkurs kona tákn fyrir borgina. Nú á dögunum samþykkti svo borgarráð að beina hugmyndum Gunnars um Þríhnjúka til Höfuð- borgarstofu sem leita mun sam- starfs við nágrannasveitarfélögin um að hrinda hugmyndinni i fram- kvæmd. Eftir standa þá tröll Ás- mundar en á minnisblaði til Ingi- bjargar Sólrúnar borgarstjóra í október árið 2000, skrifar Gunnar Eydal meðal annars: „Svo vildi til að á námsárum mínum kynntist ég lítillega Ás- mundi Sveinssyni myndhöggvara. Hann minntist stundum á það að gaman væri að stækka „Tröllin" upp í margfalda núverandi stærð og reisa þau t.d. yfir Reykjaveginn. Þessi hugmynd hefur verið mér hugleikin síðan, hvort eitt af „Tröll- unum“ gæti ekki orðið eins konar einkenni fyrir Reykjavíkurborg með því að reisa það í margfaldri núver- andi stærð þannig að það gnæfði yfir umhverfið og sæist vítt að. Gaman væri a.m.k. að kostnaðar- reikna slíka hugmynd og ímynda sér góða staðsetningu." Jóhann Eyfells Vill fá rými til að vinna og frið fyrir nágrönnum. iTexas er nægt landrými. sýndi hann í Listasafni íslands „Það er ekkert stórmál þó ég 1992. Hann var kvæntur listakon- flytji til Texas. Þar sé ég fram á unni Kristínu Eyfells í 53 ár en hún bjartari framtíð," segir hann og tek- lést fyrir tveimur árum: ur stefnuna á Fredericksburg sem er 70 mílur vestur af Austin. Hann ætlar áfram að eiga hús sitt í Flór- ída og vinir hans segja að hann hafl keypt sér búgarð í Texas. Ljúffengir og fljóteldaðir 2 lambapottrétti r GOÐI áOÖIps? Hvort sem ætlunin er að elda góða bragðmikla máltíð á 10 mínútum, eða gera veislumat úr góðu hráefni, þá eru pottréttirnir frá Goða rétta valið. Pottréttur Þrjár tegundir eru nú fáanlegar: Lambakjöt í karrýsósu Lambakjöt í drekasósu Lambakjöt í tapenadesósu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.