Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 4
72
AKRANES
að skýra með því, sem vér þekkjum um
lögmál náttúrunnar. Vindstaðan breytt-
ist ekki, en regnskúrina, sem virtist
vera að fara fram hjá okkur, tók að
draga nær okkur, móti vindi, eins og al-
máttugar hendur Drottins væri þar að
verki.
Við söfnuðum regnvatni, svöluðum
þorstanum, og áttum nokkrar vatns-
birgðir afgangs. — Og þessi Guðs-gjöf
hélt í okkur líftórunni næstu fjóra daga.
Sjö vorum við, sem komumst líis af, •
en enginn var óskemdur á fótum nema
ég. Hinir sex, voru fleiðraðir á fót-
um og fótleggjum eftir sjóseltu-blöðrur,
og illa haldnir. Hinn litli vatnskammtur
okkar virtist ekki vera til annars en að
auka þorstakvalirnar. Sulturinn dró svo
úr mætti okkar, að við urðum lémagna
af hverri lítilfjörlegri áreynslu. Föt
okkar voru öll í tætlum, og brennandi
hitabeltissólin kvaldi okkur miskunnar-
laust. Við vorum nú allir með óráði,
öðru hvoru, að minnsta kosti. Ég er þess
alveg fullviss, að hin nýfengna trú mín
á Guð og traust á honum, hélt mér uppi.
Á bænastund okkar, hinn átjánda dag
hrakninganna, baðst ég fyrir heitar og
innilegar en ég hafði nokkru sinni beð-
ið áður. Að þessu sinni bað ég þess, að
okkur yrðu bjargað. Að bænastundinni
lokinni fannst mér ég vera öruggur, eitt-
hvað svipað því, sem ég hafði átt að mér
að vera, áður en ég lenti í þessum
hrakningum. Mér fannst ég finna það
á mér, að okkur myndi koma hjálp, þá
og þegar.
Skömmu eftir dögun næsta dag, sá-
um við flugvél nálgast. Við kölluðum og
veifuðum dulum. Flugvélin þaut áfram
með miklum hvin, hér um bil þrjár
fjórðungsmílur frá okkur, — og flug-
mennirnir sáu okkur ekki. Við grétum
ekki, végna þess, að nú var ekki til í
okkur vökvi, sem framleitt gæti tár.
Tuttugasta morguninn losaði Cherry
sinn fleka frá hinum flekunum, með
þeim rökum, að ef flekarnir væri dreifð-
ari, þá væri líkindi til þess, að einhver
flekinn fyndist. Þetta virtist vera skyn-
samleg athugun, svo að ég leysti einn-
ig minn fleka. Með mér voru á honum
De Angelis og Reynolds liðþjálfi, sem
hafði verið loftskeytamaður okkar.
í dögun, tuttugasta og fyrsta daginn,
vakti De Angelis mig.„Jim!“ sagði hann.
„Það getur verið sjónhverfing, en mér
sýnist ég sjá eitthvað!“
Á að gizka 12 mílur frá okkur, sáum
••■o á kollana á pálmatrjám! Hinir fleL
arnir voru horfnir úr augsýn. Ég setti
nú út aluminiumárarnar, sem bátnum
fylgdu og byrjaði róður, sem ég þrauk-
aði við í hálfa-áttundu klukkustund. Og
þá gerðist síðara kraftaverkið, sem ég
nefndi hér að framan. Það, sem ég gerði
til þess að komast til þessarar eyju, var
ekki hægt að gera, nema með atbeina
yfirnáttúrlegs máttar. Félagar mínir
voru hörmulega illa á sig komnir. De
Angelis reyndi að leysa mig af hólmi
öðru hvoru og taka árarnar. En hann
var svo máttfarinn, að hann gat aðeins
tekið íáein áratog í hvert sinn, og var
þá uppgefinn. Reynolds lá í austrinum.
Augun voru sokkin þumlung inn í haus-
kúpuna á honum, svo að hann var á-
sýndum eins og afturganga.
Þegar við þóttumst vera að komast
að eyjunni, greip okkur mótstraumur,
sem bar okkur til hafs aftur. Ég hrópaði
til Drottins, að hann gæfi mér þrek, —
kallaði svo hátt sem mér var unnt, mót
vaxandi vindi, eins og ég óttaðist það,
að hann heyrði ekki til mín.
Hálíri stundu síðar var það sýnilegt,
að ég var farinn að vinna talsvert á,
gegn strauminum. En þá bar að nýtt
mótlæti. Yfir okkur skall nú rigningar-
hrina, svo sótsvört, að eyjan hvarf okk-
ur sjónum. Ég hrópaði: „Guð minn góð-
ur, — yfirgefðu okkur nú ekki!“
Hann gerði það ekki heldur. í loka-
átökunum til þess að ná landi á eyjunni,
kengbeygði ég aluminium-árarnar. Þó
var það ekki ég, Jim Whittaker, sem
gerði það. Til þess haíði ég ekki afl, —
ég hefði ekki getað beygt títuprjón, svo
var af mér dregið. Ég varð þess heldur
ekki var, að ég beitti nokkru afli. Það
var eins og að árarnar ynnu sjálfkrafa,
svo að segja, og herfdur mínar fylgdu
aðeins með hreyfingum þeirra. Nú voru
aðrar hendur en hendur mínar á þess-
um árum.
í dag, — og nú orðinn fullfrískur eft-
ir þessa hrakninga, — myndi ég ekki á-
ræða að leggja í að róa slíka vegalengd
á þessum slóðum. En þegar þetta gerð-
ist, var ég aðframkominn eftir þriggja
vikna hungur og þorsta og sólbruna-
kvalir. Ég leysti þarna af hendi þrek-
virki, sem hefði reynzt fullfrískum
manni ærin þraut.
Flekinn tók nú niðri á rifinu. Síðan
þumlunguðum við hann með mestu var-
kárni yfir kóralla-hrúðrið (hætt var við
að gúmmíið rifnaði á hrúðrinu, ef ekki
var gætt varúðar) og hrundum honum
síðan á flot aftur, á lognslétt lónið. Um
klukkan tvö hinn 21. dag tók flekimi
niðri á sjálfri eyjunni. Okkur var borg-
ið.
Jafnskjótt og við vorum allir komnir
á þurrt land, krupum við á kné og þökk-
uðum Guði fyrir handleiðslu hans.
Ég hef sagt þessa sögu svo oft, sem
ég hef átt þess nokkurn kost, — flug-
vélasmiðum, stáliðnaðarmönnum og
skipasmiðum, — söguna um flekana og
það, hvernig ég fann Drottinn minn,
meðan á þessum hrakningum stóð. Og
enn mun ég segja hana ótal sinnum, —
eða svo lengi, sem mér endist aldur.
Þetta var stórfenglegasta ævintýrið,
sem nokkurn mann getur hent. Þetta
er stórfenglegasta sagan, sem nokkur
maður getur sagt af sjálfum sér.
Lauslega þýtt úr
„Readers Digest".
Th. Á.
Verum samtaka
í síðasta blaði var nokkuð rætt um,
hvert vera ætti meginmatkmið blað-
anna, og að litlu blöðin he.ðu þar verk-
efni að vinna ekki síður en hin stærri.
Þar var bent á, að hin litlu byggða- eða
þæjablöð myndu á marga vegi geta gert
meira gagn og markvissara en þau ílest
nú gerðu, og að rétt væri fyrir þau að
hyggja betur að því.
Fyrsta verkefni þessara blaða á að
snúast um dagsins og framtíðarinnar
mál hvers bæjar eða héraðs. Um hverju
mest sé þörf á að koma í framkvæmd
og hvern veg það beri að vinna.
Annað. Hverju breyta megi til batn-
aðar í skipulagi, eða yfirleitt frá því
sem nú er í bæ eða byggð. Um hvers-
konar framleiðslu, um húsakost og hí-
býlaprýði. Um skipulag, vegi og bættar
samgöngur. Um skóla- og heilbrigðis-
mál. Um félagsmál o. fl. o. fl.
Þriðja. Að halda til haga, skrásetja
og birta hverskonar fróðleik gamlan og
nýjan snertandi viðkomandi hérað, og
gera það svo rækilega sem nokkurs er
kostur. Þetta er mjög vel þegið, enda
enganveginn hneisulaust að íbúarnir
viti ekkert um sitt eigið hérað annað
en útlit þess í dag. Að þeir séu alls ó-
kunnugir um hverjir hafi búið þar á
undan þeim. Hvað þeir hafi hugsað,
starfað og stritað. Við hvaða sorg eða
sæld þeir hafi setið á liðnum öldum.
Sjálfsagt þykir mörgum ævi sín ill enn
í dag. Og þó býr jafnvel hinn lakasti
nú, við allsnægtir móts við þá örbirgð,
sem í ótal tilfellum má jafna til áður.
jafnvel svo að segja fyrir fáum árum.
Þetta má og þarf hver kynslóð að vita,
til þess að geta verið því hugulsamari
og hyggnari í lífi sínu og dómum, ekki
aðeins gagnvart þeim, sem „sofnaðir“
eru, heldur gagnvart samtíð sinni. Til
þess að skilja þá hina miklu þróun, sem
er söguleg og samtengd þrátt fyrir allt.
Fjórða. Um aðrar andlegar og líkam-
legar þarfir þjóðarinnar í víðasta skiln-
ingi talað. Að fólk í hinum fjarlægustu
héruðum finni þar eitthvað fyrir sig.
Almenns efnis eða um blaðsins eigið
hérað, svo hann eigi, þegar hann verður
þar ferðalangur, hægara með að kynn-
ast, skoða og spyrja um hitt eða þetta,
héraðinu viðkomandi. Og jafnvel að fá
ýmsu svarað um það, heima á sínu eigin
rúmi, án ferðalaga. Með nákvæmum og
glöggum skrifum getur þá líka eitt hér-
að orðið öðru til fyrirmyndar eða til
viðvörunar, og getur hvort tveggja á
stundum verið jafn mikils virði.
Fimmta. í slíku blaði á hvert mál að
krifjast til mergjar, og ræðast með rök-
um, og á afgreiðsla málsins að mótast
af því. Þar á að sjást ljóst og skilmerki-
lega, hvers vegna lausn málsins var á
þennan veg en ekki hinn. í slíku blaði
eiga menn, og læra smátt og smátt, að
rökræða málin en ekki rægja. Þessi