Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 3

Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 3
AKRANES 71 „Ekki er hœgt að vera guðleysingi, ef menn hendir það, að lenda í hrakningum á gúmmífleka“, skrifar einn af félögum Rickenbacker’s í hinum heimskunnu hrakningum á Kyrrahafinu í vetur Aðrar hendur en hendur mínar Stytt úr bókinni: „Vér hugðumst heyra englana syngja“. Eftir Jaines C. Wittaker liðsforingja. Frásögnin um hrakninga þeirra Eddies Rickenbackers ofursta og sex félaga hans í þrjár vikur í gúmmíflekum, á Suðvest- ur-Kyrrahafi, er ekki aðeins saga um hugrekki og þrautsegju, — hún er einn- ig saga um trúartra ust. I þessari grein, er sagt frá því, hvemig þ a ð átti þátt i því, að þeim entist orka til þess að lifa af hörmungar þœr, sem þeir áttu við að etja. Mér kemur það svo fyrir sjónir, að á þeim þrem hörmungavikum, sem við vorum að velkjast á Kyrrahafinu, hafi gerst stórfenglegasta ævintýrið, sem nokkur maður getur lifað, sem sé það, að finna guð. Áður en þetta ævintýri gerðist, var ég trúvillingur, eða guðleysingi, gildir einu hvort heldur var. En ekki er hægt að vera guðleysingi, ef menn hendir það, að lenda í hrakningum á gúmmi- bát. Þegar fljúgandi virkið okkar var orð- ið benzínlaust, og ekki var við öðru að búast, en að við myndum hrapa í sjó- inn, sagði John De Arigelis liðsforingi (sem var leiðsögumaður okkar): „Er ykkur það nokkuð á móti skapi, að ég biðjist fyrir?“ Ég minnist þess, að mér fannst þetta með sjálfum mér, óþarfur hé- gómi. En þá minnist ég þess einnig, hve mjög ég blygðaðist mín fyrir þá hugs- un, dagana næstu! Daginn eftir, þegar við vorum allir að velkjast á flekunum, sá ég að John F. Bartek vélamaður, sem var óbreytt- ur hermaður, var að lesa í Nýja-Testa- mentinu sínu. Engum okkar kom til hugar að hæðast að honum. Getur ver- ið, að okkur hafi eitthvað rámað í það, ósjálfrátt, hversu mikils virði hún myndi verða okkur öllum, þessi litla vasabók. Fjórða daginn tók Bartek aftur upp Testamentið sitt. Flekarnir okkar, þrír að tölu, voru tengdir saman með löng- um köðlum, og nú drógum við þá sam- an til þess að hafa bænastund, allir sameiginlega. Við höfðum yfir bæn Lausnarans og Adamson ofursti las upp úr Nýja-Testamenti Barteks. Minn hug- ur til þessa var eitthvað á þá leið, að þetta myndi ekki vera til nokkurs gagns, — en að það gæti þó ekki verið til neins ógagns heldur. William T. Cherry höf- uðsmaður og aðstoðarflugmaður okkar, las síðan upp úr bókinni setningu, sem hljóðaði eitthvað á þá leið, að maður ætti ekki að brjóta heilann um það, hvað maður kynni að fá til matar og drykkjar. Þessu gat ég svo sem sam- sinnt, þótt vantrúaður væri, því að enn höfðum við nægan mat og vatn! En sjötta daginn var okkur orðið það ljóst, að við vorum komnir langt úr leið eftirlitsflugvéla og skipa, og vel gat þá farið svo, -að við fyndumst aldrei. Og nú var farið að draga af okkur vegna sultar. Þetta kvöld hlýddi ég á bæna- gerðina viljalaus. Allir báðum við nú um mat. Þá skar Cherry úr, en hann nefndi Drottinn jafnan „gamla meist- ara“ — af gömlum vana í vélarúmi. Hans bæn var á þessa leið: „Góði, gamli meistari! Við erum í fjarskalegum vandræðum, eins og þú veist. Þú ert sennilega að undirbúa einhverja hjálp, sem kemur þá á morgun eða hinn dag- inn, ef ekki fyrr. Þú athugar hvað þú getur gert fyrir okkur, gamli n.eistari!“ Síðan kveikti Cherry á kvöldblysinu okkar í þeirri von, að eitthvað myndi nú gerast. Einhver galli var á blysinu. Það fór aðeins lágt og féll síðan niður, logandi, á milli flekanna. Við bjarm- ann af blysinu, sáum við fiskitorfu á hröðum flótta undan hákarli, sem elti hana, — en fiskarnir runnu á ljósið, og flóttaasinn var svo mikill, að tveir væn- ir fiskar rákust á flekann okkar og hent- ust upp í hann. Morguninn eftir fékk hver okkar ofurlítinn bita af hráum fiski í morgunverð. Að kvöldi þessa dags, tók ég þátt í guðræknisstundinni af heilli hug en áð- ur. Og nú gat ég farið með bæn Lausn- arans nokkurnveginn viðstöðulaust. Meðan ég lifi mun ég minnast þessarar bænagjörðar, og þess, sem á eftir fór. Bæn Cherrys var eitthvað á þessa leið: „Góði, gamli meistari! Við vorum að biðja þig um mat í gær, og þú gafst okkur mat. Og nú langar okkur til að biðja þig um vatn. Ef þú getur ekki sint okkur fyrr en seinna, er ég hræddur um, að þetta fari allt illa fyrir okkur. Þú átt leikinn!“ Mér finnst, þegar ég hugsa um þetta nú, sem þessi bæn Cherrys hafi haft inni að halda allt það, sem í bæn á að vera, — hvað sem er um orðalagið: tilmæli til Drottins, traust á mætti hans og undir- gefni undir vilja hans, og óhagganleg trú á það, að tilmælunum verði sint. Skömmu eftir að bænagjörð okkar var lokið, sá ég að himininn var að dökkna í austri, og ofan úr hinum sí- dökknandi skýjum lagði bláleita slæðu. Þetta var regnskúr, — og hún færðist í áttina til okkar. „Þarna er rigningin að koma!“ gall Cherry við. „Þakka þér fyr- ir, gamli meistari!“ Og í sömu andránni var sem helt væri yfir okkur úr ámum, köldu, hressandi vatni. Við héldum lói- unum undir, til þess að „leiða“ þenna lífgefandi vökva ofan í þurrar kverk- arnar. Er við höfðum þannig svalað sár- asta þorstanum^söfnuðum við regnvatni í seglúdka og létum síðan í gúmmí- björgunarvestin okkar, til síðari þarfa. Níunda daginn sendi drottinn okkur aftur ofurlítinn mat, — en það var lítill hákarl, sem Cherry veiddi á beran öng- ul. Á guðræknisstund okkar tíunda dag- inn, flutti Cherry „Faðirvorið“ upphátt fyrir okkur, og síðan flutti hver ein- staklingur sína bæn. Játuðu menn nú í heyranda hljóði ávirðingar sínar og syndir. Mig gildir einu þó að ég játi, að þá tók ég ákvörðun um eitt atriði, að minnsta kosti. Svo var háttað lundar- fari mínu, að ég gat ekki verið sam- vistum við nokkurn mann í stundar- fjórðung, án þess að stofna til þrætu. Og hjá félögum mínum hafði ég fátt þótst sjá nýtilegt. Nú gerði ég það upp við sjálfan mig, að réttara væri, að þýðast félaga mína, eins og þeir kæmi fyrir, — þeir væri allir ágætismenn, og það skyldi ég láta mér lynda, þangað til það kæmi þá fyrir, að einhver þeirra sýndi mér annað. Rickenbacker ávarpaði Drottinn jafn- an: „Faðir vor“. Ricki hefur aldrei þótst vera neinn trúmaður, en hann er þó svo mikill trúmaður, sem til þess þarf, að veröldin verður manni vistlegri dvalar- staður en ella. Einn félagi okkar bað þess, að hann mætti deyja, svo að kval- irnar væri á enda. En þá gall Ricki við og sagði: „Hættu þessu, — vertu ekki að ónáða hann með svona væli. Hann svar- ar bænum karlmenna, en slíku þvaðri sem þessu, anzar hann ekki!“ Á þrettánda degi okkar í þe^sum hrakningum, gerðist hið fyrra af tveim kraftaverkum, sem urðu til þess að sótt- hreinsa mig að eilífu af vantrú minni og efasemdum. Sólskinið hafði verið steikjandi heitt. En um miðjan morg- un sáum við regnskúr draga yfir, en hún fór fram hjá, um það bil mílufjórð- ung frá okkur. Áður en ég vissi af, var ég farinn að biðjast fyrir upphátt. „Drottinn!“ sagði ég, „þú veizt, hversu mikil nauðsyn okkur er á vatni. Vind- urinn hefur feykt regninu fram hjá okk- ur. Það er á þínu valdi, að senda okkur það aftur. Þig munar ekkert um þetta, en fyrir okkur er um lífið að tefla. Skip- aðu vindinum að reka regnið til okkar, sem munum deyja, ef við fáum ekki vatn!“ Það er æði margt, sem ekki er hægt

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.