Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1959, Page 11
TIMARIT
VERKFRÆÐilMGAFÉLAGS ÍSLAMDS
5. hefti 19 5 9 44. árg.
t
GEIR G. ZOEGA
fyrrv. vegamálastjóri.
Fœddur 28. sept. 1885. Dáinn lf. jan. 1959.
Geir G. Zoéga var fædd-
ur i Reykjavík 28. sept.
1885, sonur Geirs T.
Zoéga latínuskólakennara,
síðar rektors Menntaskól-
ans í Reykjavik, og konu
hans Bryndisar Sigurðar-
dóttur. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Latínuskól-
anum í Reykjavík 1903 og
hóf siðan nám við Den
polytekniske Læreanstalt
í Kaupmannahöfn og laulc
þaðan prófi í bygginga-
verkfræði árið 1911.
Þegar að námi loknu
gerðist hann aðstoðar-
verkfræðingur hjá lands-
verkfræðingi, sem þá var
Jón Þorláksson, og starf-
aði hjá honum við vega-
og brúagerð allt til ársins
1917, er Jón lét af em-
bætti. Var hann þá skip-
aður vegamálastjóri og
gegndi því embætti þar til
í ársbyrjun 1956, er hann
lét af störfum fyrir ald-
urs sakir. Hafði hann þá
starfað að vegamálum
hálfan fimmta tug ára og
sem vegamálastjóri í nær fjóra áratugi.
Er Geir Zoéga hóf starf sitt við vega- og brúagerð,
var viðhorfið allt annað en nú. Akfærir vegir á landinu
voru um 300 km og brýr aðeins 11 að tölu. Þegar hann
lét af störfum, voru akfærir vegir orðnir um 9000 km
og brýr nær 800. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um,
hvílíkt stórvirki var unnið í vegamálum undir hans stjórn.
Lengst af voru verkfæri nær eingöngu hakar, skóflur,
kvislar og hestvagnar, fjárveitingar smáar og dreifðar
svo sem enn í dag, en
verkefnin óþrjótandi.
Fyrst eftir 1940 fóru stór-
ar nýtízku vinnuvélar að
flytjast til landsins frá
Ameriku og hafa nú út-
rýmt hinum gömlu hand-
verkum. Var Island eitt
fyrsta land i Evrópu, sem
tók jarðýtur í notkun við
vegagerð. Starfslið við
verkfræðistörf hafði hann
jafnan af skornum
skammti og þurfti því
sjálfur að sinna fjölda
verkefna, sem aðrir hefðu
auðveldlega getað leyst.
Hann ferðaðist árlega
um mikinn hluta landsins,
fyrst á hestum, en síðan
með nýtízku faraitækjum.
Munu fáir núlifandi menn
vera eins gerkunnugir
landinu og hann var eða
hafa jafn öruggt minni um
landslag og staðhætti.
Geir Zoéga var hár
maður vexti og hið mesta
glæsimenni. Hann var gáf-
aður vel og mikill tungu-
málamaður. Talaði hann
og skrifaði ensku og þýzku reiprennandi auk Norður-
landamálanna. Hann var prúðmenni í framgöngu og
kunni manna bezt að stilla skap sitt, lagði jafnan gott
til mála, og aldrei heyrði ég hnjóðsyrði af hans vörum
um einstaka menn. 1 samkvæmum var hann alltaf hrók-
ur alls fagnaðar, var vinmargur og vinfastur. Starfs-
maður var hann með afbrigðum og vinnuþrekið óbilandi.
Var hann aldrei svo störfum hlaðinn, að hann gæti ekki
lagt góðu máli lið, ef til hans var leitað.