Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1959, Page 12
66
TlMARIT VFl 1959
Sem verkfræðingur og stjórnandi hafði Geir Zoega
marga ágæta hæfileika. Hann hafði í upphafi notið góðrar
verkfræðilegrar menntunar, og þeirri þekkingu sinni
hélt hann vel við allt til dauðadags. Hann var að eðlisfari
nákvæmur og vandvirkur og var afar fljótur að koma
auga á veilur eða vanhugsaða hluti i áætlun eða greinar-
gerð. Hugkvæmur var hann i bezta iagi og mjög hag-
sýnn, og komu þeir eiginleikar sér vel við lausn marg-
vislegra vandamála við vega- og brúagerð, þar sem
fjárráð voru jafnan af skornum skammti, en verkefnin
óteljandi. Þótt hann sökkti sér oft niður í lausn einstakra
vandamála, þá hafði hann jafnan glögga heildarsýn yfir
þau verkefni, sem unnið var að og framundan voru.
Þessir eiginleikar Geirs Zoéga urðu fljótt þess valdandi
að honum voru af Alþingi og ríkisstjórnum falin mörg
verkfræðileg trúnaðarstörf, sem ekki snertu vegamálin
beint.
Árið 1917 var hann skipaður ráðunautur ríkisstjórn-
arinnar í vatnamálum og í járnbrautarmálinu 1922. Hann
átti mikinn þátt í undirbúningi löggjafar um skipulag
kaupstaða og kauptúna og var skipaður formaður skipu-
lagsnefndar ríkisins 1921 og gegndi því starfi, þar til
hann lét af embætti. Allt frá 1921 til 1944 hafði hann
umsjón með mælingum bæja og kauptúna og gerði
skipulagsuppdrætti, en þá var stofnað embætti skipu-
lagsstjóra ríkisins. Formaður í Flóaáveitunni varð hann
1926. Yfireftirlit með brunavarnarmálum utan Reykjavík-
ur var honum falið 1929 og gegndi hann því starfi allt
til dauðadags. Árið 1930 tók hann við umsjón með land-
mælirigum hér á landi og útgáfu uppdrátta landmæl-
ingastofnunarinnar dönsku af Islandi. Gegndi hann því
starfi alla tíð, og er hann lét af embætti vegamálastjóra,
kom hann á fót vísi að sjálfstæðri íslenzkri landmælinga-
stofnun.
Auk þessara og fjölmargra annarra opinberra trún-
aðarstarfa tók hann lengst af virkan þátt í athafna-
lífi höfuðstaðarins bæði í útgei'ð og iðnrekstri. Hann
starfaði mikið að félagsmálum og var einn af þrettán
stofnendum Verkfræðingafélags Islands 1912 og formað-
ur þess 1916—1918. 1 stjói'n V.F.l. átti hann síðar sæti
frá 1920—1928 og var aftur formaður 1928—1930. Hann
átti einnig sæti í mörgum nefndum á vegum V.F.l. og
var kjörinn heiðursfélagi þess 1955. Hann var einn af
stofnendum Ferðafélags Islands 1927 og forseti þess alla
tíð frá 1937. Hann vann mikið og merkilegt starf í því
félagi, því að honum var flestum mönnum betur Ijós
auðlegð og fegurð íslenzkrar náttúru.
Fyrir hin fjölmörgu störf sín í þágu lands og þjóðar
og ýmissa félaga var hann sæmdur fjölda innlendra og
erlendra heiðursmerkja og sýndur margháttaður annar
sómi. Árið 1947 var hann kjörinn félagi í Akademiet for
de tekniske videnskaber í Danmörku og sama ár bréf-
félagi I Norsk ingeniörforening. Heiðursfélagi Norræna
vegtæknisambandsins var hann kjörinn sumarið 1958
og hafði þá átt sæti í stjórn sambandsins frá stofnun
þess 1935.
Árið 1916 kvæntist hann Hólmfríði Geirsdóttur Zoéga,
hinni ágætustu konu, dóttur Geirs Zoéga útgerðarmanns
og kaupmanns í Reykjavík. Frú Hólmfríður var manni
sínum stoð og stytta í erfiðu og erilsömu stai'fi. Hún
ferðaðist mikið með honum bæði hér heima og erlendis.
Heimili þeirra hjóna í Túngötu 20 var viðbrugðið fyrir
gestrisni, alúðlegar móttökur og myndarskap.
Þeim hjónum varð sex barna auðið, og eru fimm
þeirra á lífi. Geir Agnar vélfræðingur, Gunnar viðskipta-
fræðingur, Bryndís forstöðukona, Áslaug, gift Gunnlaugi
Pálssyni arkitekt, og Ingileif kennari.
Geir Zoéga vai' hamingjusamur maður, því að hann
hafði yndi af starfi sínu, þó erfitt væri og naut þeirrar
gleði og fullnægingar að loknu ævistarfi að geta skilið
eftir sig meira sýnilegt verk en nokkur annar núlifandi
Islendingur, ^enda mun hans jafnan minnzt sem helzta
brautryðjandans í samgöngumálum þjóðarinnar.
Sigui-ður Jóhannsson.
ÍSTRUFLANIR VIÐ RAFSTÖÐVAR
Eftir Hauk S. Tómasson, jarðfræðing.
Inngangur.
Á liðnum vetri hefur á skrifstofu raforkumálastjóra
nokkuð veiið rætt um ístruflanir rafstöðva og hvað rann-
saka beri í þessu sambandi vegna komandi virkjana
og þeii'ra níivei'andi, sem verulega truflast af ís. Var
samþykkt, að á fyrsta stigi slíkra rannsókna skyldi:
a) safna allri innlendri og erlendri reynslu um ístrufl-
anir, sem til næðist, b) gera yfirlitstöflu um rafstöðvar
á Islandi og safna í hana upplýsingum um inntakslón,
inntaksristar, vatnsnotkun, rennsli, ístruflanir o. fl. Var
von manna, að þessi tafla mundi sýna, hvað helzt hefði
áhrif á ístruflanir rafstöðva.
Ekki er um auðugan garð að gresja, þar sem eru
greinar um þessi mál. Þó náðist í 11 erlendar greinar
og nokkrar íslenzkar. Byggist þessi gi'ein aðallega á
hinum ei'lendu greinum og er reynt að bera helztu nið-
urstöður þeirra saman við íslenzkar aðstæður. Mikið
vantar á, að greinarhöfundar séu sammála i niðurstöðum
sínum, en þó virðist viss þróun í greinunum í átt til
meira samræmis, því yngri sem þær eru. Sameiginlegt
öllum ei'lendu greinunum er, að höfundar þeirra þekkja
aðeins aðstæður, þar sem töluvei't meginlandsloftslag
er og enginn þeirra þekkir til úthafsloftslags, svipuðu því,
sem við höfum á Islandi.
Aðalheimildir um innlenda reynslu eru ýmsar af skil-
greinum Sigui'jóns Rist til raforkumálastjóra, svo og
umræður á fundum um ísamál. Ennfremur hefur Ágúst
Halblaub, sem var lengi rafstöðvarstjóri við Laxá, skrifað
Itarlega skýrslu um reynslu sína af ístruflunum þar.