Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1959, Side 20
70
TlMARIT VFl 1959
Margir höfundar ræða ráð gegn ístruflunum og eru
allir sammála um, að eina örugga ráðið sé að hafa inn-
takslón stórt og djúpt á inntak. Ef litið er á yfirlits-
töfluna sést, að náin fylgni er milli ístruflana og end-
ingartima inntakslóns.* Rafstöðvarnar frá Glerá og nið-
ur úr truflast allar oft, enda er inntakslón svo lítið, að
það nægir ekki einu sinni til góðrar dægurmiðlunar.
Þessar rafstöðvar hafa heldur engin miðlunarlón.
Aðrar virkjanir með stuttan endingartíma inntakslóns
hafa allar miðlunarlón ofar í ánni. Geta þær þá orðið
ístruflanalausar þótt inntakslón sé mjög lítið, 'eins og
við írafoss. Þar er líka ekkert fall á milli rafstöðva
og fjarlægðin einungis nokkur hundruð metrar. Sé hins
vegar langt á milli miðlunarlóns og rafstöðvar, eins og
við Fjarðarsel, truflast rafstöðin nokkuð, þó ekki eins
oft og rafstöðvar með samsvarandi inntakslón án miðl-
unarlóns. Þegar endingartími inntakslóns er farinn að
skipta dögum og dýpi niður á inntak metrum, verður
aldrei ístruflun. Svo er við Þverárvirkjun, Skeiðsfoss-
virkjun, Fossá Engidal, Mjólkárvirkjun og Fossá Reið-
hjalla. Niðurstaða þessara stofustúdía í ísafræðum virð-
ist sem sagt vera, að efsta virkjun í á þurfi að hafa
stórt inntakslón með endingartíma nokkra daga. Hinar
neðri virkjanir mega hafa lítil inntakslón, ef þær taka
við hver af annarri.
RITSKRÁ.
1. Achermann, K. Betriebliche Vorkomnisse und Er-
fahrung beim Eisgang vom Februar 1956 auf Aare
und Rhein; Wasser und Energiewirtschaft, n. 3, 1959.
* Nothæft rými inntakslóns er miðað við upphaflegt
rými, en við Glerá og Gönguskarðsá hefur mikill aur
borizt í lónin svo raunverulegt nothæft rými er þar tölu-
vert minna nú orðið.
2. Bier, P. J. Ice Preventation at Hydraulic Structures;
Water Power, v. 6, n. 4 og 5, 1954.
3. Cousineau, J. E. Ice Problem in Hydro-electric Dev-
elopment; The Engineering Journal, Montreal, v. 42,
n. 3, 1959.
4. Gisiger, P. E. Safeguarding Hydro Plants Against
the Ice Menace; Civ. Eng. (N.Y.), v. 17, n. 1, 1947.
5. Ágúst Guðmundsson. Um gæzlu og viðhald vatns-
aflsstöðva; Ársskýrsla S.l.R. 1952.
6. Steingrímur Jónsson. Um ístruflanir í Elliðaánum;
Ársskýrsla S.l.R. 1944.
7. Steingrímur Jónsson. Um þurrðir í Hvítá; náttúru-
fræðingurinn 1943.
8. Kanavins, E. Undervann-isproblemer i vassdragene,
Tekn. Ukeblad, n. 44, 1951.
9. — Kunstig issperring i elvelöp; Tekn. Ukeblad,
n. 45, 1951.
10. Guðmundur Kjartansson. Isalagning á ám og vötn-
um; Náttúrufræðingurinn 1934.
11. — Þurrðin i Hvitá. Náttúrufræðingurinn 1943.
12. Laszloffy, H. W. Régime des glaces des riviéres;
La Houille Blanche, v. 3, n. 6, 1948.
13. Melin, R. Undersökning vid S.M.H.I. över vatten-
dragens isföi'hállanden. Stockholm 1947.
14. Nybrandt, G. Bidrag till teorin för isbildning i álvar;
Stockholm 1945.
15. Schaefer, V. J. Formation of Frazil and Anchor Ice
in Cold Water; Am. Geophysical Union — Trans.
v. 31, n. 6, 1952.
Samtíningur
Hraunflóðavamir.
Að því er Engineering News-Record greinir, fara nú
fram tilraunir í þá átt, hvort ekki megi takast að beita
venjulegum áveituaðgerðum gegn hraunflóðum.
Eins og kunnugt er, stendur yfir gos í eldfjallinu
Kilauea á Hawaii.
1 því skyni að reyna að bjarga þorpinu Kapoho, var í
flýti ýtt upp jarðstíflu. Þetta bar þó ekki tilætlaðan
árangur, hraunflóðið braut stífluna og flæddi yfir hana.
Að áliti eldfjallafræðingsins G. A. Macdonald mis-
tókst þessi tilraun vegna þess, að þarna var reynt að
stífla flóðið í stað þess að veita því. Hann heldur því
fram, að það sé óraunhæft að ætla sér að stífla hraun-
flóðin vegna þess, að ekki verður sagt til um það fyrir-
fram, hversu mikið flóðið verður. Hann telur að frekar
beri að fara með hraunflóðin sem rennandi ár og veita
þeim framhjá borgum og mannvirkjum, sem verja á.
Verkfræðingar eru nú að athuga uppástungur eld-
fjallafræðingsins með það fyrir augum að gera stíflu
umhverfis borgina Hilo, íbúar eru þar 25.000. Á stíflan
að verja borgina fyrir hraunflóðum úr fjallinu Mauna
Loa, með því að veita þeim framhjá borginni.
Hilo stendur undir rótum f jallsins, og á síðustu hundrað
árum hafa hraunflóð ógnað borginni þrívegis.
Ekki er að vænta, að slíkar aðgerðir sem þessar muni
koma að notum hér heima í væntanlegum eldgosum, þó
að bezt sé að fullyrða sem minnst um það. En þó þótti
rétt að geta um frétt þessa til fróðleiks, enda má það
vera hverjum athugulum manni ljóst, að þessi uppástunga
er ekki út í bláinn. Má víða sjá það, hvernig náttúran
sjálf hefir veitt hraunflóðunum með fyrirstöðum.
S. T.
Stál skorðið með vatni.
Með þunnri vatnsbunu er hægt að skera stál á hag-
nýtan hátt. Vatnshraðinn i bununni þarf að vera meiri en
hraði hljóðsins. Áhald, sem reynt var í þessu skyni,
notaði 1200 1. á klukkustund, en þrýstingur var hafður
2000 at. 2 mm þykkar stálplötur voru skornar á þennan
hátt.
Hingað til hafa verið notuð áhöld úr harðara efni
en það, sem skera átti, til slíks verks. Þau áhöld hafa
sljóvgazt fljótt, en vatnsbunan heldur biti sínu óbreyttu,
og hana má einnig nota á timbur og stál. (Upplýsinga-
stofa Sovíetlýðveldanna). S. T.