Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 3
AKRANES 27 V ersalasamningurinn og vanefndir lians Framh. Landsvæði þau í Evrópu, sem Þýzkaland misti, voru fyrst og fremst Elsass-Lothringen, er það hafði tekið ránshendi frá Frökkum 1871. Ekki hefur það ávalt verið talið ósanngjarnt að þjófurinn skilaði aftur þýfinu. Annað var Suður-Jótland. Þar var eins ástatt, nema hvað ránið hafði þar átt sér stað nokkru fyr. Loks er það pólski rangalinn svonefndi. Já, ekki er þess að vænta að þeir íslendingar átelji þá ráðstöfun, sem gera hafa viljað kröfu til Grænlands. Því sú var tíð, og hún ekki ákaflega fjarlæg, að þetta var pólskt land, og Austur- Prússland líka. Þó er nú þetta veikasti þátturinn í landa- skipun Vérsalasamningsins. Ekki fyrir það, að óréttmætt væri að láta Pólland fá rangalann, heldur vegna hins, að þessi braut í gegnum þýzkt land mundi verða úlfúðarefni. En það er ekki auðvelt að sjá, hvernig hjá þessu átti að komast; því „sú var sjálfsögð krafa“ að Pólland fengi aðgang að sjó. Þeirri kröfu mun enn verða að fullnægja. En í þetta sinn verður að tryggja Pólland betur fyrir yfirgangi Þjóðverja en áður var gert. Og ekki er það sennilegt, að því verði nú neitað um Danzig, er féll í hlut Prússa þegar Póllandi var skift í annað sinn, árið 1793. Þeir sem vilja kynna sér út í yztu æsar landamissi Þjóð- verja, eiga þess kost í mörgum stöðum; t. d. er hann ná- kvæmlega sýndur með uppdráttum og hlutfallstölum í fyrsta bindinu af sögu síðari heimsstyrjaldarinnar The War eftir próf. Edgar Mclnnis. Meðal þeirra varúðarráðstafana, er friðarsamningurinn á- kvað, var afnám herskyldu á Þýzkalandi og upplausn herfor- ingjaráðsins. Ríkisherinn skyldi ekki vera yfir 100.000 manns. Skorður voru reistar við hergagnaframleiðslu og skriðdreka- smíð t. d. bönnuð með öllu. Fyrir skort á eftirliti og aðhaldi af hálfu bandamanna, varð þetta allt saman dauður bókstaf- ur. Þjóðverjar hafa síðan viðurkent að hafa á ný hafið her- gagnagerð árið 1921. Herþjálfun fór fram eftir sem áður, þó að í pukri væri og undir grímu. Herforingjaráðið hélt leyni- lega áfam allri sinni starfsemi, og loks var herskylda að nýju opinberlega tekin í lög 1935, án þess að hinir fyrri fjandmenn Þýzkalands hreyfðu hönd eða fót. Allt sem þeir höfðu áunn- ið, var að blekkja sjálfa sig. Þeir vildu ekki sjá og voru því blindari en hinir blindu. Hernaðarflugvélar voru Þýzkalandi bannaðar með öllu, en annars voru engar hömlur lagðar á flug eða flugvélasmíð þar í landi. Að svo yfirganganlegum barnaskap var ekki einu sinni unt að brosa, enda urðu eftirköstin allt annað en bros- leg. Þess var ekki heldur langt að bíða, að Þjóðverjar stæðu öllum þjóðum framar í fluglist og flugsamgöngum, og svo sögðu íslendingar þeir, sem voru á Þýzkalandi síðustu árin fyrir styrjöldina, að þá moraði loftið þar af flugvélum. Allir ungir menn lærðu flug, og vélarnar voru vitanlega þannig gerðar að þeim mátti umsvifalaust Breyta til hernaðarnotk- unar. Hingað til íslands teygði þessi fluglist sig fullum ára- tug fyrir styrjöldina. Fyrir aðstoð nokkurra íslenzkra barna, fullorðinna þó að áratölu, komu hingað Þjóðverjar til l'lugs til þess að ljósmynda þenna hrjóstruga hólma okkar og kynn- ast honum sem bezt — en þó að sjálfsögðu á okkar kostnað. Er sú litla saga þess verð, að hún falli ekki í fyrnsku. Loks skal þess síðast getið, að herfloti Þýzkalands var all- mjög takmarkaður, bæði um stærð skipa, hraða þeirra og tölu, og kafbátar voru því bannaðir með öllu. Ætla mætti að vakað hefði verið yfir því, að haldið væri það atriði samn- ingsins, er svo mátti höfuðnauðsyn kallast sem þetta. En ekki var því að heilsa. Og nú var það Bretland, sem brotlegt gerð- ist; því árið 1935, einmitt þegar Þjóðverjar voru að kasta grímunni og opinberlega að tryllast, gerðu Bretar sérstakan samning við þá um að þýzki flotinn mætti vera 35% af brezka flotanum ( og þannig á borð við franska flotann) og að Þjóð- verjar mættu hefja kafbátagerð. Það er ekki að undra þótt nokkurrar beiskju kenni hjá þeim ágæta manni Muselier að- mírál er hann minnist á þetta gæfulausa spor brezku stjórn- arinnar. Og ekki getum við íslendingar rifjað þetta upp án þess að minnast þess þá líka, að fáum árum síðar sökkva Þjóðverjar hinu mesta orustuskipi brezka flotans með allri áhöfn, nær hálfu öðru þúsundi, svo að segja fram undan bæjardyrum okkar. Við minnumst þess þá líka, að skömmu eftir að þannig hafði samist, voru Þjóðverjar svo hugulsam- ir, að sýna okkur tvo af hinum nýju kafbátum sínum hérna á Reykjavíkurhöfn og láta sjóliðsfylkingar marséra með ekki litlum hávaða á friðartíma um götur okkar smávöxnu höfuð- borgar. Nei, þeir hafa ekki viljað láta okkur gleyma sér, enda eru nú á íslandi nokkur munaðarlaus börn, nokkrar ekkjur og nokkrir aldurhnignir feður og mæður, sem lítil hætta er á að gleymi þeim. Þetta, sem hér er rifjað upp, er ekki saga, heldur örlítið brot úr sögu, sem öll er samfelld raunasaga. Fá atriði eru þar þó raunalegri en þáttur Bandaríkjanna, þeirrar þjóðar, sem í fyrri styrjöldinni hafði vikist svo drengilega við nauðsyn mannkynsins, og þó verið sein til, þá eins og síðar. Hefðu ekki Bandaríkin þá skorist í leikinn, mundu lok hans hafa orðið önnur, og þá t. d. mundi ísland aldrei hafa orðið frjálst land. En svo hendir sú ógæfa öldungadeild þingsins að snú- ast gegn forsetanum, ónýta gerðir hans á friðarþinginu og neita um hluttöku landsins í frekari alþjóðasamvinnu. Sú ó- gæfa varð ekki aðeins ógæfa þeirrar þjóðar, heldur og alls heimsins. Frakkar höfðu krafist þess, að Rín yrði látin ráða löndum á milli þeirra og Þjóðverja, fyrir öryggis sakir. Bæði Lloyd George og Woodrow Wilson lögðust á móti þessu og hétu Frakklandi í staðinn sameiginlegri vernd Bretlands og Bandaríkjanna. Skuldbundu þeir þjóðir sínar um þetta at- riði, og féllu þá Frakkar frá kröfunni. Brezka þingið sam- þykkti skuldbindinguna umræðulaust, en Bandaríkjaþing neitaði, eins og þegar var á minnst; þó með aðeins sex at- kvæða meirihluta. Vonandi er að skammsýn eigingirni ríði þar ekki eins við einteyming þegar til þess kemur að ráða málum heimsins upp úr þessari síðari styrjöld. Það hefur löngum viljað við brenna, að menn kynokuðu sér við að horfast í augu við veruleikann, þegar hann var ó- þægilegur. Heldur hafa þeir kosið að elta hverskonar mýr- arljós. Svo var það um leiðtoga stórveldanna áratugina tvo á milli heimsstyrjaldanna. Það mýraríjósið, sem þá glapti mönnum einkum sýn, var Þjóðabandalagið. Menn gerðu sér ekki ljósan vanmátt þess og treystu því í lengstu lög, að það mundi greiða úr málunum — jafnvel löngu eftir að öllum mátti vera það ljóst, að það var til þess allsendis vanmegn- ugt. Þegar eitt sinn er komið út á veginn, sem til vítis liggur, er það ekki auðvelt að snúa við, því að til þess þarf að sækja á brekkuna. Þannig reyndist það hér. Það var rétt sama hvernig ítalir, Japanar og Þjóðverjar létu hvert ofbeldis- og óhæfuverkið reka annað, hvernig þeir virtu öll lög og allt velsæmi vettugi; ekkert var gert til þess að halda þeim í skefjum. Það er ekki með öllu óhugsandi að fremur hefðu orðið samtök til einhverra aðgerða ef þjóðirnar hefðu ekki haft máttvana Þjóðabandalagið að líta upp til. „Það er að- eins eitt, sem verra er en órétturinn, og það er réttvísin með ekkert sverð í hendinni“, hefur frægur rithöfundur sagt. Nú hefur væntanlega öllum skilist það, að óvopnaða réttvísin er a. m. k. gagnslaus. Við íslendingar getum engu um það ráðið og verðum alls ekki um það spurðir, hvernig málum heimsins skuli skipað þegar upp styttir þeirri hríð, er nú hefur geysað hálft sjöttaár. En ekki er það nema sauðarskapur að reyna ekki að fá skiln- ing á því, sem er að gerast. Án þeirrar viðleitni getum við

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.