Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 9
AKRANES
33
Á þessu tímabili var í Sandgerði legið um tvo tíma yfir
línunni, þegar ekki var farið á milli bóla. Á vetrarvertíð þótti
það mjög góður afli að fá 1 skpd. á bjóð.
í Sandgerði voru menn víðsvegar að af landinu. Framan
af sennilega um 300 manns, og seinna miklu fleiri. Sambúð-
in var yfirleitt framúrskarandi góð, og minnast menn ekki
árekstra manna á milli á þessum tíma. Oft voru langar land-
legur og þá vitanlega ekki alltaf mikið að gera, og varð því
„að drepa tímann“ með einhverju. Var þá lesið, kveðið og
sungið, glímt, smáleikrit leikin og dansað við og við. Þá var
mjög lítið drukkið.
Sjóbúðirnar voru lengi mjög lélegar til íbúðar, kaldar og
leiðinlegar, enda oft yfir salt- eða beitingarhúsunum, svo
heldur ekki hefur heilnæmu lofti verið fyrir að fara. Mat-
aræði var yfirleitt sæmilegt, það er kjarnmatur, þó nú þætti
vanta í hann krydd og vitamin. En um dugnað sumra mat-
reiðslumanna mætti margt segja, svo sem þegar þær í viðbót
við aðrar annir verkuðu mikið af sundmaga alla vertíðina.
Góðar konur eru „gulli betri“.
Útilegubátarnir fluttu sig alfarið heim um páska. Eftir
að þeir höfðu haldið páska heima, fóru þeir í algera útilegu
undir Jökul. í útilegunni voru skipverjar jafnmargir, nema
ef einn eða tveir fullorðnir fengu sig leysta frá því að fylgja
þeim, en fengu í þess stað einhverju að sinna í þarfir viðkom-
andi báts í landi um veiðarfæri eða fisk sem venjulegast var
lagður á land heima til verkunar. Þegar búið var að leggja
línuna var vélin stöðvuð og haldið sér við á seglum meðan
legið var yfir, venjulegast í 8—12 klst. í fyrsta túr var tekin
um borð freðbeita og geymd í þar til gerðum ískassa, og beitt
á dekkinu skýlislaust. Venjulegast voru strax tekin um borð
5—8 síldarnet, og þegar fært þótti látið reka fyrir síld fram
í djúpi og var þá farið frá línunni sem var miklu nær landi.
Undir Jökli var mikili afli á nýja síld að vorlagi. Jafnaðar-
legast lögðu menn 12 bjóð. Fyrstu dagana kom það fyrir á
nýja síld, að 20 tonna bátur gat ekki í einu komið fyrir til
aðgerðar nema sem svaraði afla af 7 bjóðum. Voru þá hin 5
skilin eftir ódregin. Haldið upp á Dritvík eða annað (eftir
áttum) til aðgerðar og síðar dregið það sem eftir var. Magnið
var yfirleitt það mikið, að 20—30 tonna bátar voru fylltir á
4—5 dögum. Þ. e. 60—80 skpd. af fullsöltuðum fiski. Kom fyr-
ir, að fiskur var saltaður á dekk (í fiskikassa) eða komið í
land með ósaltaðan fisk. í þessum túrum var lifur og raski
öllu hent, nema ef hægt var að koma því við að hirða eitt-
hvað af hausum úr síðustu legu. Vestfirðingar hirtu fljótt
lifur á tunnur. Við þessar veiðar var mikið á sig lagt, ekki
síður en við byrjun togaraveiðanna. Segja mátti að vart væri
um svefn að ræða nema fyrsta og seinasta sólarhring, eða
meðan látið var reka fyrir síld úti í djúpi.
Þessum veiðum var venjulega hætt um miðja vorvertíð;
þ. e. í byrjun júní. Voru bátarnir þá teknir til hreinsunar og
'viðgerðar. Fóru sumir eftir það til síldveiða norður, en flest-
ir hinna minni til lúðuveiða (skötulóð), á reknet, eða til
éinhverskonar flutninga hér um flóann.
Enginn mundi nú telja mögulegt, eða léti bjóða sér að búa
við þau skilyrði til sjósóknar og afgreiðslu hér sem Akur-
nesingar áttu þá við að búa. Til 1914 var enginn mótorbátur
til yfir 12 tonn. Þá var engin bryggja til nema bryggjan í
Steinsvör, en svo hagar til um þrönga innsiglingu í vörina,
að aðkomumenn létu það þráfalt í ljósi, hve þeir töldu hættu-
legt og óforsvaranlegt að sigla „svona stórum bátum“ upp að
bryggjunni oft í slæmu veðri. í ársbyrjun 1914 kom Hrafn-
inn hingað sem var 20 tonn, var því nauðugur einn kostur að
skipa upp og út í hannásmábátum. Var svo gert þar til Bjarni
Olafsson byggði hina fyrstu steinbryggju í sundinu 1915, sem
vitanlega var gert til þess að geta hætt þessari verkleysu og
losnað við þær tafir sem þetta skapaði. Eftir 1917 koma svo
margir stærri bátar, sem líka urðu að búa við þetta sleifarlag
því bryggjan, sem hreppurinn byggði í sundinu kom ekki fyr
en 1926. Þetta gerði Akranesi á marga vegu mikið tjón, því
menn voru neyddir til öðrum þræði að selja fisk sinn til ann-
Snurpinótin er stórvirkt veiðitæki og hetur komið Islendingum að miklu
liði. Á þessari mynd sést stórt kast við skipshlið. Er búið að „snurpa" og
er verið að „háfa“ síldina upp í skipið.
ara staða, þar sem afgreiðslan var fljótari og öruggari, sér-
staklega í vondum veðrum. Átti það sérstkleg við þegar mok-
afli var, til þess að þurfa ekki að tapa róðrum. Af þessum
sökum var oft ekki lagt eins mikið af fiski hér á land sem
annars hefði orðið, ef um sæmilega afgreiðslu og hafnarskil-
yrði hefði verið að ræða hér heima. í þessu sambandi má
sannarlega minnast á annað, sem allir gerðu sér ekki að góðu
nú. Lengi, fram eftir, var það svo, er menn komu heim og
vond voru veður, að þeir lágu í marga daga úti í bátunum.
Ef til vill án þess að komast í land, eða þá ekki nema snöggv-
ast á daginn. En vegna öryggis bátanna, þótti óforsvaranlegt
að láta þá liggja mannlausa a. m. k. að næturlagi. Ef hann
gerði brim eða vont veður, eftir að menn voru komnir í land,
var strax farið út á nóttu eða degi, til þess að forðast
vandræði. Er mér ljúft í þessu sambandi að minnast trú-
mennsku, velvilja og þrautseigju margra háseta frá þessu
tímabili. Þeir komu margir og oft í kjallarann á Litlateig til
þess að spyrja um hvort ekki væri rétt að fara um borð,
„hann væri að ganga að rneð vont veður. Það er komið brim“.
Maður gleymir ekki slíkri árvekni „óviðkomandi" jafnvel áð-
ur en árvakur eigandi kallar.
Snemma fylgdust Akurnesingarnir með norður til síld-
veiða. Sumarið 1917 fóru þeir saman m.b. Hrafn Sveinbjarn-
arson, 20,84 tonn og m.b. Freyja í Hafnarfirði, sem var lítið
eitt stærri. Alla tíð síðan hafa Akurnesingar stundað síldveið-
ar fyrir Norðurlandi af miklu kappi og til mikils gagns fyrir
þorp sitt og þjóð. Lengst af hafa menn lagt á stað norður í
byrjun júlí. Þó kom það fyrir nokkur ár eftir að bræðslun-
um fjölgaði, að farið var héðan á stað í byrjun júní. Framan
af var lítið verð á síldinni, sérstaklega ef mikið veiddist. Gat
hún þá stundum orðið verðlaus, meðan aðeins var um söltun
að ræða, en sölumöguleikar bundnir við takmarkaðan tunnu-
fjölda. Þetta var því einskonar „lotterí" þangað til verksmiðj-
urnar komu til sögunnar. Eftir það var aðal „lotteríið“ veiði-
magn og veðrátta. Fleira kom þó líka til greina, svo sem
stærð og gæði veiðarfæranna. Kunnátta um tilbúning þeirra,
sem tekið hefur miklum framförum, ekki síst fyrir reynslu-
þekkingu innlendra manna. Þá má enn minna á, að frá Siglu-
firði fóru menn aldrei til veiða austur fyrir Gjögur eða vest-
ur fyrir Skaga. Úthaldstíminn hefur aftur á móti alltaf verið
svipaður; frá júlíbyrjun og eftir veðráttu til ágústloka eða
byrjun september. Lengi þótti gott að fá 600 kr. til hlutar
yfir tímann, og var það þó oft minna. Enda þótti líka gott
þegar búið var að fá 2000 tunnu afla.
Hér hefur nú nokkuð verið sagt frá ,,vergangs“-tímabili
Akurnesinga, sem segja mætti að stæði yfir um 30 ára skeið.
Einskonar þrjátíu ára stríð, frá því nokkru fyrir aldamót og
til 1927. Hér heima var framan af raunverulega allt í dvala
— dautt —. Fæzt af dugandi karlmönnum heima, heldur