Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 10
34
AKRANES
kvenfólk, börn og gamalmenni, kennarar og „búðarlokur“.
Því auk þeirra sem fóru í verið á mótorbátunum, fóru dug-
andi menn á skútur og togara. Hér var því heldur dauflegt,
ekki síst þegar fréttir bárust eftir ofviðrin sem tíðum skol-
uðu Akurnesingum burt úr tölu lifenda. Sjómennirnir voru
sóknarherinn í baráttunni, en þeir sem heima sátu „heima-
varnarliðið“ hvort tveggja er talið nauðsynlegt í nútíma
hernaði. Svo segja má, að Akranes hafi þá þegar verið hér á
undan tímaunm í því sem öðru(!) í þessu „stríði“ var unninn
fullnaðarsigur með heimflujlnilngi flotans til fiskveiða að
heiman. Verður vonandi héðan af barist við Ægir „á eigin
landi“, þó bókstaflega talað þyki það ekki ákjósanlegt. Síð-
an útgerðin fluttist heim, er Akranes óþekkjanlegt. Hefur
þess lítillega verið getið hér áður, og verður betur getið beint
og óbeint áður lýkur.
í þessum þætti hefði svo að síðustu mátt segja nokkuð ger
frá sjóferðum manna fyr og síðar, sókn og svaðilförum, en
það verður ekki gert að þessu sinni.
8. Margt þarf til mikilla aflafanga
í þessum þætti hefur hingað til verið sagt frá því, hvernig
menn sóttu sjóinn á opnu skeljunum. Hvernig þeir fikruðu sig
smátt og smátt áfram, til þess að hafa stór og vel útbúin skip,
knúin með vélaafli.
Með stöðugt auknum aflafeng, margvíslegri • verkun aflans
og verzlun með hann, hefur vitanlega þurft margþættan við-
búnað á landi. Ekki aðeins þegar hann var kominn í land,
heldur engu síður til að geta náð aflanum úr sjónum, í svo
ríkum mæli sem menn gera nú orðið til mikils afla. Verður
því í þessum kafla reynt að gera þeim sérstaka þætti fisk-
veiðanna nokkur skil.
Að sjálfsögðu hefur fyrsta sjósókn landsmanna verið bund-
in við brýnustu þarfir til matar. Smátt og smátt breytist
þetta, og er farið að herða fisk til útflutnings og sölu á erlend-
um markaði. Er sú verkunaraðferð viðhöfð lengi fram eftir.
Hvenær farið er að nota salt er ekki gott að segja með nokk-
urri vissu. Svo sem kunnugt er, fóru Hollendingar, Englend-
ingar, Frakkar og Þjóðverjar snemma að fiska hér við land
á stórum skipum. Þeir urðu þess vegna að hafa meðferðis
eitthvert efni til að verja fiskinn skemmdum. Hafa þeir til
þess saltið, og fara snemma að nota það. Það má telja víst, að
hér á landi hefur fiskur verið saltaður nokkuð löngu fyrir
1800. Má í því sambandi minna á, að Skúli fógeti gaf út leið-
beiningar um meðferð saltfiskjar. Eftir að söltunin kemst á,
eykst hún smátt og smátt og batnar verkunin samhliða, og
þykir þetta í neyzlulöndunum góð vara og meira og meira
eftirspurð.
Hér á Akranesi mun verkun og hirðing aflans yfir höfuð
hafa verið eins og 1 öðrum verstöðvum á hverjum tíma. Þó
má til gamans segja hér frá einu atviki, þar sem Akurnesing-
ar ásamt einum útlendum manni urðu frumkvöðlar að nokk-
urri nýung í saltfiskverkuninni, sem reyndist haldgóð og
happadrjúg, og hefur haldist meira og minna æ síðan fram
að þessu stríði.
Vorið 1893 kom hingað til lands skozkur maður, af þýzkum
uppruna, en giftur skozkri konu, hann hét Pike Ward. Erindi
hans var að gera hér mikil kaup á undirmálsfiski (labra) og
fá menn til að taka upp þessa nýbreytni í verkun. Fyrst átti
hann tal um þetta við Reykvskinga, en fékk þar daufar und-
irtektir. Menn höfðu yfirleitt litla trú á því, að hálfþurkkaður
smáfiskur mundi leggja undir sig heimsmarkaðinn, og þá enn
síður að slík verkun eða verzlun yrði til frambúðar. Ekki
virðist heldur sem kaupmenn hafi haft neinar óskir í þessa
átt. Ward vildi þó ekki gefast upp við þetta áform sitt fyrr
en í fulla hnefana, svo viss var hann um ágæti þessarar nýju
verkuaraðferðar. Þegar hann var því búinn að fá hryggbrot
hjá Reykvíkingum, fór hann upp á Akranes til þess að eiga
tal við útgerðarmenn þar um þessa verzlun. Boðaði hann til
r
Gamall fiskhjallur á Akranesi.
fundar í þessu skyni og komu þar margir formenn. En fund-
urinn bar engan árangur, og var Ward mjög gramur yfir
þessum leikslokum. Hann sagðist með engu móti skilja þenn-
an þráa og skilningsleysi, þar sem vitað væri að kaupmenn
greiddu þennan fisk litlu verði og vildu helzt ekki kaupa
hann. Hér var líka um mikinn herzlumun að ræða frá gler-
hörkuverkuninni til „Spaníólans“. Nú var Ward ákveðinn að
hætta við frekari tilraunir í þessu máli, og tókst á hendur
skemmtiferð austur að Geysi, meðan hann beið eftir skips-
ferð heim. há
Eftir þennan fund hafa Akurnesingar vaknað í þessu máliS
og séð sig um hönd, því að þeir sendu menn gagngert suður*®
til þess að sitja fyrir Ward er hann kæmi úr austanförinni.
Aðalsendimaðurinn var Níels Magnússon í Lambhúsum, sem
kom með þau skilaboð frá Akurnesingum, að flestir þeirra
myndu selja honum smáfiskinn og verka hann eftir hans eigin
fyrirsögn. Þetta varð til þess, að Ward hætti ekki aðeins við
heimferðina, heldur ílentist hér og byrjaði á miklum fiskkaup-
um, sem hann hélt áfram lengi síðan í Hafnarfirði. Þar gerði
hann og síðar út lítinn togara. Frumkvæði Wards með end-
anlegri aðstoð Akurnesinga (um þessa nýju verkunaraðferð,
á smáum, illa seljanlegum fiski) varð þannig vel þegin og
kom íslendingum í heild sinni að miklu gagni og markar spor
í íslenzkri fisksölustarfsemi. Verkun þessi var kennd við
Ward og kallaður „Wardfiskur“ eða „Ward-verkun“. Þetta
var smáfiskur frá 10—16". Hann var ekki flattur afturúr,
heldur skorið út úr íyrir aftan gotrauf. Þessi fiskur var að-
eins „visaður11.
Það hélst hér lengi fram eftir, jafnvel fram yfir síðustu
aldamót, að hver verkaði sinn eigin afla, og seldi hann síðan
kaupmanninum fullverkaðann. Vanalegast var hann verkað-
ur á klettum, eða í fjörunni, í námunda við uppsátrin, ef þar
var um möl að ræða. Sumir bjuggu sér til fiskreiti, þar sem
grjót var borið upp og raðað saman í svonefnd „stakkstæði".
Vou þau til á Grundarlóð, Guðrúnarkoti, Teigavör, Litlateigs-
vör, Lambhúsavör, hjá Thomsen, Böðvari Þorvaldssyni og á
Bjargi. Þá gerði Thor Jensen stóran fiskreit norð-vestan við
stórt fiskhús er hann reisti við Steinsvör, sem áður hefur ver-
ið minnst á.
Meðan opnu skipin voru notuð. til veiða, fylgdi venjuleg-
ast hverju skipi skúr, byrgi eða hjallur, til þess að geyma
veiðarfærin í og salta eða herða fiskinn í.
Þessi hús voru yfirleitt lítil og léleg, enda fiskmagnið þá
ekki mikið við það sem síðar varð. Þegar skúturnar og mótor-
bátarnir koma til sögunnar, smástækka fiskhúsin sem þeim
tilheyra, því að aflinn verður fljótt mun meiri en hann var
meðan fiskað var á hinum litlu skipum skammt frá landi.
Fiskreitunum fjölgar nú samhliða því, sem þeir stækka og