Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 13

Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 13
akranes 37 nefnd, og þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað frá hinum gömiu, úreltu aðferðum. Svo sem fyrr heíur verið getið, sett'i skozkur maður, Rit- chie að natni, mður hér Niðursuðuverksmiðju ánð 1863, og ttiun það vera sú fyrsta á landi hér. I stríðsbyrjun setur Bjarni Oiaísson & Co. á fót Niðursuðuverksmiðju í Mjólkuriéiags- húsinu sem áður var. Var þar soðið nokkuð niður af þorsk- hrognum og þorskflökum og selt til Englands, en þar sem framleiðsla þessi svarar nú ekki kostnaði og engin eftirsókn eftir þessari vöru hættu þeir þessari starfsemi og seldu hús °g vélar. Árið 1941 setti Haraldur Böðvarsson & Co. á fót allstóra Uiðursuðuverksmiðju sem hefur aðallega soðið niður fiski- bollur á innlendan markað. I sambandi við báðar þessar nið- ursuður voru sett upp nýtísku reykhús, en lítið hafa þau ver- ið notuð enn vegna eríiðieika og óvissu þeirrar sem á er um sölu og framleiðslu á þessum vörum nú. Vonandi á allt þetta eftir að „blómstra“ til hags og heilla fyrir Akranes. Eftir 1930 voru erfiðleikar útgerðarinnar hér á landi geysi- iega miklir, lágt verð og jafniramt sölutregða. Til þessa var framleiðslan ákaflega einhæf saltfiskur, saltfiskur. Þá var síldariðnaðurinn heldur ekki kominn á það þróunarstig, sem með verksmiðjunum varð síðar. Þetta ástand gerði ekki að- ems útgerðina svo að segja óvirka og uggandi um sína fram- fíð heldur skapaði þetta svo mikið atvmnuleysi í bæjunum að allir voru með lífið í lúkunum út af þeim vandræðum, sem það skapaði bæjar- og sveitarfélögunum. Til þess að reyna nýjar leiðir um breytta framleiðslu og aukna atvinnu, tóku ftokkrir menn stórt land á leigu á Garðagrundum og settu þar upp 75 herzluhjalla árið 1937. Mátti þar herða mikið ,af fiski. — Þeir keyptu mikið af fiski til herzlu í nokkur ar af togaranum Sindra og aðkomutogurum og hertu fisk af eigin skipum. Seinna lánuðu þeir og nokkurn hluta þeirra til herzlu. Þessir menn voru Sigurður Hallbjarnarson, Halldór Jónsson og Ól. B. Björnsson. Eftir að farið er að nota þorskanetin, er allt í sambandi við þann veiðiskap unnið heima, og var svo lengi fram eftir. Netin hnýtt og feld og „riðið“ utan um kúlurnar, en til þess var framan af notað gamalt tóverk eða snæri, sem rakið var 1 sundur í þætti. Fyrir að hnýta utan um hverja kúlu voru greiddir 4—5 aurar. Fyrir að hnýta net — sem var 60 faðmar a lengd og 16 möskva djúpt, sem þá var algengast — var greidd ein króna til ein króna og tuttugu og fimm aurar. Þótti vel gert að hnýta slíkt net á dag. I gamla daga var mikið gert að því að spinna hamp. Þótti rtalski hampurinn beztur. Voru þá víða á heimilum til hamp- rokkar og snældur. Allt varð þetta að gerast á heimilunum, Því fæst af því fékkst 1 búðunum. Pyrir að fella þetta sama net var tekið kr. 1.25—1.75 á net- ið. Steinar á netin voru teknir í fjörunni og á þá klöppuð nokkur rauf til þess að „lykkjan“ héldist betur á þeim. Stjór- ar voru og fundnir með ströndum fram og á þá meitlað gat til að festa hankann í. Netið var fellt til helminga og á það notaðar 25 kúlur og 25 steinar. Meðan opnu skipanna nýtur við notuðu menn lengst af til hlífðar skinnklæði. Voru þau saumuð úr sauða- eða trippa- skinnum, en í þau borin lifur eða lýsi til að halda þeim hæfi- iega mjúkum. Um tíma elt skinn og fernis. Nokkru eftir alda- mótin fara svo að flytjast hingað til lands sjóföt þau, sem nú tíðkast, þ. e. a. s. stuttkápur, smekkbuxur, ermar, svuntur og sjóhattar og sjóstígvél. Seinna koma svo sjóstakkar og síðar gúmmístakkar. Fyrst framan af var mikið gert að því á heim- úunum að sauma þessi sjóklæði handa sjómönnunum. Til þess voru mikið notaðir haframjöls- og hveitipokar úr lérefti, eða þá nýtt léreft, var síðan margborin í þetta fernisolía. Þóttu þessi heimaunnu sjóklæði endast betur en þau frá verksmiðj- unum. Þegar róið var hér heiman á vorin eftir að mótorbátarnir homu, var mjög algengt að fá drengi til að stokka upp línuna °g beita. Fyrir að beita úr „haug“ sem kallað var, var greitt fyrst 50 aurar fyrir bjóðið (6 línur), fyrir að beita úr stokk 25 aura og fyrir að stokka upp 1 bjóð var greitt 35 aura. Eftir komu mótorbátanna var nauðugur einn kostur, að skapa einhverja möguleika til að taka þá á land til hreinsunar og viðgerðar. Útgerðarmenn komu sér því upp slippmynd í þessu skyni. Þess verður nánar getið í þættinum um iðnað- inn. Þá höfðu þeir og snemma með sér félagsskap um báta- tryggingu og verður þess nánar getið í þætti sem heitir „Sam- lög og sjóðir“. Frh. Výjíi tœknin. Það fara fáar sögur af framförum í allskonar tækni síðan stríðið hófst, þótt engum geti dulist hinar geysilegu framfar- ir í flugi, tundurskeyta- og fallbyssnagerð og mörgu öðru, sem að hernaði lýtur. Annars er vandlega þagað um nýjar uppfinningar, því flestar þeirra má nota til stríðsþarfa, beint eða óbeint. Það munu aðallega vera efnafræðingarnir, sem láta sitt ljós skína og gera kraftaverk. í fyrra stríðinu bjuggu þýzku efnafræðingarnir til allskonar gerfi-efni og komu þau í stað hráefnia, sem þjóðverja skorti. Það var þá gert gis að þess- um þýzku gerfiefnum, sem voru misjafnlega góð, en síðan hafa mörg gerfiefni farið sigurför um öll lönd. Svo er þetta t. d. um gerfisilkið í silkisokkunum, sem búið er til úr timbri, cellophan o. fl. o. fl. Sagt, er að gerfisilki sé nú orðið svo góð vara, að silkiormarækt muni leggjast niður. Það er nú orðið alllangt síðan margskonar dúkar voru gerðir úr tilbúnum efnum, en lengi þóttu þeir standa að baki góðra ullardúka. Eitt af slíkum dúkaefnum er svonefnt nylon, sem er mikið notað í Ameríku. Það er aðallega búið til úr kolum, lofti og vatni. Úr því eru meðal annars gerðir ágætir dúkar á húsgögn. Efni þetta er mjög sterkt, og þó með nokk- urri teygju, brennur ekki og skemmist lítt af öðrum efnum. Svipað gerfiefni er Velon, sem er búið til úr einskonar harpix. Það má gera úr því allskonar dúka, sem líkjast ullar- eða silkidúkum. Sagt er að sterkleiki þess sé ámóta og stáls, að það drekki ekki í sig vatn eða vökva, svo að blekbletti megi auðveldlega þvo af því, en annars þolir það sápuþvott vel. Úr því eru, meðal annars, unnir prýðilegir húsgagnadúk- ar. Gler er notað til alls konar hluta (full 500 að sagt er) og meðal annars eru spunnir úr því örfínir þræðir, sem nota má í dúka. Haldlitlir munu þeir þó vera. Bílakongurinn Ford notar gerfiefni úr soyabaunum í bílasæti og gefst það vel. Efni þetta er og notað í ábreiður (teppi). Vinyon og fortisan eru notuð til tvinnaspuna og sögð ágæt. Því er spáð, að dúkagerð muni breytast mjög eftir stríðið, er öll nýju efnin koma á markaðinn. Ef þau reynast jafnvel og af er látið, geta þau orðið hættulegur keppinautur við ull og bómull. Þetta væru lítil gleðitíðindi fyrir okkur. Betri bílar. Svo er sagt að bílarnir hafi tekið miklum framförum síðan ófriðurinn brauzt út. Það kvað hafa tekist að gera bensínið miklu aflmeira, svo að minna þurfi af því, og auk þess að minnka hávaðann frá vélinni. Talið er að vatnskælar leggist niður og að loftkælar, sem notaðir eru á flugvélum, komi í þeirra stað. Þá hefir Þjóðverjum tekist að búa til togleður úr einföldum efnum, og ekki er það ólíklegt, að það verði með tímanum ódýrara en togleður, sem fæst af trjám. Ófriðurinn er í raun og veru veltiár fyrir náttúruvísindin og allskonar tækni. Því miður verður þetta ekki sagt um stjórn- og þjóðfélagsmál.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.