Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 12
36
AKRANES
Fyrsta vélírystihús á Akranesi. Hinir upphaflegu eigendur Þórð'
ur Ásmundsson og Bjarni Ólafsson & Co.
Þetta er hluti af niðursuðu Ritchie, en var síðan innréttað til
íbúðar af Guðmundi Guðmundssyni, og kallað Deild.
brædd öll þorskalifur sem á land kemur. Er hún tvíunnin,
fyrst guíubrædd og þannig tekið fyrsta og mesta lýsið, en
siðan er grúturmn „lútaður“ og „vítissódi“ notaður til að
leysa lýsið úr grútnum, en að síðustu er það svo skilið og
hreinsað í þar til gerðum skilvindum, en á þennan hátt fæst
hreint og verðmætt lýsi úr grútnum, sem áður var oft hent,
háliunnmn eða óunnmn. Með þessari vinslu á lifrinni má
segja að ekkert fast efni sé eítir, aðeins ljóslitað vatn sem
rennur til sjávar og skapar hvorki óþef né óþrifnað.
Árið 1929 tóku allir útgerðarmenn sig hér saman (að und-
anteknum Haraldi Böðvarssyni) og stofnuðu með sér félag
til að bræða lifur af bátum sínum með nýtísku áhöldum.
Félagið var nefnt Mjöl & Lýsi, því ætlunin var að seta síðar
á fót í sambandi við þessa vinsiu á hörðum fiskúrgangi, hvað
þó ekkert varð af. Bjarni Ólafsson & Co. lánaði land undir
stöðina á Presthúsakampi. Tækin voru stór gufuketill, trekt-
ar til bræðslunnar og grútarpressa. Með þessari aðferð náðist
nokkuð meira lýsi en með hinni fyrri aðferð að bræða í blikk-
gufupottum. Áður en sú aðferð kom til sögunnar var lifrin
steinbrædd sem kallað var. Þegar verksmiðjan var svo reist
1938, eins og fyrr segir, létu flestir hluthafar Mjöl & Lýsi
fé það, sem þeir áttu þar bundið sem hlutafé í hina nýju
verksmiðju, því flestir þeirra lögðu fram 2000 kr. fyrir hvern
sinn bát.
Frá verksmiðjunni verður sennilega meira sagt síðar.
Hið fyrsta íshús sem byggt var á Akranesi var reist 1910,
og hinn 1. okt. það ár var stofnað félag í þessu skyni.
Stofnendur voru þessir og hlutafé sem hér segir: Jóhann
Björnsson 500 kr., Ölafur Þorsteisnson smiður 500 kr., Björn
Hannesson 500 kr., Loftur og Þórður 500 kr., Haraldur Böðv-
arsson 500 kjr., Hákon Halldórsson, Guðjón Tómásson og
Sveinn Guðmundsson 500 kr., Ásmundur Þórðarson og Guð-
mundur Narfason 500 kr., Jón Sveinsson prófastur 500 kr.,
D. Thomsen konsúll Rvík 5000 kr. — Samtals kr. 9000,00.
Á þessu ári hætti Thomsen að verzla hér og varð það að
samkomulagi, að félagið keypti húsin til að byggja upp úr
þeim þetta væntanlega íshús. En Thomsen lofaði að leggja
andvirði húsanna sem hlutafé sitt í félagið.
Aðalhúsið var 20x12 álnir með áföstum skúrum á báðar
hliðar, í öðrum skúrnum var inngangur og vinnupláss en í
hinum var viðbótar ísgeymsla. í byggingarnefnd hússins
voru: Jóhann Björnsson, Sveinn Guðmundsson, Ásmundur
Þórðarson, Björn Hannesson og Haraldur Böðvarsson. Fyrsta
stjórn: Jóhann Björnsson, Sveinn Guðmundsson og Haraldur
Böðvarsson. íshússtjóri var alla tíð meðan félagið stóð
Kristján Daníelsson á Kirkjuvöllum, árslaun hans voru 450
kr., en árið 1914 hafði hann 600 kr. og segir hann að sér hafi
þótt það mikið, þegar kaupið var orðið það.
Það var ekki lengur hægt að komast af án íshúss, eftir að
mótorbátarnir komu til sögunnar og þeim fór að fjölga, því
þá var farið að nota línuna, þó beitueyðslan væri þá næsta
lítil móts við það sem nú er. Þá var þó enn ekki róið héðan
heimanað fyr en eftir lok, en þá var róið á „kantana11. Enn
fremur skapaði þetta mikil þægmdi í mataræði, þar sem þá
var altaf hægt að hafa nýtt kjöt eftir því sem hver sá sér
fært að geyma eða kaupa. Ennfremur var geymdur þarna
frosinn fiskur eða hann seldur. í þessu húsi var sem sagt þó
nokkuð gert að því að geyma vörur fyrir þorpsbúa fyrir vægt
gjald.
Reikningar íshúsfélagsins á Akranesi fyrir árið 1914 (síð-
asta ánð, sem félagið starfaði) sýnir, að viðskiptavelta fé-
lagsins var kr. 13.438.34. Þar af eru innkeyptar vörur fyrir
kr. 4836.18. — Mannahald kr. 1478.93. — Vextir til hluthafa
kr. 500.00. — Sveitarútsvar kr. 50.00.
Um þessi áramót 1914 og 1915 kaupir Haraldur Böðvarsson
húsið af hinum fyrri eigendum og rekur það á sama hátt sem
áður, þar til hann leggur húsið niður í þessari mynd 1929, er
hann byggir vélfrystihús sitt. (Þetta gamla hús stóð þó áfram
sem pakkhús þar til 1942). Árið 1939 breytir Haraldur svo
húsi sínu í hraðfrystihús sem hann rekur nú. 1942 rífur hann
þetta gamla íshús, sem þá var pakkhús og stækkar hrað-
frystihúsið sem því nemur.
Næsta íshús reisti Loftur Loftsson og Þórður Ásmunds-
son, það var líka byggt upp úr gömlu, Krosshúsinu, er það
var rifið 1915. Bæði þessi hús voru rekin upp á gamla móð-
inn. ísinn var tekinn af tjörnum á veturna og látinn inn í
geymslurnar, síðan „hakaður“ þar upp, malaður og síðan lát-
inn ásamt salti í þar til gerð hólf allt í kring um klefa þann,
sem kæla átti.
Nú fer vélfrystingin að ryðja sér til rúms. 1928 kaupir
firmað Bjarni Ólafsson & Co. nokkurn hluta í húsi Þórðar
Ásmundssonar, sem þá hafði eignast húsið einn eftir að þeir
félagar Loftur og hann skiftu með sér. Þá er allt rifið innan
úr húsinu, það betur einangrað hátt og lágt, og sett í það vél-
frysting sú, sem í húsinu er enn (1945). Þetta hús hefur, síðan
það var reist, haft á hendi kjötfrystingu fyrir Sláturfélag
Suðurlands. Síðan hafa þeir rekið húsið saman þar til um
áramót 1942—43, að Bjarni Ólafsson & Co. seldi Þórði sinn
part í húsinu.
Árið 1941 byggir svo Sigurður Hallbjarnarson hrað-
frystihús við Lambhússund og stækkar það 1942. Nú
hefur hann nýlega selt það hlutafélaginu „ís & Fiskur“.
Hér í blaðinu hefur áður verið sagt frá afköstum þeirra
frystihúsa, er nú starfa hér. Er orðinn næsta mikill munur á
aðferðum öllum í þessu sambandi fyrr og nú, og þá ekki síð-
ur afköstin. Enda eru nú svo gerbreytt viðhorf um frystingu
frá því sem áður var, að ekki á saman nema nafnið eitt, og
jafnvel ekki það. Því nú heitir það orðið hraðfrysting.
Á þessu ári verður hið gamla íshús Þórðar Ásmundssonar
sennilega lagt niður, því eigendur þess hafa nú nýlega tekið í
notkun hið nýja stóra hraðfrystihús á Heimaskagalóð.
. Ekki er útilokað að seinna verði hér gefin nokkuð frekari
lýsing á öllum þessum nýrri íshúsum sem hér hafa verið