Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 17
AKRANES
41
Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði, sá er ritað hefur
ævisögu sína, var háseti á Fanny þessa vertíð. Lýsir hann
einkar greinilega skipverjum og ber áhöfninni mjög vel
söguna. Farast honum orð á þessa leið: „Hvað mig snerti,
þá féll mér vel á Fanny, ég held mér hafi ekki fallið eins
vel á nokkru skipi, sem ég hef verið á. Samkomulagið var
svo gott, að allir voru sem einn maður og það svo, að ég
hef aldrei vitað annað eins, enda voru yfirmennirnir góð-
ir og allt gekk liðlega.“
Þessi ummæli virðast óneitanlega koma lítt heim við þá
lýsingu, sem Markús Bjarnason gefur af viðhorfi fólks til
þilskipanna á byrjunarskeiði þeirra við Faxaflóa. Er þó
engin ástæða til að rengja lýsingu Markúsar í neinu. Hitt
kemur hér greinilega í ljós, hve markvisst og örugglega
Geir og félagar hans höfðu stjórnað útgerð sinni. Þrátt
fyrir örðugleikana, hafði þeim nú tekizt að fá á Fanny
ágæta skipshöfn, þar sem regla og stjórnsemi sat í öndvegi.
Kemur það glöggt fram í frásögu Sigurðar Ingjaldssonar,
að Markús átti ekki minnstan þátt í að skapa þá eindrægni
sem ríkti á skipinu, enda var hann ágætlega til foringja
fallinn. Kvaðst Sigurður Ingjaldsson hafa fundið það eitt
að skipstjóranum, nafna sínum, að hann var of meinlaus.
„Hann talaði aldrei styggðaryrði til nokkkurs manns, og
mér fannst hann afskiptalítill, enda þurfti hann þess ekki
með, því að Markús sýndist mér ráða öllu. En Markús hafð)
lært sjómannafræði hjá Eiríki Briem, og var skrítið, því að
ekki var Eiríkur sjómaður.“
Um útgerðarmenn Fannyjar fer Sigurður Ingjaldsson
þessum orðum:
„Þeir voru þrír, sem áttu skipið: Kristinn Magnússon,
skipasmiðurinn mikli og góði sjómaðurinn, bóndi í Engey
og Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum og svo Geir. — Það var
siður Kristins að koma til okkar þegar við komum inn og
færa okkur eitthvað nýnæmi að gjöf, og eins, þegar við
fórum út, þá að gefa okkur tvo potta af rommi og hvíta-
sykur í það, og sagði okkur að hita púns til að gleðja okk-
ur á leiðinni út. Líka var hann alúðlegur við okkur, svo að
okkur þótti vænt um hann. En Jón kom ekki til okkar,
fremur en hann ætti þar ekkert með. En Geir sá um, að
allt gengi sem reglulegast og fljótast, því að hann var
mesti driftarmaður.“
Sá merkisatburður gerðist um sumarið, að tveir yfir-
menn á varðskipinu Fyllu, prófuðu Markús Bjarnason í
stýrimannafræði. Gerðu þeir það að tilhlutan landshöfð-
ingja, en Geir Zoega hafði rætt við hann um málið. Próf
þetta fór fram 30. júlí. Eiríkur Briem spurði nemanda sinn
frammi fyrir prófdómendum, og fór allt fram á dönsku,
enda hafði Markús lært danskar bækur. Blaðið Víkverji
^birtir greinilega frásögn um próf þetta, og segir þar meðal
annars:
„Árangurinn af prófinu var sá, að yfirmennirnir gáfu
Markúsi þann vitnisburð, að hann fyrst og fremst hefði
fullnægt öllum þeim kröfum, er gjörðar eru við hið al-
menna stýrimannapróf í Danmörku, og þess utan ýmsum
þeim kröfum, er gjörðar eru við hið æðra stýrimannapróf.“
Þetta var ekki amaleg frammistaða, enda segir svo á ein-
um stað1) að rétt muni sú „sögusögn, sem gengið hefur um
próf þetta, að prófdómararnir hafi ekki vitað, að hvorum
þeir áttu að dást meir, guðfræðingnum, sem gat búið mann
svo vel undir stýrimannapróf án þess að hafa nokkru sinni
stýrt skipi, eða nemandanum, sem kunni fræði sín svo
prýðilega.“
Þeim Geir hafði nú tekizt að fá á útveg sinn íslenzkan
mann, vel lærðan og frábærum hæfileikum búinn til að
stjórna skipi. En víðar var þó, sem að kreppti þessum út-
vegi, og hafði Geir orðið þess áþreifanlega var að því er
seglasaum og seglaviðgerðir snerti. í Reykjavík var eng-
inn maður um þessar mundir, sem kunni til þeirra hluta.
Á þessu þurfti að ráða bót hið skjótasta, og kom Markús
Bjarnason nú enn til sögu. Hélt hann ítil Danmerkur
haustið 1873, og styrkti Geir hann til fararinnar. Erindið
var það, að læra stórseglasaum, reiðaviðgerðir og önnur
þau störf, sem til útbúnaðar seglskipa heyrðu. Dvaldist
Markús í Danmörku um veturinn, og mun hafa notað tím-
ann svikalaust. Vorið 1874 kom hann heim aftur og tók
við skipstjórn á Reykjavíkinni, er hann stýrði síðan um
fimm ára skeið.
Allt frá því að Fanny kom fyrst til landsins, hafði Geir
Zoéga haft aðalumsjón með útgerð hennar og leyst það
starf ágætlega af höndum. Nú tóku umsvif hans heldur að
vaxa, er skipin voru orðin tvö. Kom það æ betur í ljós,
hversu hagsýnn hann var, farsæll og traustur í öllum
störfum. Reglusemi hans og árvekni var við brugðið. Mátti
raunar segja, að útgerðarstjórn hans öll væri mjög til fyr-
irmyndar.
Þar sem hákarlaveiðar voru jafnan stundaðar af skipum
Geirs fyrri hluta vertíðar, þurfti að koma upp lýsisbræðslu,
og var það gert. Síðan var hún flutt út í Örfirisey. Frá því
á miðju sumri og fram til hausts, voru skipin að haldfæra-
veiðum. Sá Geir að öllu leyti um verkun fisksins og ann-
aðist sölu hans. Keypti hann og nokkurn fisk af öðrum.
Voru þau kaup lítil í fyrstu, en fóru smám saman vaxandi.
Sú verzlun var á nafni Geirs eins, en meðeigendur hans í
skipunum komu þar ekki nærri. Þá er þess að geta, að
snemma tók Geir að panta sjálfur útgerðarnauðsynjar til
skipa sinna. Náði hann brátt góðum samböndum í Eng-
landi og fékk þaðan fyrsta flokks varning, kaðla, segl o.
fl. Almenna verzlun hóf hann þó ekki að sinni, þótt brátt
ræki að því, eins og senn mun getið.
Árin 1874 og 1875 var útgerð þeirra Geirs sæmilega hag-
stæð. Sigurður Símonarson stýrði Fanny og Markús
Reykjavíkinni. Gekk báðum vel að afla. Tókst Sigurði
einkum prýðilega að fást við hákarlinn, en Markús var
jafnan fengsælli á þorskveiðunum, enda á stærra skipi.
Árið 1876 var um skeið nokkur afli á miðum við Suður-
land, en fjaraði út óvenjulega fljótt, svo að sáratregt var
orðið er kom fram í júlímánuð. Markúsi Bjarnasyni þótti
súrt í broti, að liggja yfir engu um hávertíð. Ákvað hann
að leita heldur fyrir sér viðar með ströndum fram, þar
sem helzt var fengs von. Brá hann sér til Reykjavíkur, tók
út vistir til mjög langs tíma, setti um borð tvo árabáta og
hélt rakleitt austur fyrir land. Var þetta seint í júlímánuði.
Á Seyðisfirði komst Reykjavíkin í mikinn fisk. Lagðist
hún fyrir akkerum á firðinum. Var síðan fiskað þar á ára-
bátunum tveimur og aflinn lagður jafnóðum upp í „móð-
urskipið.“ Eftir hálfs annars mánaðar útivist, var komið
aftur til Reykjavíkur með 23 þúsund af fiski. Hafði þetta
orðið hin ágætasta ferð, og óx hróður Markúsar enn við
slíkar athafnir.
Næsta vor, 1877, héldu skip Geirs út til hákarlaveiða að
venju, og voru skipstjórar báðir hinir sömu. Strax og há-
karlaveiðunum var hætt, sennilega í lok júnímánaðar, var
tekið að búa báðar skúturnar austur á Seyðisfjörð, en þar
skyldi nú legið við og aflað á árabáta, eins og Reykjavíkin
hafði gert hið fyrra sumar. Fiskur var mjög mikill eystra
og leið ekki á löngu unz tekizt hafði að fylla bæði skipin.
Bar Fanny 14 þúsund af fiski, en Reykjavíkin 23 þúsund.
Héldu þau nú heimleiðis, losuðu afla sinn og fóru síðan
umsvifalaust til Seyðisfjarðar aftur.
Hinn 23. september hafði Fariny aflað að nýju um 14
þúsund af fiski, og var það fullfermi. Lagði hún þá af stað
heimleiðis. Reykjavíkin mun hafa farið um svipað leyti og
var einnig með hlaðafla. Komst hún slysalaust leiðar sinn-
ar, þrátt fyrir versta veður. Af Fanny er það að segja, að
hún hreppti hina geigvænlegustu hrakninga. Var hún fyrst
dögum saman að baxa vestur með Suðurströndinni, en
komst aldrei lengra en svo, að hún nálgaðist Portland. Leki
Framh.
1) Einar Jónsson: Minningarrit Stýrimannaskólans.