Akranes - 01.06.1947, Side 3

Akranes - 01.06.1947, Side 3
Jónmundur Gíslason, skipstjóri. BÆJARÚTGERDÁ AKRANESI Svo sem getið var um í síðasta blaði, verður hér nánar sagt frá hinum nýja togara hæjarins „Bjarna Óla]ssyni.“ Hann kom hingað til bæjarins 29. júlí s- 1., beina leið frá Englandi, eftir tæpa þriggja sólarhringa siglingu. Skipið var sniíðað í Aberdeen. Það er hið fegursta og fullkomnasta að sjá, og gekk 13V2 mílu í reynzluför, og að jafnaði 12*4 mílu á lieimleiðinni. Þetta kvöld var gott veður, og þegar skipið lagðist að hafnargarðinum var þar mikill mannfjöldi saman kominn til þess að fagna því. Fór þar fram móttökuathöfn, þar sem þeir héldu ræður af skipsfjöl, for- seti bæjarstjórnar, bæjarstjóri, Guðlaugur Einarsson, og skipstjórinn, Jónmundur Gíslason. Að ræðu skipstjórans lokinni kauð hann öllum viðstöddum að skoða skipið, sem þegar var vel þegið. Þótti öll- um það mikið og vandað. Síðar um kvöldið hafði bæjarstjórn boð mm á Hótel Akranes fyrir skipshöfn, kæjarstjórn, útgerðarstjórn og hafnar- nefnd. Sátu það um 60 manns. Þar fluttu þ°ir ræður, Jón Sigmundsson, Hálfdán Sveinsson og Pétur Ottesen. Að því loknu Var stíginn dans um stund. Fór hóf þetta Vel og ánægjulega fram. Htgerðarstjórn skipa þessir menn: Þor- geir Jósefsson, formaður, Jón Sigmunds- son og Guðmundur Sveinbjörnsson. Bók- kald skipsins verður í skrifstofu bæjarins. Skipið ber yfir 4000 kit af isuðum fiski. Hér fer á eftir ræða forseta bæjarstjórn- AKRANES ar, Ölafs B. Björnssonar, er hann flutti af skipsfjöl, við komu skipsins til Akraness: „Góðir Akurnesingar, útgerðarstjórn, skipstjóri og skipshöfn. Þegar Alþingi og ríkisstjórn tók þá á- kvörðun, að láta byggja fyrir Islendinga um 30 nýtízku togara í Englandi, var bæj- arstjórnin þegar ráðin í því, og sammála um, að gera ítrustu tilraunir til að bær- inn gæti eignast og haldið úti einu af þess- um skipum, sem óumdeilanlega marka timamót í fiskveiðasögu vorri. I þessum skipakaupum felst stórfelt framtak og langþráð takmark útvegsmanna og allrar þjóðarinnar. Þau uppfylla óskir vorar og vonir hvað aflamöguleika snertir, öryggi og aðbúnað skipshafnar, og taka í heild sinni fram öllu því er áður þekktist um byggingu og búnað togara. f dag er þessi ósk og áform Akurnes- inga orðið að veruleika. f dag, á þessari stundu, fögnum vér öll þessu fullkomna fleyi. Yér bjóðum það og skipshöfnina hjartanlega velkomið og vonum að gæfan fleyti því og skipshöfn þess og forði frá öllu grandi. Eins og það er vitanlegt, að þessi skip marki tímamót í íslenzkri fiskveiðasögu, vonum vér að þetta skip marki tímamót í sögu vors kæra bæjar, til margvíslegra bjargráða og blessunar í bráð og lengd. Margra hluta vegna er þetta skip því á sérstakan hátt óskabarn allra bæjarbúa, lika þeirra Akurnesinga, sem búa utan- bæjar. AKRANES VI. árg. — Júní—júlí 1947 — 6,-—7. tbl. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgÓarmáSur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi. PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H. F Við þessa ákvörðun bæjarstjórnarinnar og mikilsverða átak, er tengt viðsýni henn- ar og trú á framtíð fiskveiðanna, með hinni fullkomnustu tækni vorra tíma. Einnig og ekki síður trú á þennan bæ, og framtíðarfólk hans, og hvatning til þess, um að vera ekki seinastir allra, að tileinka sér og starfrækja enn fullkomnari tæki á livaða sviði sem er, þegar framtak, vísindi og listir — hvert út af fyrir sig eða sam- eiginlega — færa oss feti framar en nú stöndum vér, þ. e. hver kynslóð. ★ Heiti þessa bæjar er bundið við frjó- samt land og ræktað. Fyrir sagnritun Sturlunga vitum vér með vissu, að hann var meira en að nafninu til frægur fyrir kornyrkju á fyrstu öldum Islandsbyggðar, en í voru minni fyrir kartöflurækt. Ekki liðu margar aldir þar til hér hófst útræði allmikið, og hefur síðan meira og meira verið horft til sjávar, þótt aldrei hafi með öllu slitnað tengsl milli moldar og miða. Vonum vér að það verði aldrei með öllu, því slíkt samband eykur fremur en eyðir, þroska, manngildi og þeim eðlis- kostum yfirleitt, sem öllum er hollt að leggja rækt við. ★ Það er engin tilviljun að þessu glæsta skipi var valið nafnið Bjarni Ólafsson. -—- Hann var framsækinn dugnaðarmaður og fengsæll, dáða- og drengskaparmaður. — Honum var hvort tveggja í senn sýnt um að nota sér áunna reynzlu og það vald og viðgang, sem ný tækni hefur á framfarir og framleiðslu þjóðanna. Sem ungur mað- ur „braut hann í blað“ hjá Akurnesing- um, er hann sem foringi nokkurra jafn- alldra sinna byggði fyrsta dekkaðan mót- orbát, — sem.þá þótti mikið skip, — sem miklir möguleikar voru þegar við bundnir, enda varð fljótlega sjón sögu ríkari. Þetta fyrsta skip Bjarna og þeirra félaga hét „Fram.“ Það var réttnefni. Fól í sér fyrir- heit, og var sannarlega táknrænt upp á beina braut Bjarna, sem stórhuga forystu- manns, um stöðugt stærri og fullkomnari skip, til lengri sóknar og meiri fanga, á vegum þess atvinnuvegar, sem hvort tveggja er lífæð vor og lyftistöng, til efna- legrar farsældar og frelsis þjóðar vorrar. 63

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.